Verð á aðgangsmiðum er 1000kr, frítt fyrir 12ára og yngri. Man nú ekki opnunartímann nákvæmlega en minnir að það verði opið til kl. 19:00 flesta ef ekki alla dagana. Margir af bílunum eru nýjir bílar sem hafa ekki sést áður, má þar nefna C5 Corvette sem Ingólfur Arnarson á og Willysinn hans Þórðar, einnig ProMod Camaroinn sem Þórður átti. Það verður nóg af flottum köggum þarna, markmiðið er held ég að vera ekki alltaf með sömu bílana. Við búum líka svo vel núna að það er búið að flytja inn helling af bílum síðan síðasta sýning var haldin, það er til dæmis ekki talin þörf á því að flytja inn sýningargripi eins og síðast, vonum bara að það verði sama sagan á næsta ári og við getum haldið fleiri glæsilegar sýningar.