Author Topic: Helztu öryggisreglur fyrir bíla í kvartmílukeppni  (Read 4051 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Helztu öryggisreglur fyrir bíla í kvartmílukeppni
« on: April 16, 2018, 00:33:20 »
Yfirlit yfir helztu öryggisreglur fyrir bíla í kvartmílukeppni, tekið saman af vef AKÍS og FIA:

Allir keppendur:
• Hjálmur skylda, skv. hjálmareglum FIA/AKÍS (AKÍS)
• Hálskragi SFI 3.3 skylda (AKÍS)
• Lokaðir skór, síðar buxur og langar ermar skylda (FIA)
• Felguboltar skulu ná að minnsta kosti þvermál sitt sitt inn í sexkant hluta felguróa (FIA)
• Ef sjálfskipting er óvarin í rými ökumanns, hlífðarjakki/-buxur skv SFI 3.2A/15 og hanskar/skór skv.SFI 3.3/5 skylda (FIA)

Tímar 13.99sek og neðar (8.59sek í 1/8):
• Hlífðarjakki SFI 3.2A/1 skylda ef bíll er búinn nítró, blásara eða túrbínu sem ekki er óbreytt frá framleiðanda [OEM] (FIA)
• Ef hvalbakur er opinn/breyttur eða úr þynnra en 0.6mm stáli og bíll er búinn nítró, blásara eða túrbínu, hlífðarjakki SFI 3.2A/5 og hanzkar SFI 3.3/1 skylda (FIA)
• Lokaður hjálmur skylda, ef bíll er opinn (FIA)
• Drifskaftslykkja að framan skylda ef bifreið er á slikkum, 50 mm breið og staðsett minna en 152 mm aftan við fremri hjöruliðskross (FIA)

Tímar 13.49sek og neðar (8.25sek í 1/8):
• Sex punkta veltibogi skylda í blæjubílum – engin undanþága vegna árgerðar (FIA)
• SFI 18.1 vottuð bílbelti skylda í blæjubílum (FIA)

Tímar 11.99sek og neðar (7.49sek í 1/8):
• Hlífðarjakki SFI 3.2A/1 skylda (AKÍS)
• Skrúfaðir málmventlar skylda, nema bíll sé útbúinn óbreyttum dekkjaþrýstiskynjara frá framleiðanda (FIA)
• Hlífðarhanzkar SFI 3.3/1 og armólar skylda, ef bíll er opinn. Armólar stilltar þannig að hendur fari ekki út fyrir grind eða veltibúr (FIA)

Tímar 11.49sek og neðar (7.35sek í 1/8):
• Sex punkta veltibogi skylda – allir bílar, engin undanþága vegna árgerðar (FIA)
• SFI 18.1 vottuð bílbelti skylda (FIA)
• Drifskaftslykkja að framan skylda, 50 mm breið og staðsett minna en 152 mm aftan við fremri hjöruliðskross (FIA)
• Svinghjólshlíf skylda skv. SFI 6.1, 6.2 eða 6.3 (FIA)
• Svinghjól og kúpling skylda skv. SFI 1.1, 1.2 (FIA)

Tímar 10.99sek og neðar (6.99sek í 1/8):
• Fullt veltibúr (með SFI 45.1 bólstrun á hjálmsvæði) skylda í blæjubílum, eða við 135mph – engin undanþága vegna árgerðar (FIA)
• Fullt veltibúr (með SFI 45.1 bólstrun á hjálmsvæði) skylda nema hvalbakur og gólf sé óbreytt frá framleiðanda, þá við 9.99sek eða við 135mph – engin undanþága vegna árgerðar (FIA)
• Sveifaráss “harmonic balancer” skylda skv. SFI 18.1 (FIA)
• “Aftermarket” öxlar með öxulfestingum skylda ef drif er læst [ekki bara fyrir spool] (FIA)
• Sjálfstæðri afturfjöðrun þarf að skipta út fyrir hásingu nema efri/neðri spyrnur séu báðar til staðar.
Séu báðar spyrnur til staðar, öxullykkjur 25mm breiðar skylda báðum megin (FIA)
• Svinghjólshlíf (kúplingshússhlíf) skv. SFI 4.1 skylda, eða við 135mph (FIA)
• Ef bíll er sjálfskiptur er skiptingarhlíf SFI 4.1 skylda (FIA)

Tímar 9.99sek og neðar (6.39sek í 1/8)
• Fullt veltibúr skylda, eða við 135mph (með SFI 45.1 bólstrun á hjálmsvæði) – engin undanþága vegna árgerðar (FIA)
• Glugganet SFI 27.1 skylda, eða við 135mph (FIA)
• Útsláttarrofi fyrir rafmagn skylda ef bíll er með rafgeymi, eða við 135mph (FIA)
• Ef bíll er sjálfskiptur er “flexplata” SFI 29.1 og flexplötuhlíf SFI 30.1 skylda, eða við 135mph (FIA)
• Lokaður hjálmur skylda (FIA)
• Hlífðarjakki og hlífðarbuxur SFI 3.2A/5 og hanzkar skylda skv. SFI 3.3A/1, eða við 135mph (FIA)
• Hlífðarjakki/-buxur skv SFI 3.2A/15 og hanskar/skór skv. SFI 3.3/5 skylda, ef:
- bíll er opinn og vél framan við ökumann búin nítró, blásara eða túrbínu (FIA)
- hvalbakur er opinn/breyttur eða úr þynnra en 0.6mm stáli og bíll er búinn nítró, blásara eða túrbínu (FIA)
• Heill hlífðargalli skv. SFI 3.2A/15 og hanskar/skór skv.SFI 3.3/5 skylda ef bíll brennir alkóhóli og er búinn blásara eða túrbínu (FIA)
• Fallhlíf skylda ef hraði yfir 150mph (FIA)
• Veltibúr með ökumannsvörn skv. SFI 25.4B til SFI 25.6 skylda ef bíll er fljótari en 8.50sek (u.þ.b. 5.43 í 1/8) (FIA)

Þessi samantekt nær ekki til fljótari bíla en 7.50sek (4.49sek í 1/8), bíla með Vankel vél eða aftermarket plánetugír
né Altered Car / Funny Car / Roadster

Phillnut

  • Guest
Re: Helztu öryggisreglur fyrir bíla í kvartmílukeppni
« Reply #1 on: April 19, 2018, 06:36:31 »
Það er mjög mikilvægt. Það hjálpaði mér mjög mikið.