Author Topic: Ný lög fyrir Kvartmíluklúbbinn  (Read 4374 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Ný lög fyrir Kvartmíluklúbbinn
« on: February 11, 2017, 17:24:39 »
Á aðalfundi Kvartmíluklúbbsins 11. febrúar voru samþykkt ný lög fyrir félagið.

Lög fyrir Kvartmíluklúbbinn

A.   Nafn, heimili, tilgangur
1.   Félagið heitir Kvartmíluklúbburinn, skammstafað KK.
2.   Heimili og varnarþing félagsins er í Hafnarfirði.
3.   Félagið er akstursíþróttafélag.
4.   Starf/tilgangur félagsins er:
a)   að gera félagsmönnum sínum kleift að stunda æfingar og keppni í akstursíþróttum.
b)   að stjórna og reka mannvirki á akstursíþróttasvæði félagsins.
c)   að vinna að eflingu akstursíþrótta.

B:   Stjórn
1.   Málefnum félagsins stjórna:
a)   Aðalfundur
b)   Stjórn
2.   Reikningsár félagsins er almanaksárið.

C.   Aðalfundur
1.   Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.
2.   Aðalfund sitja félagsmenn.
3.   Aðalfund skal halda í febrúarmánuði ár hvert.  Boða skal með minnst 14 daga fyrirvara.
4.   Málefni sem félagar óska að tekin verði fyrir á fundinum sem og tilnefningar í stjórn, skal tilkynna stjórn félagsins minnst 21 degi fyrir aðalfund.
5.   Stjórn félagsins skal tilkynna dagskrá fundarins 14 dögum fyrir fund.
6.   Ársreikningur félags skal vera tilbúinn 14 dögum fyrir fund.
7.   Fundurinn er lögmætur, ef löglega hefur verið til hans boðað.
8.   Á fundinum hafa fulltrúar sem greitt hafa félagsgjöld einir atkvæðisrétt, en auk þeirra eiga rétt á fundarsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt: Stjórn félagsins, endurskoðendur, starfshópar- og nefndir auk heiðursfélaga.
9.   Aðeins sá sem er félagsmaður er kjörgengur og skal hann hafa náð 18 ára aldri.
10.   Hver fulltrúi hefur aðeins 1 atkvæði.

D.   Félagsfundur/aukaaðalfundur
1.   Félagsfund má halda, ef stjórn félagsins telur ástæðu til eða 1/5 hluti félaga óskar þess.
2.   Alla boðunar- og tilkynningarfresti til félagsfundar má hafa helmingi styttri en til aðalfundar.
3.   Á félagsfundi má ekki gera lagabreytingar.
4.   Að öðru leyti gilda sömu reglur og um aðalfund.

E.   Aðalfundur (helstu störf og dagskrá)
1.   Setning.
2.   Kosinn fundarstjóri.
3.   Fráfarandi stjórn gefur skýrslu.
4.   Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga.
5.   Umræða um skýrslur.  Afgreiðsla reikninga.
6.   Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
7.   Lagðar fram tillögur að lagabreytingum.
8.   Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.
9.   Atkvæðagreiðslur um tillögur.
10.   Kosning stjórnar.
11.   Kosning endurskoðenda.
12.   Önnur mál (ef við á, en ekki til atkvæðagreiðslu).
13.   Fundargerð (tekin afstaða til lestrar eða annarrar afgreiðslu).
14.   Afhending viðurkenninga.
15.   Fundarslit.

F.   Önnur ákvæði um aðalfund.
1.   Kosningar skulu vera leynilegar krefjist þess meirihluti fundarmanna með atkvæðisrétt.
2.   Heimilt er að endurkjósa menn.
3.   Einfaldur meirihluti ræður úrslitum, nema um lagabreytingar sé að ræða.
4.   Fundur getur með 2/3 atkvæða viðstaddra leyft að taka fyrir mál, sem komið er fram eftir að dagskrá fundarins var send út.

G.   Stjórn félagsins
1.   Stjórn félagsins skipa sjö aðalmenn og tveir varamenn:  Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, þrír meðstjórnendur auk tveggja varamanna.
2.   Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára í senn en varamenn skal kjósa til eins árs.  Stjórnarkosning skal fara fram árlega. Á sléttu ári skal kjósa formann, ritara, einn meðstjórnanda og tvo varamenn. Á oddatölu ári skal kjósa varaformann, gjaldkera, tvo meðstjórnendur og tvo varamenn.
3.   Stjórn félagsins skuldbindur félagið með undirritun minnst fimm stjórnarmanna.

H.   Starfssvið stjórnar félagsins
1.   Að hafa yfirstjórn með rekstri félagsins, framkvæma ályktanir aðalfundar, ákvarða um félagsgjöld, skipa starfshópa og -nefndir.
2.   Formaður félagsins boðar fundi og stjórnar þeim.
3.   Þá skal að jafnaði halda einu sinni í mánuði.
4.   Á fundum hafa aðalmenn einir atkvæðisrétt en varamenn eiga rétt á fundarsetu og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
5.   Við stjórnarákvarðanir nægir samþykki meirihluta stjórnar.
6.   Stjórn/ritari skal halda fundargerð um alla fundi félagsins.
7.   Stjórn ákveður og birtir svæðisreglur fyrir akstursíþróttasvæði félagsins.
8.   Stjórn er heimilt að gera verðuga aðila að heiðursfélögum.

I.   Starfshópar og -nefndir félagsins
1.   Stjórn félagsins skipar starfshópa og –nefndir eftir þörfum:
a.   Fjárhagsnefnd
b.   Mannvirkjanefnd
c.   Tækjanefnd
d.   Svæðisstjórn
e.   Keppnisstjórn
f.   Sýningastjórn
g.   Starfshópa fyrir:
i.   Spyrnugreinar
ii.   Hringakstursgreinar
iii.   Drift
iv.   Torfæru
v.   Mótorhjól
vi.   Muscle Car
vii.   Öryggisbúnað og –reglur

J.   Leggja félagið niður
1.   Tillögur um að leggja félagið niður má aðeins taka fyrir á lögmætum aðalfundi og skal geta tillögu í fundarboði. Verði tillaga samþykkt skal boða til aukaaðalfundar sjö dögum síðar til staðfestingar.
2.   Til samþykktar þarf minnst 9/10 hluta atkvæða.
3.   Séu eignir umfram skuldir við niðurlagningu félagsins skal stofnaður um þær sjóður. Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða en ársvaxta hans skal varið til eflingar akstursíþrótta á Íslandi. Sjóðurinn skal vera í umsjá Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH).

K.   Lagasetning/lagabreyting
1.   Lögum verður ekki breytt nema á aðalfundi og þá með 2/3 hlutum atkvæða viðstaddra atkvæðisbærra.

L.   Önnur ákvæði
1.   Um þau atriði, sem ekki eru tekin fram í lögum þessum, gilda ákvæði í lögum ÍSÍ (eins og við á).


Samþykkt á aðalfundi 11. febrúar 2017.
« Last Edit: February 13, 2017, 17:52:28 by SPRSNK »