......
Ingimundur þarf að kaupa lazersellur
mbk harry þór
Hmmm setjum það í nefnd!
Við erum orðnir of góðu vanir með laserana á kvartmílubrautinni
En við eigum að geta notað þetta kerfi eins og það er með smávægilegum breytingum. Við verðum ekki komnir með laser sellur fyrir næsta sand(spurning hvað gerist fyrir næsta ár) en við gætum bætt þetta kerfi.
Start sellurnar eru þannig að það er sendir öðru megin og móttakari hinu megin, stage og pre-stage. Núverandi setup er þannig að báðir sendarnir eru öðru megin og móttakararnir hinu megin. Ljósið sem sendirinn er að senda er það breytt að hætt er við því að móttakarinn hinu megin nemi ljós frá bæði pre-stage og stage sendinum. Með því að víxla sendi og móttakara á pre-stage ætti það vandamál að vera úr sögunni.
Hitt vandamálið er að Guard beam var að stríða okkur í byrjun keyrslu(enda voru sett nokkur "heimsmet". Það átti að vera inni og sellurnar voru að virka en boðin skiluðu sér ekki í tölvuna. Það fannst útúr því, þar sem vandamálið var sambandsleysi í rafmagnstengi við stjórnboxið sem stýrir tímatökubúnaðinum.
Það sem við þurfum að gera fyrir næstu keppni er að huga að þessum atriðum við uppsetningu tímatökukerfisins ásamt því að prófa hvernig herfið okkar virkar til að meðhöndla yfirborð brautarinnar. Ég er sannfærður að með því fáum við mun jafnari þéttleika í efnið og þar með betri braut.
Ég vil þakka öllum fyrir skemmtilega keppni og vonandi mæta sem flestir á enn skemmtilegri keppni 22. júlí!