Author Topic: Hilmar þór í víking til Swiss  (Read 6251 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Hilmar þór í víking til Swiss
« on: September 21, 2016, 18:09:52 »
Maður er enn að átta sig á því sem eiginlega gerðist síðustu helgi, maður er hálf dofinn einhvernveginn.

 Til að koma þessum þræði í samhengi fyrir þau ykkar sem ekki þekkið til, þá vildi það til nú í vor að Þjóðverjinn Sebastian Lindau hafði samband við mig og bauð syni mínum honum Hilmari þór að nota 1000FZR sandspyrnuhjólið sitt í keppni í Swiss. Sebastian þessi hefur komið með hjólið sitt til Íslands gagngert til að keppa í sandspyrnu á Akureyri og tókust kynni okkar þar.
Í stuttu máli sagt var erindinu nokkuð auðsvarað játandi, og hófust því æfingar stráksins á götuhjólinu mínu strax í kjölfarið.

Hilmar keppti í öllum spyrnukeppnum sem okkur var fært að mæta í uppá Kvartmílubraut í G- flokki, bæði í einum áttunda og kvart og lagði lokahnykkinn í undirbúninginn með tvöfaldri sandspyrnukeppni á Akureyri.
Óhætt er að segja að æfingarnar hafi lagst vel í drenginn, því það voru bætingar á öllum sviðum í hverju einasta móti, og uppástungur og hugmyndir um betrumbætingar á hjólinu voru óþrjótandi.

Fimmtudaginn 15.September var svo lagt í ferðina til Zurich í Swiss og þar í aðstöðu Sebastians var tveimur hjólum komið fyrir í stórum sendibíl, nýju spyrnuhjóli Sebastians 1300 Suzuki Hayabusa og svo eldra hjóli hans sem Hilmar notaði, Yamaha FZR 1000. Veisluhöld voru svo um kvöldið í heimili þeirra Sebastian og konu hans Anja.

Snemma að morgni föstudags brenndum við svo af stað á þremur bílum, risavaxna sendibílnum, húsbíl og bílaleigupúddunni okkar Hilmars.
Þá lá um 50km leið á keppnisstaðinn sem liggur í skógi vöxnum hlíðum smábæjarins Deitingen. Nýttum við fyrripart dags til að koma upp veglegri aðstöu í tjaldi á milli bílanna og að skoða græjur keppinautanna sem voru æði skrautleg á tíðum. Seinnipart dags var skoðun keppnistækja og keppendafundur og verður að segjast að ég var í nettu áfalli eftir að hafa skoðað keppnisbrautina, einkum í ljósi þess að hjól Hilmars var lágt sem kvartmíluhjól og fjöðrunarlaust bæði að framan og aftan.

Hilmar var ekki á þeim buxunum að láta þessar aðstæður nokkuð á sig fá og með annars gírs starti í seinni ferðinni sem hann tók í tímatökunum eftir keppendafundinn náði hann áttunda besta tíma allra 112 keppendanna og létum við þann árangur duga það kvöldið inn í keppnina.

Morguninn eftir er keppnin hafin með fyrstu umferð standard flokki hjóla sem var strax fylgt eftir með modified flokknum, opni flokkurinn sem þeir Hilmar og Sebastian kepptu í og hafði innanborðs 71 keppanda kom síðastur. Hilmar sló út í þriðju ferðinni Alig Lukas á KTM brekkuklifurshjóli en tapaði svo naumlega í annarri umferð fyrir nítróbrennandi Zollet Giuseppe á 850 KTM Superduke. Í fyrri ferðinni var Hilmar svo óheppinn að þjófstarta, en setti þá besta tímann sinn í mótinu; 4.70 og missti hjólið í mikið stökk fyrir miðri braut í seinni ferðinni og varð að láta af augnablik sem dugði Giuseppe til að síga framúr.

Keppnisbrautin er í talsverðri brekku upp að endahliði, og hallar heilmikið til vinstri séð frá starti. Þessar aðstæður í bland við þessa grjóthörðu gaura á svakalega mikið smíðuðum mótorhjólum gerðu þessa keppni að þeirri allra harkalegustu og brjáluðustu spyrnukeppni sem ég hef séð.

 Óhætt er að segja að það hafi farið um mann, þegar afdrif eins keppandans sem datt útúr endahliðinu voru ljós, en vitað var að hann hafði brotið báðar pípur við hægri úlnlið strax á keppnisstað, en síðar fréttum við af honum einnig brákuðum í baki og úr axlarlið.

Að keppa þessa keppni á FZR hjólinu svona langt útúr sínu sviði, og komast allar ferðirnar klakklaust var ekkert lítið afrek hjá Hilmari, og get ég ekki annað en horft stoltur yfir árangurinn í Sviss.

 Ég læt hér nokkrar myndir fljóta með og heil tvö vídjó ásamt heildarvídjói af keppninni í fyrra, en mér reyndist þrautin þyngri við að mynda, því mikil vinna var að stilla hjólið af fyrir ferðina á milli rollustíga sem voru grafnir um nær allt startið.

www.freeriders.ch     www.sanddragracing.de   

https://youtu.be/aesv4gvoSlE
https://youtu.be/zUZvLgafmJE
https://youtu.be/mlEQEkvhsq4
 
« Last Edit: September 21, 2016, 18:15:54 by maggifinn »

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Hilmar þór í víking til Swiss
« Reply #1 on: September 21, 2016, 21:03:04 »
Bara flott hjá ykkur og til hamingju með að vera hvað fyrstur til að fara út að keppa í spyrnu \:D/ \:D/ \:D/ =D> =D>
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Hilmar þór í víking til Swiss
« Reply #2 on: September 22, 2016, 06:22:31 »
Frábær ferð og góð frásögn.

Til hamingju með soninn, framtiðar ökumann í mótorsporti

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Hilmar þór í víking til Swiss
« Reply #3 on: September 22, 2016, 21:44:45 »
Virkilega gaman að þessu, nú væri gaman að smala út í gott teymi til að keppa í kvartmílu.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Hilmar þór í víking til Swiss
« Reply #4 on: September 23, 2016, 10:47:40 »
Virkilega gaman að þessu, nú væri gaman að smala út í gott teymi til að keppa í kvartmílu.

Við eigum heimboð á Santa Pod :-)