Author Topic: Keppnisgjöld Kvartmíluklúbbsins árið 2018  (Read 3827 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Keppnisgjöld Kvartmíluklúbbsins árið 2018
« on: April 13, 2018, 00:10:50 »
Þegar þetta er skrifað eru komnar 15 eða fleiri skráningar í öll kvartmílumót sumarsins og 9 skráningar í áttungsmílumótið í júlíbyrjun.
Gott að fara inn í sumarið með svona góðan grunn í farteskinu.
Klúbburinn hefur komið til móts við óskir félagsmanna og veitir nú veglegan afslátt af keppnisgjöldum en einungis ef keppendur eru tilbúnir að skuldbinda sig fyrirfram og skrá sig í keppnir sumarsins fyrir lok aprílmánaðar.
Keppnisgjöld eru aftur á móti mun hærri ef að keppendur skrá sig ekki fyrr en síðustu dagana fyrir keppnir.
Við bendum áhugasömum á að hafa þetta í huga.

Keppnisgjöld:
5.000 kr. keppnisgjald í forskráningu til 30. apríl 2018
8.000 kr. almennt keppnisgjald sem gildir að skráningarfresti 10 dögum fyrir hverja keppni
11.000 kr. keppnisgjald í eftirskráningu síðustu 10 dagana fyrir keppni.
Keppnisskírteini AKÍS/MSÍ innifalið
« Last Edit: April 13, 2018, 00:51:52 by SPRSNK »