Kvartmílan > Almennt Spjall
Reglulegt. + Fyrirspurn til stjórnar.
Ingó:
Það fór þá eins og mig grunaði að ég mundi þurfa að eiða dýrmætum tíma mínum í skrif á netinu !!. Fyrir þá sem kunna að lesa þá er ég að óska eftir að menn noti síman og hringja í mig ef þeim vantar upplýsingar . Valur það hefði verið skynsamlegra fyrir þig ef þú hefðir hringt í mig áður en þú ferð að draga rangar áligtanir og birta þær síðan á netinu til að rugla alla í ríminu með allskonar rangfærslum .
Ingó 8970163.
p.s. Ég sagði aldrei að ég nennti ekki að svara á netinu. Ég sagði að ég ætlaði ekki að svara á netinu.
Jón Þór Bjarnason:
Beint til stjórnarmanna. Afsakið en er þetta ekki KVARTMÍLU SPJALL? Og er þetta þá ekki besti vettvangur fyrir þá sem eru með gáfulegar spurningar sem varða KVARTMÍLU og allt því tengt sem aðrir keppendur og hugsanlega áhugafólk getur fræðst um.
Jón Þór tilvonandi mopar eigandi.
eva racing:
Ingo/stjórn.
Þú segir sjálfur að skrifleg fyrirspurn til stjórnar sé í lagi.
Þetta er skrifleg fyrirspurn til stjórnar.
'Eg hef ekkert að gera við símtal. Því það er svo auðvelt að segja "ég sagði það aldrei" eða "þú miskilur þetta"
Gamla LIA var að þessu leiti heiðarlegra, þeir sögðu þó "þér kemur þetta ekki við"
Þetta var orðið mikið lengra, en ég hefði sennilega farið með rangar áliktanir (sem hefði kannski ekki verið ef svör hefðu fengist skriflega) Þannig að TAKK FYRIR.
(animal farm. "allir eru jafnir, en sumir eru jafnari)
Valur Vífilss. (ekki prenthæft)
Ice555:
Sælir félagar.
Ég legg eindregið til að stjórn og keppnisstjórn finni sér farveg í því að svara reglulega og án verulegs dráttar þeim efnislegu fyrirspurnum sem koma fram hér á spjallinu. Það er alveg augljóst að með því fyrirkomulagi sparast mikill tími, bæði fyrir spyrjendur og svarendur. Það myndi bæta og auðvelda samskipti og alla framkvæmd á keppnum. Svar á spjallinu jafngildir svari í flestum tilvikum til fjölmargra, auk þess að vera bæði fræðandi og upplýsandi. Símhringingar geta verið góðar og nauðsynlegar stundum, en flestar spurningar og svör við þeim gera meira gagn á spjallinu, auk þess sem hægt er að fletta upp í því aftur og aftur ef á þarf að halda. Það er ekkert sem krefst þess að formaður KK svari sjáfur spurningum sem beint er til stjórnar KK eða keppnisstjórnar á spjallinu. Það er auðvitað bara skipulagsatriði hvernig að því er staðið, en spurningum þarf að svara.
Notum heimasíðuna og spjallið til að fræðast, koma skilaboðum og upplýsa keppendur og áhugafólk um það sem máli skiptir.
Með von um skemmtilegt keppnissumar.
Halldór Jónsson
Team 555
1966 Charger:
Vel mælt, Halldór.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version