Kvartmílan > Almennt Spjall
Reglulegt. + Fyrirspurn til stjórnar.
Ingó:
Sælir Félagar.
Þetta er spjallþráður kvatrmílu og bílaáhugamanna en ekki stjórntíðindi stjórnar KK.
Kveðja Ingó.
p.s. Ég man ekki eftir að ég hafi svarað á netinu án þess að endalausar spurningar við því sem ég svara sjá t.d. þennan þráð !!!!!!! :shock:
Nóni:
Eins ágætlega og mér líkar nú við þig Ingólfur þá verð ég að segja að þú ert að berja hausnum við steininn, það vilja flestir geta lesið eða spurt spurninga hér á vefnum og það eru 7 menn í stjórn og þar af er einn upplýsingafulltrúi og hann ætti að geta tekið að sér að svara hér þeim fyrirspurnum hvort sem hann hringir í þig eða einhvern annan. Ef við viljum stækka klúbbinn að þá ættum við að halda áfram á þeirri góðu braut sem við erum á og nota okkur nútíma tækni til að bera út fagnaðarerindið. Látum það sjást að hér er í klúbbnum eru menn á einu máli um að auka veg kvartmílu en ekki pukrast með þetta eins og hass eða kjarnorkuleyndarmál :) Vefurinn er besta tækið sem við höfum til að gera þetta.
Sumarkveðja, Nóni
Ingó:
Sæll Nóni og aðrir félagar.
Fyrir þá sem ekki vita þá er opið hús í félagsheimili KK, alla fimmtudaga og það er yfir leit alltaf einhver úr stjórn KK, og getur svarað félagsmönnum spurningum sem þeir vilja fá svör við.
Það tíðkast ekki í Íþróttafélögum að stjórnir þeirra séu skikkað ar til að svara öllu sem spurt er um á opnum spjall þráðum en hinsvegar mun stjórn KK, eftir sem áður birta á netinu upplýsingar og fréttir þegar þurfa þykir.
Kveðja Ingó. :lol:
440sixpack:
Það verður nú að segja að afstaða formannsins kemur mér verulega á óvart :? Við greiddum honum atkvæði alveg sjálfir án þvingunar, það sama má segja um þá sem kusu Davíð Oddson, gæti verið að þeir séu frændur :lol:
PS. Ingó hefur gert fullt af góðum hlutum fyrir KK og á örugglega eftir að að gera enn betur, en hérna er hann örugglega á villigötum. Vona að hann endurskoði afstöðu sína, hann væri meiri maður fyrir vikið að játa að hann hafi haft rangt fyrir sér.
Það er ekki verið að gagnrýna störf stjórnar KK, heldur einungis vilja menn fá að fylgjast með þeim ákvörðunum sem stjórnin tekur og það helsta sem er á döfinni hverju sinni, og þá :) í tíma.
Með réttum íþróttafélagsanda :)
Tóti
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version