Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Hvað er plenium pan?

(1/2) > >>

Grill:
sælir drengir

2 spurningar

Hvað er Plenium pan?

Hvað er Intake manifold?

Ég er nokkuð góður á Enskuna en nú kem ég af fjöllum þegar kemur að einhverju bílatengdu he he

Gunni gírlausi:
Sæll Grill (þú hlýtur að heita það)

Intake manifold er auðvitað soggrein eða "millihedd" á V8 máli.

Ég er ekki viss um hvað plenium pan er, en "plemium chamber" er hólf sem er á milli inngjafarspjalds (throttle body) og inntaksröranna (intake runners)

Ég vona að þetta hjálpi.

Gunni

Grill:
ég er í brasi með 318, vélin notar jafn mikið af smurolíu og bensíni (sem er töluvert)  

VAr að skoða á netinu umfjöllun um vandamálið, og þar var talað um plenium pan gasket failure sem orsakaði þetta.  On nottla hafði ég ekki hugmynd um hvað plenium pan væri, frekar en intake manifold

Hafðu þakkir

maggifinn:
Hei Grilli, plenum pan aðskilur soggreinarnar/milliheddið frá vélarblokkinni og hlífir milliheddinu við heitri smurolíu. þessi plata er jafnframt soggreinapakkning
og getur vélin þá sogað inn með sér olíu þaðan og brennt henni sé hún ónít. Annars tel ég nú að þetta séu einhverjir samverkandi þættir hjá þér ef olíueyðslan er svona mikil.kíktu hvort olía sé í vatninu hjá þér og athugaðu hvort hann þjappi ekki örugglega nokkuð jafnt á öllum.

Grill:
Kanski smá ýkjur með brennslumagnið, en bíllinn eyðir 1,5 líter á hverja 1.000 km, byrjaði á því í síðustu viku, brenndi ekki dropa fyrr enda ekki ekinn nema um 90.000

Þjappan er mjög jöfn og góð

Smurolían er mjög góð, búinn að keyra rétt um 1.000 á henni og hún er varla farinn að litast.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version