Author Topic: 3.Reglur Kvartmíluklúbbsins.  (Read 5386 times)

Vefstjóri KK

  • Guest
3.Reglur Kvartmíluklúbbsins.
« on: March 20, 2004, 09:14:22 »
MC – Flokkur.
Flokkslýsing:
Flokkur fyrir Bíla framleidda í USA frá og með 1933, til  og með 1985, sem eru á númerum með óbreytta yfirbyggingu með öllum löglegum götubúnaði virkum.
Ræst skal á jöfnu “full tree”.   Öll keppnistæki skulu geta ekið amk 10km þolakstur fyrir hverja keppni(ákvarðast af keppnisstjóra hverju sinni).   Þeir keppendur sem ekki ná að ljúka þessu detta úr keppni.

Vél:
Verður að vera fjöldaframleidd bílvél sem er sömu gerðar og og strokka fjölda og viðkomandi ökutæki kom upprunalega með.
Skipta má frá 6 strokka yfir í átta strokka, og frá “big block” yfir í “small block” eða öfugt, svo framarlega sem ekki sé sett önnur tegund af vél enn sem var fáanleg í viðkomandi ökutæki.   Færa má vélar milli árgerða.   Auka má slagrúmtak véla um 100 rúmtommur (cid) frá upprunalegri stærð.

Blokk:
Vélarblokk verður að vera úr sama málmi og upphafleg blokk sem var í viðkomandi árgerð af ökutæki sem notað er.   Vélarblokkir úr áli eða álblöndu eru ekki leyfðar, nema að þær hafi komið upprunalega í viðkomandi bíl sömu árgerða og með sömu vélarstærð þá verður blokkin að vera nákvæmelega eins og sú upprunalega sem sé hægt að sanna með verksmiðjunúmerum.   Bora má vélar block sem þurfa þykir einnig má vinna olíugöng og bæta olíkerfi til að bæta endingu vélar.   Ekki má létta vélarblokkir svo að styrkur þeirra minki og geti gert þær hættulegar.   Að öðru leyti má vinni blokkir mála og pólera að vild til að auka styrk og endingu.

Hedd:
Bannað er að breyta útliti hedda með færslu porta, portplötum eða á annan hátt.
Portun á heddum er leyfð svo framarlega að hún breyti ekki útliti hedda þegar þau eru komin á vél.   Fræsa má úr heddun til að koma fyrir “rockerarma” festingum (studs) þegar farið er í stillanlega “rockerarma” úr óstillanlegum(rail type) og til að geta notað stýriplötur (guid plates).   Ekki má víxla heddum á milli tegunda.   Ekki má nota hedd þar sem afstaða rockerarma eða kerta er önnur en original.    Öll hedd má porta og pólera að vild.

Ventlar
Allar breytingar á ventlum eru leyfðar, svo sem:   Stækkun breikkun á legg osf.
Stækkun á ventli er leyfð svo framarlega að ekki þurfi að færa staðsettningu hans frá upprunalegri staðsettningu.   Leyft er að nota allar tegundir efnis í ventla.   Svo sem: “stainless steel”,  titanium, sodium fyllt stál osf.

Rockerarmar
Allar gerðir “rockerarma” eru leyfðar, þar á meðal “roller” armar.   Breyta má frá óstillanlegum yfir í stillanlega.   Ekki má þó breyta frá “stud type” yfir í “shaft type” “rockerarma”.   Leyft er að nota stuðnings slá (stud gridle) þar sem það þarf.

Ventlagormar
Frjálst val er um ventlagorma, læsingar(retaners), og splitti.   Sæti fyrir ventlagorma má vinna að vild og nota má skinnur til að fá rétta hæð gorma.   Ekki er gerð krafa um neitt sérstakt efni í ofnagreindu

Ventlalok
Frjáls val er á ventlalokum hvað varðar: útlit, gerð, efni, hæð, osf.
Eina krafan um ventlalok er að þau þétti, séu lekafrí og komist undir orginal vélarhlíf.

Kambás:
Allar tegundir og gerðir af kambásum eru leyfðar ss: vökva, beinn, roller, osf.
Kambásar frá öðrum framleiðendum en orginal leyfðir.

Undirliftur:
Allar þær tegundir af undirliftum, sem passa við vikomandi tegun af kambás leyfðar.

Tímagír:
Aðeins tímakeðjur og hjól eru leyfð.   Mega þó vera úr stáli, tvöföld og “roller” gerð.
Reimdrif, gírdrif osf sem er ekki eins og framleitt var með upphaflega(not OEM type) bannað.

Sveiferás:
Leyft er að vera með hvaða sveifarás sem er úr hvaða efni sem er með hvaða slaglengd sem er svo framarlega að hann fari ekki fram úr 100 rúmtommu reglunni.
Nota má hvaða efni sem er í sveifarásinn.

Stimpilstangir:
Allar gerðir af stimpilstöngum eru leyfðar nema stangir úr áli eða álblöndu.   Nota má hvaða lengd af stöngum sem er og sem passa við vikomandi sveifarás.   Stimpilstangir má vinna að vild með slípun, pólerun ofl.   Breyta má stöngum úr venjulegum í fljótandi stimpilbolta.   Nota má sterkari stangarbolta og annað sem kann að styrkja stangirnar.

Stimplar:
Allar gerðir orginal og “aftermarket” stimplar eru leyfðir, þar á meðal sérsmíðaðir.
Allar tegundir af efni eru samþykktar í stimplum.   Öll eftirvinnsla á stimplum er leyfð.

Stimpilhringir:
Allar tegundir stimpilhringja sem passa í viðkomandi stimpla eru leyfðar.
“Zero gap”hringir eru leyfðir.   Leyft er að nota hvaða efni sem er í stimpilhringi.

Olíudæla:
Nota má hvaða olíudælu sem er af hvaða gerð sem er.  Dælur sem dæla meira magni og/eða þrýsting leyfðar.
Utanáliggjandi olíudælur leyfðar, verða að vera drifnar af sveifarás.  
“Dry sump” olíudælur og kerfi bönnuð.
Nota má hvaða olíu “pick up” sem er þar á meðal sveiflu “pick up”

Olíukerfi:
“Dry sump” olíukerfi bönnuð.   Að öðru leyti má nota hvaða olíu kerfi sem er frá hvaða framleiðanda sem er.
Olíugöng í vélarblokkum og heddum má grafa út, pólera eða vinna á annan hátt.   Nota má hindranir í olíugöng til að stýra olíuflæði frá heddum að sveifarás osf.   Festa má net fyrir göt og op þar sem hætta er á að brotnir vélarhlutir gætu komist niður að sveifarás.
Allar breytingar á olíukerfi til að auka endingu véla eru leyfðar.

ELDSNEYTISKERFI

Soggrein miðast við einn blöndung.  
Beinar Innspýtingar eru bannaðar, nema að þær hafi verið fáanlegar á þeirri vél þeirrar árgerðar sem viðkomandi ökutæki er, og verður innspýtingin þá að vera orginal (OEM) sem skal sýnt fram á með réttum númerum.
Þegar talað er um einn blöndung er oftast rætt um fjögura hólfa blöndung, og eru þá taldir með “Predator” og aðrir þvílíkir blöndunga.   Val á blöndungum það er gerð, stærð eða tegund er frjálst.
Ef bílar hafa komið original með fleiri en einum blöndung á þeirri véla tegund sem notuð er skal leyft að nota samskonar búnað sem þarf þá að vera frá sama framleiðanda og viðkomandi vél/bíll og hafa verið fáanlegur á viðkomandi vél.   EF fjölblöndunga sogrein er ekki til frá framleiðanda undir “OEM” númeri er heimilt að nota sambærilegan búnað frá öðrum framleiðendum svo framarlega sem hann lítur eins út og er viðurkennd endurframleiðsla á upprunalega hlutnum.
Engin soggrein má vera svo há að hún passi ekki undir óbreytta vélarhlíf ökutækis, og ekki má heldur hækka blöndunga svo mikið að þeir komist ekki undir óbreytta vélarhlíf.
Forþjöppur bannaðar.
Nitro gas N2O bannað

Blöndungur:
Engin takmörk eru fyrir stærð blöndunga ef um einn blöndung er að ræða.
Blöndunga má vera búið að vinna að vild.   Sérsmíðaðir blöndungar eru leyfðir.

Bensíndæla:
Aðeins ein bensíndæla er leyfð og verður hún að vera drifin áfram af bílvélinni, eða með
Rafmgni.   Nota má bensindælur sem dæla meiri þrýsting og/eða magni.
Nota má dælur frá hvaða framleiðanda sem er.
Sveifarásknúnar bensíndælur (innspýtinga dælur) bannaðar.  Nema að þær hafi verið til staðar upprunalega frá framleiðanda.

Bensínleiðslur:
Bensín leiðslur skulu ekki vera sverari en 1/2”.Ef skipt er um bensín lagnir verða nýju lagnirnar að vera úr samskonar efni og þær gömlu.   Mælt er með að bensín leiðslur séu varðar þar sem þær fara framhjá skiptingu kasthjóli/converter, viftuspaða og damper.
Sjá aðalreglur 1:5

Bensínsýur:
Frjást er að nota eins margar bensínsýur og hver vill eða enga.   Stærð, lögun og tegund skiftir ekki máli.

Bensíntankur:
Bensíntankur verður að vera original eða eins og original.   Ef ekki er upprunalegur tankur til staðar verður sá sem fyrir hann er að líta eins út, taka sama magn, og vera í sömu festingum, og sá upprunalegi.   Bensínleiðslur verða að vera teknar út úr tankinum á upprunalegum stað.   “Sump” er bannað.

Lofthreinsari:
Lofthreinsari er aukahlutur og ráða menn hvort hann er notaður eða ekki.

Eldsneiti:
Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð.

KVEIKIKERFI:

Kveikja:
Hámark má nota eina kveikju, og skal hún vera annað hvort rafeinda eða platínu.
Magnetu kveikjur skulu vera tengdar við sviss (straumlás) ökutækis.
“Crank trygger” er bannað.
Platínu kveikja má vera með eins mörgum platínum og hver vill, einnig má tengja kveikjumagnara við hana.
Rafeindakveikja(electronic igniton) má vera af hvaða gerð sem er og frá hvaða framleiðanda sem er, með eða án utanáliggjandi magnara.
Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við brautarstart.
GM HEI kveikjur eru leyfðar enda teljast þær til rafeinda kveikju.
Ekki má breyta staðsettningu á kveikju frá original.

Háspennukefli:
Hvaða háspennukefli sem er má nota svo framarlega sem það sé aðeins eitt og passi við viðkomadi kveikju.

Þræðir:
Allir kertaþræðir orginal eða eftirframleiddir (aftermarked) eru leyfðir.

Kerti:
Allar tegundir kerta (gneistatappa)leyfðar.

ÚTBLÁSTURSKERFI

Flækjur:
Pústflækjur má setja í staðinn fyrir greinar.   Leyft er að klippa úr innribrettum fyrir flækjum Og má ekki vera meira bil en 15mm frá röri að brún á gati.
Sverleiki á rörum er frjáls, og einnig sverleiki á safnara.   Safnari (collector) má ekki vera lengri en 60cm.

Púströr:
Púströr skulu ná út fyrir yfirbyggingu bíls svo að hægt verði að fá á þau skoðun.
Sverleiki röra má ekki fara yfir 2,5” að innanmáli.
H/X-pípa er leyfð.
Hámark tvöfalt kerfi

Hljóðkútar:
Allar tegundir hljóðkúta leyfðar.

GÍRKASSI

Gírkassi beinskiftur má mest hafa fimm gíra áfram og einn afturábak.   Ef notaður er fimm gíra kassi þá verður viðkomandi árgerð af bíl með vikomandi vélargerð að hafa fengist með fimm gíra kassa og verður kassin þá að vera eins og sá upprunalegi samkvæmt númerum.

Skiftir:
Nota má hvaða eftirmarkaðs skiftir sem er eða standard skiftir.  
Fjarlægja má stokk milli framsæta til að koma fyrir skifti.

Kúplingshús:
Sprengihelt kúplingshús samkvæmt staðli æskilegt.
Ef notað er standard hús er æskilegt að gólf sé styrkt.
Sjá aðalreglur:  2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Kúpling:
Frjálst er að nota hvaða kúplingu og kasthjól sem er.
Fjöldiska kúplingar eru þó bannaðar.
Æskilegt er að kúpling og kasthjól sé samkvæmt staðli.
Sjá aðalreglur:  2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Sjálfskipting:
Nota má hvaða tveggja eða þriggja þrepa sjálfskiptingu sem er.
Fjögura þrepa skiptingar eru bannaðar nema að þær hafi verið framleiddar fyrir viðkomandi bíl og vélartegund af viðkomandi árgerð sem yrði að sýna með númerum að væri rétt.
Nota má “trans pack” eða “manual” ventlabox í sjálfskiptingar.
“Trans brake” er bannað.   Að öðru leiti eru allar breytingar á sjálfskiptingu leyfðar.
Sjá aðalreglur:  2:3, 2:5, 2:6, 2:10.
Converter:
Keppnis vökvatengsl (converter) eru bönnuð.
Lágmarksstærð á “converter er 10”.
Breyta má converterum en passa verður að minnka ekki húsin niður fyrir 10”.
Sjá aðalreglur:  2:3, 2:5, 2:6, 2:10.
Hlífar:
Æskilegt er að hafa bæði kashjólshlíf og skiptingahlíf samkvæmt staðli, eða löglega mottu utan um skiptingu í keppni.
Sjá aðalreglur:  2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

DRIFRÁS:

Drifskaft:
Æskilegt er að Baula sé utan um drifskaft á öllum bílum í þessum flokki, og skal hún staðsett samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda og reglum KK.
Baula utan um drifskaft er skylda í öllum bílum sem fara hraðar en 12,99sek eða 100mílur.
Sjá aðalreglur:  2:4.

