Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Austin Healy

(1/2) > >>

Sigtryggur:
Hér á spallinu á ¨til sölu¨þræðinum er auglýstur breskur sportbíll af gerðinni Austin Healy.Getur verið að þetta sé bíll sem mætti einu sinni eða tvisvar á brautina c.a. 1980.Sami eða samskonar bíll var útbúinn 283cid Chevrolet vél og var búið að breita hjólbogum að aftan svipað og á þessum.Ekki er ég viss um að merkilegur tími hafi komið á tækið því einhver vélavandræði hrjáðu hann en samt man ég að hann lyfti framhjólum fet á loft í startinu sem þótti ógurlegt "show".
Spörfuglinn var hann kallaður ef ég man rétt og á einhverjum tímapunkti átti Ásgeir í ABC bílamerkingum (Geiri spíri?) þetta tæki.
Er einhver sem man þetta svona eða er minnið að svíkja mig enn einu sinni?  
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7492
                       kveðja
                                    Sigtryggur H[/i]

Árni Elfar:
Þekki eigandann, minnir að hann hafi sagt mér að þetta sé "Spörfuglinn". Ætlar ekki einhver að blása lífi í græjuna, hann fæst fyrir lítið að mér skilst.

Gizmo:
Fór í skráningarstofuna og fékk smá upplýsingar um bílinn minn.

Fast númer BE-616 (R-40264)
Framleiðslunúmer HAN7134211
Fyrst skráður 19.04.1974

Fyrsti eigandi Hafsteinn Hafsteinsson 280650-3319
á bílinn 25.07.1977 til 15.05.1982

annar eig. Ásgeir Ásgeirsson 060847-3559
á bílinn til 06.01.1988.  Sennilega er hann höfundur V8 verksins.

þriðji eig. Ævar H Sigdórsson 271251-7269
á bílinn til 1992 ?

Þ. Jóhann Pálsson 181052-4149 eignast svo bílinn (ef ég man rétt þá fékk hann bílinn í fertugs afmælisgjöf 1992) en lætur ekki skrá hann á sig.  Þá var bíllinn vélarlaus og í því ástandi sem hann er í í dag.

Bjarni Þorgilsson 041272-5979 eignast svo bílinn enn í því ásigkomulagi sem hann var kominn í 04.06.1996 og á hann enn.  

Bíllinn er skráður 1969 árgerð en það stenst ekki miðað við seríalnúmer, hann er sennilega 1963.  Bíllinn er innfluttur notaður.  hann er svo afskráður 17.10.1991.


Gaman væri ef einhverjir fróðir um málið gætu sett hér saman frekari sögu bílsins og jafnvel myndir af honum á afturhjólunum, einhver hlýtur að hafa náð myndum af honum.

Sorglegast finnst mér hve heillegur bíll þetta hefur verið þegar honum var breytt.

Bjarni Þorgilsson.

kiddi63:
Getur verið að þetta sé sá sami? Ég fann þessa mynd í eldgömlu Mótorsport blaði og þar er þetta skráð sem Sunbeam 350
 og ökumaður Rögnvaldur Pálmason, kannski sá sami og  
hefur verið kóari á Metro í rallinu. [/img]

kiddi63:
Ég fann enga mynd af þessum Sunbeam prjónandi en
fann eina af Benna á willys á afturdekkjunum.
Takið eftir áhorfendunum, þeir eru allavega einn eða tveir.............. :wink:  
Svo var alltaf sagt að boltaleikir væru vinsælir, iss

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version