Author Topic: Hvað er plenium pan?  (Read 3325 times)

Offline Grill

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
Hvað er plenium pan?
« on: April 18, 2004, 19:21:47 »
sælir drengir

2 spurningar

Hvað er Plenium pan?

Hvað er Intake manifold?

Ég er nokkuð góður á Enskuna en nú kem ég af fjöllum þegar kemur að einhverju bílatengdu he he
Hallmar H.

Offline Gunni gírlausi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 169
    • View Profile
manifold
« Reply #1 on: April 18, 2004, 19:45:28 »
Sæll Grill (þú hlýtur að heita það)

Intake manifold er auðvitað soggrein eða "millihedd" á V8 máli.

Ég er ekki viss um hvað plenium pan er, en "plemium chamber" er hólf sem er á milli inngjafarspjalds (throttle body) og inntaksröranna (intake runners)

Ég vona að þetta hjálpi.

Gunni
60ft............1.924
mid mph......93.75
660............8.006
mph...........115.68
ET..............12.287

Hoosier daddy....

VW Golf GTi-16VT

Offline Grill

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
þakkir
« Reply #2 on: April 18, 2004, 19:48:25 »
ég er í brasi með 318, vélin notar jafn mikið af smurolíu og bensíni (sem er töluvert)  

VAr að skoða á netinu umfjöllun um vandamálið, og þar var talað um plenium pan gasket failure sem orsakaði þetta.  On nottla hafði ég ekki hugmynd um hvað plenium pan væri, frekar en intake manifold

Hafðu þakkir
Hallmar H.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Hvað er plenium pan?
« Reply #3 on: April 18, 2004, 19:59:34 »
Hei Grilli, plenum pan aðskilur soggreinarnar/milliheddið frá vélarblokkinni og hlífir milliheddinu við heitri smurolíu. þessi plata er jafnframt soggreinapakkning
og getur vélin þá sogað inn með sér olíu þaðan og brennt henni sé hún ónít. Annars tel ég nú að þetta séu einhverjir samverkandi þættir hjá þér ef olíueyðslan er svona mikil.kíktu hvort olía sé í vatninu hjá þér og athugaðu hvort hann þjappi ekki örugglega nokkuð jafnt á öllum.

Offline Grill

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
318...
« Reply #4 on: April 18, 2004, 20:30:02 »
Kanski smá ýkjur með brennslumagnið, en bíllinn eyðir 1,5 líter á hverja 1.000 km, byrjaði á því í síðustu viku, brenndi ekki dropa fyrr enda ekki ekinn nema um 90.000

Þjappan er mjög jöfn og góð

Smurolían er mjög góð, búinn að keyra rétt um 1.000 á henni og hún er varla farinn að litast.
Hallmar H.

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Þrjátíu og einn átta.
« Reply #5 on: April 18, 2004, 22:01:00 »
Sælir.

  Ég geri ráð fyrir að þetta sé öndvegishreyfill af Dodge ætt.   Ef svo er þá er ekki "valley pan" undir milliheddinu heldur er olíunni haldið frá með plötu sem er boltuð undir milliheddið. og er ekki með neinni pakkningu.    Til að brenna 1,5 lítrum af olíu  pr 1000km,hlýtur þú að ferðast um í huliðs skýi.  ertu viss um að ekki sé leki hjá þér.  Skoðaðu kertin og ef þau eru þokkaleg (ekki svört og loðin) þá gerir hann eitthvað annað við olíuna.  

  Annars brenna allir bullumótorar olíu, ef ekkert eyðist af henni úr pönnunni þá er það vegna þess að það kemur bensín í staðin.(þetta skeður þegar bílar eru kaldir og eru á "innsoginu" já líka innspýtingabílar) Og heldur magninu í skefjum.  

  Happy hunting.

  Valur Vífilss. olíumaur
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Grill

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
sælir
« Reply #6 on: April 19, 2004, 03:25:45 »
blasa Valur, þakka þér fyrir svarið

Þótt ótrúlegt megi virðast þá lekur mótorinn, sem og annað í bílnum, engri smurolíu, ekki dropa!  Hinsvegar þá eru kertin engu skárri en í gömlum snjósleða, alveg hraukuð af svertu og ógeði, og það öll átta alveg jafn ógeðslega ljót!  

Með tilliti til þess að þjappan er mjög góð ( jöfn á öllum, skv manualnum )
og að gangurinn er mjög þýður og góður þá ætla ég að opna þetta og skoða hvort ég finni eitthvað skrýtið.  Ég er búinn að athuga allar vacumslöngur  sem og tengi og það virðist allt vera í orden.

Haust 2003 voru hedd þrýstiprófuð og plönuð í heddpakningaskiptum, getur verið að það sé eitthvað að klikka :?:  :!:  :?:
Hallmar H.

Offline Grill

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 193
    • View Profile
sælir
« Reply #7 on: April 22, 2004, 05:15:25 »
búið að rífa, græja og gera.  Pakkningin á plötunni neðan í milliheddinu var farinn, farin útúr á 4 stöðum.

Setti nýja úr blikki frá jörlunum í HJónssyni, skipti svo auddað um kerti.

Allavega, smurolíubrennslan er úr sögunni og allir ánægðir.

Þó svo að ég hafi talað um að bíllinn brenndi engu, þá er ég að meina að hann sé ekki að brenna meir en eðlilegt sé, kanski 0,5 - 1 ltr milli smura?

Kveðjur úr Kuldanum

H.
Hallmar H.