Hásing&Drif:
Frjálst val er á hásingum sem þýðir að setja má eina tegund af hásingu undir aðra tegund af bíl.
Hásing skal þó aldrei vera lengri eða styttri en sú sem var orginal undir bílnum.
Nota má hvaða drifhlutfall sem er.   Læst drif leyfð.   Þó er bannað að nota spólulæsingar, soðin eða steypt mismunadrif eru bönnuð.
Æskilegt er að notaðir séu sterkari öxlar og sterkar boltar fyrir felgur.

BÚKKAR & FJÖÐRUN:

Fjöðrun og fjaðrakerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl.
Fjöðrunarkerfi verður að vera eins og hver tegund og gerð kom með frá verksmiðju.
Þetta á við bæði um fram og aftur fjöðrun.
Staðsettning fjöðrunarkerfis verður einnig að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerð.
Ekki má færa fjaðrafestingar eða breyta þeim á nokkurn hátt.
Breyta má stífleika fjaðra, gorma, vindustanga osf, bæta má blöðum í blaðfjaðrir eða fjarlægja eftir þörfum.   einnig má míkja eða stífa gorma/vindustangir eftir þörfum.

Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Bannað er að nota “four link” eða “ladder link”
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.
Sjá aðalreglur:  3:5.

Demparar:
Einn virkur dempari verður að vera á hvert fjaðrandi hjól.
Keppnis demparar bannaðir.   Það er allir demparar sem ekki eru ætlaðir í götuakstur.
Að öðruleiti er hlutfall dempar frjálst og notkunn gasdempara er leyfð.
Ekki má bora dempara eða tappa af þeim vökva eða gasi.

YFIRBYGGING:

Yfirbyggingu má ekki breyta á nokkurn hátt frá upprunalegri smíði frá verksmiðju.
Allar léttingar og plast hlutir eru bannaðir með eftirfarandi undantekkningum.
Nota má plast frambretti svo framarlega sem mismun á þyngd þeirra og orginal bretta sé bætt við framan í bílinn á ca þeim stað sem hún hefði verið.
Nota má plast húdd svo framarlega að það sé ekki með neinum öðrum opnunum en þeim sem voru til orginal á viðkomandi árgerð, gerð og tegund.   Ef um opnun (scoop) er að ræða á vélarhlíf hvort sem hún er þar original eða hefur verið sett á má hún ekki vera að neinu leyti öðruvísi en original hægt var að fá á viðkomandi tegund, gerð og árgerð.
Nota má áfastar opnanir(scoop) á vélarhlíf ef þær eru samkvæmt því sem hér fór á undan.
Innribretti og hjólskálar verða að vera upprunalegar eða eins og upprunalegar og þá úr sömu efnum eins og upprunalega.   Allar breytingar á hjólskálum og innribrettum bannaðar.

Innrétting:
Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu eða eins og upprunalegri innréttingu.   Bannað er að fjarlægja eða færa til nokkurn hluta innréttinar þar með talið teppi.   Klæða má innréttingu að vild og breyta þannig að hún ekki léttist.
Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda.
Skifta má út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsettningu.
Taka má burt stokk milli framsæta eða hluta hans til að koma fyrir skifti.
Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga.   Ganga verður snyrtilega frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir.
Staðlaðir keppnisstólar eru skylda í öllum bílum sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 120mílna (200km) hraða.
Allir keppnisstólar skulu festir samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

Belti:
Allir bílar verða að vera með amk þriggj punkta öryggisbelti.
Þeir bíla sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 120mílur skulu hafa 5 punkta keppnisbelti.


Veltigrind/búr:
      
Veltigrind er skylda í öllum bílum sem fara  11,99sek og/eða 120mílum (200km) eða betur.   Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 9,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir.   Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

Grind:
Allar breytingar á grind eru bannaðar.   Þó er leyfilegt að styrkja grindur.

Stýri:
Bannað er að skifta frá orginalstýrisvél(snigill og sektor) og setja í staðinn tannstöng eða öfugt.   Leyft er að skifta frá “power stýri yfir í “manual” og öfugt.   Minnsta særð á stýrishjóli er 13” (34cm).

DEKK & FELGUR:

Felgur:
Allar gerðir af felgum leyfðar.   Felgur mega ekki vera minni en 13” og ekki stærri en 16”.   Nema að það hafi verið original fáanlegt á viðkomandi bíl árgerð og gerð.
Hafa má hvaða breidd af felgum sem er.   Þó mega þær ekki ná út fyrir yfirbyggingu.

Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera “DOT” merktir.   Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28”.   Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð.   Ofangreint gildir líka um framdekk.

ÖKUMAÐUR:

Ökumaður verður að sitja í original staðsettu ökumannssæti og vera með staðlaðan hjám á höfði.
Allir bílar sem fara undir 12,99sek og/eða 100mílum (160km) verða að hafa sæti með háu baki eða höfuðpúða.
Allir bílar sem fara undir 11,99sek og/eða 120mílur (200km) verða að vera með viðurkennda keppnisstóla, sem festir eru samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.
Tregbrennandi keppnisgalli æskilegur.
Tregbrennandi keppnisgalli samkvæmt staðli:  SFI/Spec 3/2-A-1 skylda í öllum bílum á tímum undir 11,99sek og/eða 120 mílum (200km).
Tregbrennandi keppnisgalli samkvæmt staðli SFI/Spec 3/2-A-5 skylda í öllum bílum sem fara neðar en 9,99sek og/eða 150mílur.

LETUR:

Ekki er leyft að vera með neitt letur eða merki á yfirbyggingu bíls.
Þegar talað er um letur er átt við auglýsingar.
Minni miðar eru leyfðir í hófi.
Letur þar með taldar auglýsingar má setja í rúður ökutækis þó ekki þannig að hindri útsýni og skyggi á keppnismerkingar.

Styrktaraðilar:
Styrktaraðilar eru leyfðir, þó mega auglýsinga ekki vera á öðrum stöðum en á glugggum ökutækis. (sjá að ofan)

RS/ Flokkur.

Flokkslýsing:
RS eða Rally Sport, er flokkur fólksbíla sem smíðaðir eru eftir 1980, með 4000cc (4,0l) 4 og 6strokka vélum uppreiknuðum eða minni.    Bílar með drif á fjórum hjólum leyfðir sem eru með vélar 2000cc (2,0L) eða minni óuppreiknað.   Aðeins er leyfð ein forþjappa á hverja vél hvort sem það er afgasforþjappa “turbocharger, eða reimdrifin forþjappa “supercharger”.   Þegar talað er um uppreiknun á vél er verið að tala um forþjöppur sem er reiknað :vélarstærð x 1,7 = X.  Wankel Rotary:  Vélarstærð(cc) x 2,2 = X.   Ef um Wankel með forþjöppu er að ræða þá cc x 2,2=X x 1,7=X.
Ekki er um uppreiknun að ræða þegar um er að ræða bíla án forþjöppu. “natural aspiret”.
Þessi flokkur er einnig fyrir bíla með vélarstærð að 3800cc (3,8L) með reimdrifinni forþjöppu “supercharger” “Eaton” eða “Magnuson” gerð og drifi á einum ás, aftan eða framan, sem eru framleiddir upprunalega með slíkum búnaði.   Bílar með vélar 1600cc (1,6 L) og minni án forþjöppu mega nota nítró innspýtingu.   Allir bílar verða að vera á númerum, löglegir til götuaksturs með rétta skoðun.   Undantekningar á þessu má lesa í reglum hér að neðan.  
Ræst skal á jöfnu með “full tree”
Merking:RS/númer.

VÉL:

Verður að vera samskonar blokk og kom í bílnum upprunaleg frá verksmiðju, með sama þjöppuhlutfall í stimplum og er gefið upp original.   Setja má forþjöppur á bíla sem ekki koma original með forþjöppur.   Ekki má breyta bílum með blöndung í innspítingu eða öfugt.    Ekki má auka slagrúmtak vélar óuppreiknað frá því sem gefið er upp original í viðkomandi bíl frá verksmiðju.
Setja má forþjöppur á vélar sem ekki voru með forþjöppu original.
Undantekning frá þessu eru vélar sem eru 3800cc (3,8L) eða minni og eru original með reimdrifna forþjöppu “supercharger” “Eaton” eða “Magnuson” gerð í þeim bíl sem þær komu upprunalega í frá verksmiðju.

Blokk:
Vélarblokk skal vera sömu gerðar og tegundar og viðkomandi bíll kom með frá verksmiðju.   Ekki má breyta blokk á nokkurn hátt nema til að fá betra olíuflæði.
Aðeins venjuleg slitútborun er leyfð á vélarblokk.

Sveifarás:
Aðeins upprunalegir eða eins og upprunalegir sveifarásar  leyfðir.   Þó er leyfilegt að nota hvaða efni í sveifarás sem er.
Ekki má auka slaglengd sveifaráss.   Aðeins slitrennsla á sveifarás leyfð.

Hedd:
Frjálst val er á heddum.   Öll vinnsla á heddum er leyfð, svo framarlega að hún breyti ekki útliti þeirra.
Frjálst val er á ventlum, ventlagormum, rockerörmum osf…..
Leyfilegt er að stækka og vinna ventla að vild.

Ventlalok:
Allar gerðir og tegundir ventlaloka leyfðar.

Kambás:
Frjálst val er á kambásum.
Þó má ekki breyta vökva yfir í mekaníst.

Undirliftur:
Frjálst val.

Tímagír:
Frjáls val á tímagírum, beltum, reimum, keðjum, osf…..

Stimpilstangir:
Frjálst val er á stimpilstöngum, svo framarlega að þær breyti ekki hlutföllum í mótor frá original, eða breyti slaglengd eða þjöppu.

Stimplar:
Setja má hvaða gerð af stimplum í mótorinn í hvaða slitútborun sem er, svo lengi sem þeir breyta ekki þjöppu frá uppgefinni þjöppu í viðkomandi útgáfu af  vél frá verksmiðju.

Stimpilhringir:
Allar gerðir og tegundir stimpilhringja leyfðar.

Olíudæla:
Nota má olíudælu sem dælir auknu magni og eða þrýsting.
“Dry sump” olíudælur eru bannaðar nema að viðkomadi bíll hafi verið fáanlegur með slíkri dælu frá verksmiðju.

Olíukerfi:
“Dry sump” olíukerfi bönnuð nema að viðkomandi bíll hafi verið fáanlegur með því frá verksmiðju.
Að öðru leyti er frjálst að nota hvaða olíu kerfi sem er frá hvaða framleiðanda sem er.
Einnig má vinna og slípa olíugöng í blokkum, heddum, osf….  Til að fá sem besta endingu vélar.

Tölvur:
Allar original tölvur sem tengdar eru:  vél, innspýtingu, kveikju,osf….   Skulu virka.
Breytinar, endurforritun og ísettning á tölvukubbum er leyfð.   Eftirmarkaðs tölvukubbar og/eða örflögur leyfðar.

Trissur.
Skifta má um driftrissur sem drífa:   vatnsdælu, rafal,vökvastýri, osf…. Og setja niðurgíraðar trissur í þeirra stað.

ELDSNEYTISKERFI:

Soggrein:
Frjáls val er á soggrein, þó verður hún að komast undir vélarhlíf.

Blöndungar/
Innspýtingar:
Breyta vél með blöndungi yfir í innspýtingu og öfugt.
Aðeins má nota innspýtingar sem eru original eða eins og original (það er mekaníska eða elektróníska þar sem það á við).  
Sama gildir um blöndunga.   Þó má stækka rúmtak þeirra eða skifta og fá stærri sömu gerðar.   Ekki má skifta frá standard yfir í spredbore eða öfugt.
Breyta má innspýtingum eins og hver vill: það er spýssum, rúmtaki, inntaki, osf….

Bensínleiðslur:
Allar tegundir og sverleikar af viðurkenndum bensínleiðslum eru leyfðar.
Sjá aðalreglur 1:5

Bensínsýur:
Frjálst er að nota eins margar bensínsýur eins og hver vill eða sleppa þeim.
Allar gerðir og tegundir af viðurkenndum bensínsýum leyfðar.

Bensíntankur:
Bensíntankur verður að vera original eða eins og original.   Ef ekki er upprunalegur tankur notaður verður sá sem notaður er að líta eins út, taka sama magn og vera í sömu festingum og sá upprunalegi.   Bensínleiðslur verða að vera teknar út úr tankinum á upprunalegum stað.   “sump” er bannað.

Lofthreinsari:
Lofthreinsari er aukahlutur og ráða keppendur hvort hann er notaður eða ekki.

Forþjöppur:
Frjálst val.   Hvort sem um er að ræða original eða eftirmarkaðs afgasforþjöppur (turbo) eða reimdrifnar (supercharger).   Allar forþjöppur verða að komast undir upprunalega vélarhlíf.   Sjá:  Vél.

Millikælir:
Millikælir er aukahlutur og er því hverjum sem er frjálst að nota hann eða ekki.
Þá má einnig setja millikæla í vélar sem ekki voru original með þeim búnaði.
Eldsneyti:
Aðeins það bensín leyft sem fæst á bensínstöðvum og er afgreitt af dælu.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð.
Nítro (N2O) leyft á vélun að 1600cc (1,6L), án forþjöppu.

KVEIKIKERFI:

Kveikja:
Allar tegundir kveikikerfa eru leyfðar.

Háspennukefli:
Allar tegundir háspennukefla leyfðar.

Kertaþræðir:
Allar tegundir kertaþráða leyfðar.

Kerti:
Allar tegundir kerta leyfðar.

ÚTBLÁSTURSKERFI:

Pústflækjur leyfðar, þó má ekki klippa úr yfirbyggingu til að koma þeim fyrir.

Púströr:
Púströr skulu ná útfyrir yfirbyggingu bíls.    Sverleiki á rörum má ekki vera meiri en 4” (10,16cm) á einföldu kerfi og 3” (7,62cm) á tvöföldu kerfi.
Pústkerfi skal þó smíðað þannig að það sé hægt að fara með það beint úr keppni á viðurkennda skoðunarstöð og það fái fulla skoðun.

Hljóðkútar:
Hljóðkútar verða að vera til staðar og skoðun verður að fást á þá hjá viðurkenndri skoðunnarstöð.
Aðeins fjöldaframleiddir hljóðkútar leyfðir.

GÍRKASSI:

Frjáls val er á gírkassa/sjálfskiftingu.

Skiftir:
Nota má hvaða skifti sem er sem á við viðkomadi gírkassa/sjáfskiftingu.

Kúpling/
Converter:
Nota má hvaða kúplingu/converter sem er.

DRIFRÁS:

Frjáls val er á hásingum og drifum.
Læsingar í drif eru leyfðar.
Rafsoðin drif bönnuð, spólulæsingar bannaðar.

Drifskaft:
Æskilegt er að baula sé utan um drifskaft á bílun neð afturdrif.
Skilda er að hafa baulu utan um drifskapt á afturdrifsbílum ef bíllinn er kominn niður fyrir 12,99sek og/eða 100 mílna hraða eða notar slikka/götuslikka.
Sjá aðalreglur 2:4.

BÚKKAR & FJÖÐRUN:

Fjöðrum og fjaðrakerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl.
Fjöðrunakerfi verður að vera eins og hver tegund og gerð kom með frá verksmiðju.
Þetta á við bæði um fram og afturfjöðrun.
Staðsettning fjöðrunarkerfis og festinga verður að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerð.Breyta má stífleika  fjaðra, gorma vindustanga osf….
Ekki má nota einblöðung sem afturfjöðrun.

Demparar:
Frjálst val er á dempurum:

Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Bannað er að nota annað en original “four link” eða “ladder link”, nema að bíllinn hafi komið upprunalega með svoleiðis búnaði frá framleiðanda.
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.

YFIRBYGGING

Yfirbygging verður að vera eins og original hvað efni, stærð og útlit varðar.
Setja má þó á vængi og vindskeiðar sem seldar eru á almennum markaði og smíðaðar eru fyrir viðkomandi bíl.
Einnig er leyfilegt að setja aukaopnun (cowl induction) á vélarhlíf ef hún er hulin og máluð í sama lit og bíllinn.   Plast vélarhlífar með “cowl induction” leyfðar.

Innrétting:
Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu þmt teppi stóla klæðning osf…
Leyfilegt er að klæða innréttingar og bólstra.
Skipta má út framstólum fyrir keppnistóla(mælt er með að það sé gert) sem verða að vera í upprunalegri staðsettningu.
Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga, en ganga verður snyrtilega frá því gati sem myndast milli ökumannsrýmis og farangursrýmis með “eldvegg”.
Sjá aðalreglur 7:5.

DEKK & FELGUR:

Allar gerðir af felgum leyfðar, mega þó ekki vera minni en 13” nema að bíllinn hafi komið original á þeim frá verksmiðju.
Felgur mega ekki ná út fyrir yfirbyggingu bíls.

Dekk:
Bílar með drifi að framan mega  nota slikka.
Bílar með drifi að aftan mega nota slikka.
Fjórhjóladrifsbílar mega aðeins nota venjuleg götudekk.   Öll “soft compound” dekk hvort sem það eru slikkar eða götuslikkar, “radial” eða “diagonal” eru bönnuð á bílum með drifi á öllum hjólum.
Dekk mega aldrei standa út fyrir yfirbyggingu bíls.
Öll DOT dekk skulu hafa amk 2mm mynsturs dýpt.
Slikkar skulu hafa amk 1mm eftir í slitholum þar sem þeir eru mest slitnir.
Sjá aðalreglur 5:1.

ÖKUMAÐUR:

Ökumaður skal sitja í ökumannssæti sem er í sömu staðsettningu og orginal, og vera með löglegan og staðlaðan hjálm á höfði.
Tregbrennandi keppnisgalli æskilegur.
Keppnisgalli samkvæmt staðli SFI Spec 3/2-A-1 Skylda í öllum bílum sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 110mílur.
Keppnisgall samkvæmt staðli SFI Spec 3/2-A-5 skylda í öllum bílum sem fara niður fyrir 9,99sek og/eða 150mílur.

Hjálpartæki:
Öll hjápartæki til að aðstoða ökumann við brautarræsingu eru bönnuð.

Öryggisbelti:
Allir bílar verða að vera útbúnir með amk.  Þriggja punkta beltum.
Allir bílar sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 120mílur verða að vera með 5. Punkta keppnis belti.
Allir bílar sem fara niður fyrir 11,99sek og eða 120mílur verða að vera með staðlaðann keppnisstól sem festur er samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

GT flokkur.

Flokkslýsing:
GT eða Gran Turismo, er flokkur fólksbíla sem smíðaðir eru eftir 1980.
Með 4, 6, og 8 strokka vélum með eða án forþjöppu, með drif á einum ás eða öllum fjórum hjólum.
Allir bílar verða að vera á númerum, löglegir til götuaksturs með rétta skoðun.   Undantekningar á þessu má lesa í reglum hér að neðan.  
Ræst skal á jöfnu með “full tree”
Merking:GT/númer.

VÉL:

Verður að vera samskonar blokk og kom í bílnum upprunaleg frá verksmiðju   Setja má forþjöppur á bíla sem ekki koma original með forþjöppur.   Ekki má auka slagrúmtak vélar óuppreiknað frá því sem gefið er upp original í viðkomandi bíl frá verksmiðju.
Setja má forþjöppur á vélar sem ekki voru með forþjöppu original

Blokk:
Vélarblokk skal vera sömu tegundar og viðkomandi bíll kom með frá verksmiðju.   Ekki má breyta blokk á nokkurn hátt nema til að fá betra olíuflæði.
Aðeins venjuleg slitútborun er leyfð á vélarblokk.

Sveifarás:
Aðeins upprunalegir eða eins og upprunalegir sveifarásar  leyfðir.   Þó er leyfilegt að nota hvaða efni í sveifarás sem er.
Ekki má auka slaglengd sveifaráss.   Aðeins slitrennsla á sveifarás leyfð.

Hedd:
Frjálst val er á heddum.   Öll vinnsla á heddum er leyfð, svo framarlega að hún breyti ekki útliti þeirra.
Frjálst val er á ventlum, ventlagormum, rockerörmum osf…..
Leyfilegt er að stækka og vinna ventla að vild.

Ventlalok:
Allar gerðir og tegundir ventlaloka leyfðar.

Kambás:
Frjálst val er á kambásum.

Undirliftur:
Frjálst val.

Tímagír:
Frjáls val á tímagírum, beltum, reimum, keðjum, osf…..

Stimpilstangir:
Frjálst val er á stimpilstöngum, svo framarlega að þær breyti ekki hlutföllum í mótor frá original, eða breyti slaglengd eða þjöppu.

Stimplar:
Setja má hvaða gerð af stimplum í mótorinn í hvaða slitútborun sem er.

Stimpilhringir:
Allar gerðir og tegundir stimpilhringja leyfðar.

Olíudæla:
Nota má olíudælu sem dælir auknu magni og/eða þrýsting.
“Dry sump” olíudælur eru bannaðar nema að viðkomadi bíll hafi verið fáanlegur með slíkri dælu frá verksmiðju.

Olíukerfi:
“Dry sump” olíukerfi bönnuð nema að viðkomandi bíll hafi verið fáanlegur með því frá verksmiðju.
Að öðru leiti er frjálst að nota hvaða olíu kerfi sem er frá hvaða framleiðanda sem er.
Einnig má vinna og slípa olíugöng í blokkum, heddum, osf….  Til að fá sem besta endingu vélar.

Tölvur:
Allar original tölvur sem tengdar eru:  vél, innspýtingu, kveikju,osf….   Skulu virka.
Breytinar, endurforritun og ísettning á tölvukubbum er leyfð.   Eftirmarkaðs tölvukubbar og/eða örflögur leyfðar.

Trissur.
Skifta má um driftrissur sem drífa:   vatnsdælu, rafal, vökvastýri, osf…. Og setja niðurgíraðar trissur í þeirra stað.

ELDSNEYTISKERFI:

Frjáls val er á soggrein, þó verður hún að komast undir vélarhlíf.

Innspýtingar/Blöndungar:
Breyta má vél með blöndungi yfir í innspýtingu og öfugt.
Aðeins má nota innspýtingar sem eru original eða eins og original.   Eftirmarkaðs innspýtingar leyfðar.
Sama gildir um blöndunga.   Þó má stækka rúmtak þeirr eða skifta og fá stærri sömu gerðar.  
Breyta má innspýtingum eins og hver vill: það er spýssum, rúmtaki, inntaki, osf….

Bensínleiðslur:
Allar tegundir og sverleikar af viðurkenndum bensínleiðslum eru leyfðar.
Sjá aðalreglur 1:5.

Bensínsýur:
Frjálst er að nota eins margar bensínsýur eins og hver vill eða sleppa þeim.
Allar gerðir og tegundir af viðurkenndum bensínsýum leyfðar.

Bensíntankur:
Bensíntankur verður að vera original eða eins og original.   Ef ekki er upprunalegur tankur notaður verður sá sem notaður er að líta eins út, taka sama magn og vera í sömu festingum og sá upprunalegi.   Bensínleiðslur verða að vera teknar út úr tankinum á upprunalegum stað.   “sump” er bannað.

Lofthreinsari:
Lofthreinsari er aukahlutur og ráða keppendur hvort hann er notaður eða ekki.

Forþjöppur:
Frjálst val.   Hvort sem um er að ræða original eða eftirmarkaðs afgasforþjöppur (turbo) eða reimdrifnar (supercharger).   Breytingar á gírun á reimdrifnum forþjöppum og /eða stærð á afgasforþjöppum leyfð.

Millikælir:
Millikælir er aukahlutur og er því hverjum semer frjálst að nota hann eða ekki.
Þá má einnig setja millikæla í vélar sem ekki voru original með þeim búnaði.
Eldsneyti:
Aðeins það bensín leyft sem fæst á bensínstöðvum og er afgreitt af dælu.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð.
Nítro bannað.

KVEIKIKERFI:

Allar tegundir kveikikerfa eru leyfðar.

Háspennukefli:
Allar tegundir háspennukefla leyfðar.

Kertaþræðir:
Allar tegundir kertaþráða leyfðar.

Kerti:
Allar tegundir kerta leyfðar.

ÚTBLÁSTURSKERFI:

Pústflækjur leyfðar, þó má ekki klippa úr yfirbyggingu til að koma þeim fyrir.

Púströr skulu ná útfyrir yfirbyggingu bíls.    Annars er sverleiki og lögun frjáls.
Pústkerfi skal þó smíðað þannig að það sé hægt að fara með það beint úr keppni á viðurkennda skoðunarstöð og það fái fulla skoðun.

Hljóðkútar:
Hljóðkútar verða að vera til staðar og skoðun verður að fást á þá hjá viðurkenndri skoðunnarstöð.

GÍRKASSI:

Frjáls val er á gírkassa/sjálfskiftingu.

Skiftir:
Nota má hvaða skifti sem er sem á við viðkomadi gírkassa/sjáfskiftingu.

Kúpling/
Converter:
Nota má hvaða kúplingu/converter sem er.

DRIFRÁS:

Frjáls val er á hásingum og drifum.
Læasingar í drif eru leyfðar.
Rafsoðin drif bönnuð, spólulæsingar bannaðar.

Drifskaft:
Æskilegt er að baula sé utan um drifskaft á bílun neð afturdrif.
Skylda er að hafa baulu utan um drifskaft á bílum sem nota slikka/götuslikka og/eða eru komnir niður fyrir 12,99sek og /eða 110mílur.
Sjá aðalreglur 2:4.

BÚKKAR & FJÖÐRUN:

Fjöðrum og fjaðrakerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl.
Fjöðrunakerfi verður að vera eins og hver tegund og gerð kom með frá verksmiðju.
Þetta á við bæði um fram og afturfjöðrun.
Staðsettning fjöðrunarkerfis og festinga verður að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerð.Breyta má stífleika  fjaðra, gorma vindustanga osf….
Ekki má nota einblöðung sem afturfjöðrun.

Demparar:
Frjálst val er á dempurum:

Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Bannað er að nota annað en original “four link” eða “ladder link”.
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.

YFIRBYGGING

Yfirbygging verður að vera eins og original hvað efni, stærð og útlit varðar.    
Setja má þó á vængi og vindskeiðar sem seldar og smíðaðar eru fyrir viðkomandi bíl.
Einnig er leyfilegt að setja aukaopnun (cowl induction) á vélarhlíf ef hún er hulin og máluð í sama lit og bíllinn, “cowl induction” má þó aldrei vera hærra en 4” (10,16cm).
Vélarhlíf má vera úr öðru efni en yfribygging ökutækis.

Innrétting:
Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu þmt teppi stóla klæðning osf…
Leyfilegt er að klæða innréttingar og bólstra.
Skifta má út framstólum fyrir keppnistóla sem verða að vera í upprunalegri staðsettningu.
Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga, en ganga verður snyrtilega frá því gati sem myndast milli ökumannsrýmis og farangursrýmis.

DEKK & FELGUR:

Allar gerðir af felgum leyfðar, mega þó ekki vera minni en 13” nema að bíllinn hafi komið original á þeim frá verksmiðju.
Felgur mega ekki ná út fyrir yfirbyggingu bíls.

Dekk:
Allar tegundir dekkja leyfðar fyrir bíla með afturdrif þar á meðal slikkar sem mega þó ekki fara upp fyrir 28” á hæð og 9” á breidd.
Bílar með drifi að framan mega ekki nota slikka nema þá sem sérstaklega eru gerðir fyrir framdrifs bíla.
Bílar með drifi á öllum hjólum mega eingöngu nota radial dekk, en er þó leyft að nota radial götuslikka.
Öll framdekk verða að vera merkt “DOT”.
Dekk mega aldrei standa út fyrir yfirbyggingu bíls.
Lágmarks mynsturdýpt í DOT dekkjum er 2mm og á slikkum mega slitholur ekki vera grynnri en 1mm.
Sjá aðalreglur 5:1.

ÖKUMAÐUR:

Ökumaður skal sitja í ökumannssæti sem er í sömu staðsettningu og orginal, og vera með löglegan og staðlaðan hjálm á höfði.
Tregbrennandi keppnisgalli æskilegur.
Keppnisgalli samkvæmt staðli SFI Spec 3/2-A-1 skylda í bílum sem fara í 11,99sek og/eða 120mílur.
Keppnisgalli samkvæmt staðli SFI Spec 3/2- A-5 skylda í öllum bílum sem fara í 9,99sek og/eða 150mílur.

Hjálpartæki:
Öll hjápartæki til að aðstoða ökumann við brautarræsingu eru bönnuð.

Öryggisbelti:
Allir bílar verða að vera útbúnir með amk.  Þriggja punkta beltum.
Allir bílar sem fara niður fyrir 11,99sek verða að vera með 5. Punkta keppnis belti.
Allir bílar sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 120 mílur verða að vera með samþykktan keppnisstól sem festur er eftir leiðbeiningum framleiðanda.

GÖTUBÍLAFLOKKUR

FLOKKALÝSING

Flokkur fyrir bíla sem keyrðir eru á götum,með fulla skoðun og löglegir skv. Íslenskum lögum og tilbúnir til skoðunar í löglegri skoðunarstöð.   Keppnistæki skulu auðkennd með:   SE/ og númeri ökumanns.   Eftirfarandi Þyngdartakmörk eru í flokknum:  
Ökutæki með vélarstærð að 415cid,  1350kg (2970 lbs).
Ökutæki með vélarstærð yfir 415cid,  1550kg (3410 lbd).
Hámarks vélarstærð 515cid
Ræsikerfi:   “Full tree

MÁL OG STAÐLAR

VÉL: 1

 Skal vera bílvél.   Allar mekanískar tjúningar leyfðar nema takmörkun er á forþjöppum.   Sjá forþjöppur.
Slagrúmatk vélar má ekki fara yfir 515cid.

ÚTBLÁSTURSKERFI:
Útblásturskerfi verður að vera til staðar í bílum í keppni samkvæmt reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi.   Kerfið má ekki beinast að vagni eða dekkjum , og vera tilbúið til skoðunar hjá viðurkenndri skoðunar stöð hvenær sem þurfa þykir.   Hámarks sverleiki röra er 4”(10,16cm).

ELDSNEYTISKERFI:
Fjarlæga má upprunalegann eldsneytistank.   Ef það er gert verður að nota viðkennda eldsneytis sellu (fuel cell).   Og verður hún að vera loftræst út fyrir yfirbyggingu ökutækis.   Ef eldsneytis sella er notuð verður að gera eldvegg milli farangursrýmis og ökumannsklefa úr áli eða stáli.   Einnig verður rafgeymir sem staðsettur er hjá eldsneytissellu að vera í kassa og einangaraður frá selluni.   Leggja má nýar eldsneytisleðaslur og nota má þann sverleika sem þurfa þykir.   Ef eldsneytisleiðslur eru aðrar en upprunalegar skulu þær vera vírofnar eða úr málmi.   Gera má þró (sump) í eldsneytistank.   Sjá aðalreglur 1:5.

ELDSNEYTI:
Nítró gas N2O (glaðloft) og alkohól Bannað.

VÖKVAYFIRFALL:
Vökvayfirfalls tankur er skylda á öllum keppnisbílum og verður minnst að taka ½ lítra.   Sjá aðalreglur 1:7.

FORÞJÖPPUR:
Bannaðar nema að þær hafi komið á bílnum frá framleiðanda eða með samþykki hans frá umboði.   Sé svo þarf viðkomandi forþjappa hvort sem um er að ræða kefla eða afgasforþjöppu að vera sömu gerðar og stærðar og sú upprunalega, en þarf ekki að vera frá sama framleiðanda.

INNGJÖF:
Skal stjórnast af ökumanni og má enginn búnaður hvorki rafmagns, loft, vökva eða annar hafa áhrif á stjórnun inngjafar.   Sjá aðalreglur 1:14.

DRIFRÁS: 2

TENGSLI, KASTJÓL & KASTJÓLSHLÍF:
Séu tengsli og kasthjól ekki upprunaleg eða frá upprunalegum framleiðanda, verða þau að vera samkvæmt staðli SFI Spec 1.1.   Æskilegt er að allir bílar noti sprengihelt kúplingshús, og er það skylda þegar um er að ræða bíla sem komnir eru niður fyrir 11,00sek og/eða á meira en 110 mílna endahraða 180km, og/eða eru með götuslikka.   Sprengiheld kúplingshús verað að vera eftir staðli SFI Spec 6.1. eða 6.2.

DRIFSKAFT:
Baula utan um drifskaft er æskileg á öllum bílum, en er skylda ef bílar eru komnir á meira en 100mílna 160km endahraða og/eða nota”soft compound” dekk.   Sjá aðalreglur 2:4.

AFTURÁS:
Nota má hvaða afturás sem er bur séð frá gerð og árgerð.   Æskilegt er að sérsmíðaðir öxlar séu notaðir.

SJÁLFSKIFTINGAR:
Allar sjálfskiftingar verða að nota vökvatengsli (converter).   Gírfjöldi og skiftiröð frjálst þó verða allar skiftingar að hafa fleiri en einn gír og virkann bakkgír.

SJÁLFSKIFTINGARHLÍF:
Sjálfskiftingarhlíf er æskileg á öllum bílum.   Hlífin er skylda í öllum bílum sem komnir eru niður fyrir 10,99sek og/eða 120mílur 200km í endahraða, eða nota “Powerglide sjálfskiftingar”.   Sjálfskiftihlíf verður að vera samkvæmt staðli SFI Spec 4.1.

BREMSUR OG FJÖÐRUN: 3

BREMSUR:
Vökvaknúnar bremsur á öllum hjólum skylda.   Sjá aðalreglur 3:1.

BALLEST:
Leyfð.   Sjá aðalreglur 4:2.

STÝRI:
Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð.   Minnsta stærð á stýrishjóli er 13” (33,02cm).
Breyta má frá “power”stýri yfir í “manual” og öfugt.   Ef breytt er frá stýrisvél (snigill og sektor) yfir í tannstöng verður að nota tannstangarstýri sem gert er fyrir viðkomandi bíl, þyngd, stýrisgang og hjólbarða.

