Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Bikarmót í kvartmílu - METADAGUR 17. september 2016

<< < (2/3) > >>

SPRSNK:
Metadagur - bikarmót 17. september - hvernig nýtum við daginn?
 Fyrirkomulagið er til þess fallið að allir keppendur reyni að ná sínum besta tíma í hverri ferð
 - það á við um viðbragðstíma, 1/8 mílu tíma og 1/4 mílu tíma!!


Tímatökur fara fram á milli kl. 11:20 og 14:50.
 Í tímatökum gilda allar 1/4 mílu ferðir inn í aðalkeppni og verður besti tími keppenda þeirra kennitími í keppninni.
  Uppröðun í second chance greinatré verður eftir besta viðbragðstíma keppenda.
 Í tímtökum gildir 1/8 tími hverrar ferðar einnig inn í hraðkeppni fyrir þá sem vilja.
  Uppröðun í second chance greinatré þar verður eftir besta 1/8 tíma.
Tilvalið er að nota tímatökur fyrir æfingar og prófanir einnig.

Aðalkeppni hefst kl. 15:30
 Keyrt verður ¼ míla á full tree
 Keyrt verður í 2 flokkum, bílar og mótorhjól
 Kennitími keppenda er besti 1/4 tími úr tímatökum.
  Leyfilegt er að fara undir kennitíma í keppninni.
  Sá sigrar ferðina sem er næstur sínum kennitíma, hvort sem er yfir eða undir honum.
 Besti viðbragðstími í tímatökum raðar keppendum í sæti í greinatré með second chance fyrirkomulagi.

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 3 sætin í báðum flokkum.

Hraðkeppni hefst kl. 17:05 (að lokinni aðalkeppni).
 Keyrt verður 1/8 míla á pro tree
 Keyrt verður í 2 flokkum, bílar og mótorhjól
 Besti 1/8 tími í tímatökum raðar keppendum í sætií sæti í greinatré með second chance fyrirkomulagi - (enginn kælitími).

Verðlaun verða veitt sigurvegara í hvorum flokk

Verðlaun verða jafnframt veitt fyrir:
 - besta viðbragð dagsins
 - að vera næst sínum kennitíma í keppninni
 - mestu bætingu á sínum besta tíma

SPRSNK:
Skráning í bikarmót í kvartmílu sem fer fram 17. september 2016 er í neðangreindum tengli:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdy4iI_ihk9Dqfdscboyt2cZX2s18mRK_MgOp6c2RIUSxBeMQ/viewform

Jón Bjarni:
Það eru ennþá að koma dropar úr lofti á brautinni, allt er blautt og hvorki vindur né hiti til að þurrka brautina hratt. Við frestum mætingu til kl. 12:00 og metum stöðuna aftur fyrir þann tíma.

Jón Bjarni:
Keppni hefur verið frestað til sunnudags 18. september

Dagskrá:
10:00 Mæting keppanda
10:00 Skoðun hefst
10:30 Pittur lokar
11:00 Skoðun lýkur
11:10 Fundur með keppendum
11:20 Tímatökur hefjast
14:50 Tímatökum lýkur
15:20 Keppendur mættir við sín tæki
15:30 Aðalkeppni hefst
17:00 Aðalkeppni lýkur
17:05 Hraðkeppni hefst
17:25 Hraðkeppni lýkur
17:30 Verðlaunaafhending á pallinum

http://kvartmila.is/is/read/2016-09-17/bikarmot-i-kvartmilu-metadagur-18-september-2016/

SPRSNK:
Sigurvegarar í kvartmílu - mótorhjólaflokki

1. sæti Björn Sigurbjörnsson
2. sæti Rakel Þorgilsdóttir
3. sæti Arnbjörn Kristjánsson

Guðmundur Guðlaugsson sigraði áttungsmílukeppnina í lok dags.
Rakel Þorgilsdóttir fór jafnframt næst kennitíma sem nemur 4/1000 úr sekúndu.

Sigurvegarar í kvartmílu - bílaflokki

1. sæti Harrý Herlufsen
2. sæti Friðrik Daníelsson
3. sæti Kristján Skjóldal

Harrý Hólmgeirsson bætti sinn besta tíma mest fór niður í 7,65sek,
Guðbjartur Magnússon átti besta viðbragðstíma 0,501sek og
Kristján Skjóldal átti bestu 60 fetin 1,064sek.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version