Author Topic: Second Chance  (Read 3988 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Second Chance
« on: August 21, 2016, 19:30:21 »
Það er þarft að kynna betur og vekja meiri umræðu um Second Chance fyrirkomulagið hjá okkur í Kvartmíluklúbbnum, ég ætla að reyna það hér af öllum mínum mætti.

Second Chance kerfið virkar þannig að tapararnir úr hverri umferð, fara í sína eigin keppni sín á milli um að komast áfram í keppninni, meðfram þeim sem sigra.

Eins og sjá má í einfaldasta dæminu á myndinni sem hér fylgir, þá hefst keppni með fjórum keppendum.
Keppendurnir fjórir, keyra þá ferð eitt og ferð tvö.
Sigurvegararnir úr ferðum eitt og tvö fara í ferð þrjú.
Tapararnir tveir úr ferðum eitt og tvö, verða merktir á myndinni L1 og L2, og keppast sín á milli um að komast í ferð fjögur.
Sigurvegarinn í ferð fjögur kemst áfram í ferð fimm, þar sem hann keppir við taparann úr ferð þrjú.

Sigurvegararnir úr ferðum fimm og þrjú keppa svo til úrslita.

Athugið að í þessu ferli hefur annar aðilinn í endanlegum úrslitunum tapað bara einu sinni, en hinn hefur unnið allar sínar ferðir og vel getur verið að þeir hafi jafnvel parast upphaflega saman í ferð eitt eða ferð tvö.

Þessi keppni snýst um að allir aðrir en sigurvegari keppninnar verða að tapa tvisvar. Því er það þannig í lokaúrslitum, að ef sá tapar þar, sem komst í úrslitin taplaus, þarf að keyra aðra ferð til að knýja fram úrslit, því þá standa þeir í lokaúrslitunum báðir með eitt tap, en tvö töp þarf til að slá út.

 Þetta er grunnvirkni Second Chance, tréð sem keyrt er eftir öðlast fleiri greinar eftir því sem keppendum fjölgar en því er erfitt að gera skil í rituðu máli og því reyni ég það ekki hér.
Ég vona að þetta verði til þess að fleiri átti sig á keyrslufyrirkomulaginu, og njóti frekar, en láti pirra sig.

 Og þegar menn og konur hafa lesið sig blá, sjö sinnum af þessu hrafnasparki um Second Chance, þá er upplagt að leggja undir sig hausinn og skoða hversvegna bílarnir í Opna Flokknum leggja ekki af stað á sama tíma:
http://spjall.kvartmila.is/index.php/topic,59681



« Last Edit: August 21, 2016, 19:33:03 by maggifinn »

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Second Chance
« Reply #1 on: August 21, 2016, 20:53:22 »
Takk fyrir að vippa þessu á mannamáli hingað.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas