Kvartmílan > Almennt Spjall

Gildandi met

<< < (2/2)

Nóni:
Sælir félagar, líka stjórnin, ekkert bólar á metunum. Eru metin ekki í miklum metum hjá klúbbnum? Kannski var þetta allt á rafrænu formi og búið að henda því.

Kv. Nóni methafi :D

Einar Birgisson:
Þetta er á sínum stað, farið inn á forsíðu í "lög og reglur" þar veljið þið ykkar flokk td "RS" þá er hægt að fara í "keppnir" og þaðan í "MET" einfalt mál ekki satt.

Nóni:
Jú Einar þetta er rétt hjá þér, það er hægt að finna þetta þarna en maður þarf eiginlega að vera að leita að einhverju öðru til að rekast á þetta. Eftir að þú skrifaðir þetta um daginn reyndi ég að finna þetta en gafst upp og var næstum því búinn að pósta upp heimsku minni hér en ákvað að bíða eins og hollt er þegar maður er ekki viss eða æstur.
Allavega finnst mér að þetta mætti vera einhversstaðar sem að það er vel greinilegt.

Kv. Nóni

Ice555:
Sælir aftur.
það er vissulega rétt að metin eru á síðunni, en ekki sérstaklega aðgengileg.
Það á hins vegar eftir að uppfæra metin til samræmis við árangur í síðustu keppnunum í fyrra; m.ö.o. skráin er ekki rétt.  Er ekki möguleiki að uppfæra skrána þannig að hún sýni stöðuna í upphafi þessa keppnistímabils?

Bestu kveðjur,
Halldór Jónsson
Team 555

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version