Skilmálarnir fyrir akís trygginguna voru í einhverri frétt á akis.is í vor, en eingöngu á dönsku, ég bað þá að redda þessu á einhverju skiljanlegu tungumáli en held það hafi ekkert gerst í því frekar en öðru, og þótti bara óeðlileg krafa.
Þessi trygging er vissulega ekki dýr fyrir þá sem eru á óskráðum tækjum, en fyrir þá sem eru á skráðum bílum og með tryggingaviðauka og því með slysatryggingu ökumanns í gildi þá er þetta of mikið.
Þeir segja að þetta sé valkvæð trygging og bætist því ofan á aðrar tryggingar til útgreiðslu, en með skilmálana á dönsku veit ég ekkert um það.
Svo er maður enn að skoppa milli tryggingafélaga á hverju ári að berjast fyrir því að fa drusluna tryggða með viðauka..