Author Topic: Félagsfundur 15. mars 2017  (Read 4317 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Félagsfundur 15. mars 2017
« on: March 15, 2017, 00:31:46 »
Miðvikudaginn 15. mars 2017 verður haldinn fundur fyrir keppendur. Húsið opnar kl 20:00 og hefst fundurinn kl 20:30

Tilgangurinn með fundinum er að fara yfir allt sem brennur á keppendum og einnig kynna hvernig keppnishaldinu verður hagað.
Dagskrá sumarsins hefur verið vel kynnt í vetur og því er ætlunin að kynna á fundinum helstu öryggisatriði sem þarf að huga að fyrir ökumenn og ökutæki.

Kjartan Viðarsson tekur fyrir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við gerð veltiboga og öryggisbúra.
McKinstry Mótorsport kynna fyrir okkur helstu reglur varðandi öryggisbúnað ökumanna - fatnað, skó, hanska og hjálma auk þess öryggisbelti og stóla.
AB varahlutir kynna fjöðrunar- og bremsubúnað fyrir bíla og mikilvægi þess að velja olíuvörur við hæfi.
Unnar Már kynnir fjöðrunar- og bremsubúnað mótorhjóla.
Farið yfir helstu flokkarreglur í kvartmílu, götuspyrnu, sandspyrnu, tímaati, kappakstri og drifti.
Þá verða einnig kynningar á dekkjakröfum fyrir bíla og mótorhjól í hringakstursgreinum.

Það verður heitt á könnunni og VÖFFLUR með öllu.

Við vonum að sem flestir sem ætla að keppa geti látið sjá sig.

https://www.facebook.com/events/1787047608173899/
« Last Edit: March 15, 2017, 01:14:57 by SPRSNK »