FJÖÐRUN:
Ekki má breyta frá fjaðrablöðum yfir í gorma eða vindustangir eða öfugt, þar sem það er ekki upprunalegt.   Breyta má stífleika fjöðrunar með því að taka úr blöð, gorma, vindustangir og setja mýkri/stífari samskonar í staðin.   Sambyggðir gormahöggdeyfar bannaðir nema að þeir hafi komið upprunalega í viðkomandi bíl.   Einn virkur höggdeyfir verður að vera á hvert fjaðrandi hjól amk.

SPYRNUBÚKKAR:
Spyrnubúkkar leyfðir.   Sjá aðalreglur 3:5.

PRJÓNGRINDUR:
Prjóngrindur leyfðar, þó ekki með málmhjólum.

GRIND: 4

BALLEST:
Ballest leyfð.   Sjá aðalreglur 4:2.

STUÐARAR:
Stuðarar upprunalegir eða eins og upprunalegir skylda.   Séu notaðir plast stuðarar skulu þeir líta út eins og upprunalegir
GRIND:
Grind skal vera upprunalegeða eins og upprunaleg og þá úr eins efnum.   Styrkingar á grind leyfðar.   Tengja má grindarbita saman til að hindra að bíllinn snúi upp á sig.   Bannað er að breyta grind á nokkurn hátt.   Sjá aðalreglur 4:1, 4:4, 4:10.

HÆÐ FRÁ JÖRÐU:
Minnsta hæð frá jörðu er 3” (7,62cm) frá fremsta punkti bíls að punkti 12”(30.48cm) aftan við miðlínu framhjóla.   Síðan 2”(5,08cm) fyrir það sem eftir er af bílnum nema olíupanna og flækjur.

VELTIGRIND OG BÚR:
Allir bílar sem fara 11,99sek og/eða 120míl (195km) undir þurfa veltigrind.   Bílar sem fara 9,99sek og/eða 150míl (240km) og undir þurfa veltibúr.   Blæju og þaklausir bílar sem fara á undir 13,99sek þurfa veltigrind, og þurfa síðan veltibúr þegar þeir fara undir 12,99sek.   Sjá aðalreglur 4:10.

HJÓLBARÐAR OG FELGUR:  5

HJÓLBARÐAR:
Öll viðurkennd götudekk leyfð sem eru með lölegan stimpil það er DOT eða sambærilegan sem viðurkenndur er af skoðunarsöðvum og tæknimönnum KK.   Stærð dekkja má ekki vera meiri en 30 X 12,5.

FELGUR:
Allar gerðir af felgum leyfðar.   Minnsta stærð á felgum 13” nema að bíllinn hafi komið á minni felgum frá framleiðanda.

INNRÉTTING:  6

SÆTI:
Skifta má út sætum með lágu baki og bekkjum og setja í staðinn sæti með háu baki eða körfustóla, keppnisstóla, sérsmíðaðastóla.   Allir bílar sem fara á 11,99sek og/eða 120mílur (200km) eða betri tíma/hraða verða að vera með stóla með háu baki eða höfuðpúða.   Skylda er að nota keppnisstól í öllum bílum sem fara undir 10,99sek og/eða yfir 140mílum 200km í enda, æskilegt er samt sem áður að keppnisstólar séu notaðir í alla keppnisbíla.   Sæti má bólstar að vild.   Ekki má skera úr sætum til að lækka þau eða breyta þeim á annan hátt.   Öll sæti skulu vera til staðar í innréttingu bæði að framan og aftan.
Allir keppnisstólar verða að vera festir samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

BODDÝSTÁL:
Allt í ökumanns og farþegarými verður að vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og þá úr eins efni og framleiðandi notaði.   Það sama á við um ál.   Magnesíum er bannað.

KLÆÐNING:
Allir bílar skulu vera með fulla innréttingu í keppni.  

YFIRBYGGING:  7

Allir bílar skulu vera með yfirbyggingu eins og þeir komu með úr verksmiðju og úr sömu efnum.   Trefjaplast vélarhlíf leyfð.   Trefjaplast bretti eru leyfð að framan.   Trefjaplast samstæður bannaðar.   Að öðru leyti en að framan verður yfirbygging að vera ú sömu efnum og komu frá viðkomandi framleiðanda.   Bannað er að klippa úr yfirbyggingu hvort sem um er að ræða tvöföldun eða eitthvað annað.

BRETTI:
Allir bílar verða að vera með samskonar bretti  og þeir komu með úr verksmiðju.   Innribretti verða að  upprunalega lögun og vera úr sömu efnum og original.   Ekki er leyft að klippa úr létta eða breyta innribrettum á nokkurn hátt nema til að koma fyrir pústflækjum og má þá ekki klippa meira en svo að brún brettis má ekki vera meira en 15mm frá ystu brún röra.   Bannað er að klippa úr eða breyta hjólskálum að aftan á nokkurn hátt, þær má þó styrkja.

GÓLF:
Upprunalegt gólf eða gólf sem lítur út sem upprunalegt og er úr samskonar efnum og upprunalegt skylda.   Sjá aðalreglur 7:6.

GÖTUAKSTURSBÚNAÐUR:
Allur götuakstursbúnaður sem skyldugur er skv.reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi er skylda í keppni.   Meða götuakstursbúnaði er verið að tala um virkar þurrkur, miðstöð, rúðu upphalara, ljós, hurðalæsingar o.s.f.

RÚÐUR:
Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega.   Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.

RAFKERFI:  8

RAFGEYMAR:
Mest tveir leyfðir.   Staðsettning frjáls, þó ekki inní ökumanns eða farþegarými.   Nota má sýru og/eða þurrgeymi.   Sjá aðalreglur 8:1.

TÖLVUR OG GAGNAÖFLUN:
Sjá aðalreglur 8:2.

KVEIKIKERFI:
Allar tegundir kveikikerfa leyfðar.   Þó má ekki nota tímastillt kveikibox (stutter box).   Ef notaðar eru Magnetukveikjur verða þær að vera tengdar þannig að bíllinn drepi á sér  þegar svissað er af honum með straumlás(sviss) eins og upprunalega er gert ráð fyrir.   Sjá aðalreglur 8:1, 8:4, 8:5.

HÖFUÐROFI:
Höfuðrofi á rafkerfi er æskilegur í öllum bílum og er skylda í bílum sem fara undir 11,99 og hraðar en 120mílur 195km.

AKSTURSLJÓS:
Allir bílar skulu vera útbúnir ökuljósum skv. Íslenskum lögum og eins og viðkomandi bíll kom með frá verksmiðju.

STUÐNINGSFLOKKUR:  9

DRÁTTARTÆKI:
Dráttartæki bönnuð.

ÖKUMAÐUR:  10

SKÍRTEINI OG RÉTTINDI:
Almenn ökuréttindi og gillt ökuskírteini skylda.

STAÐSETTNING ÖKUMANNS:
Ökumaður skal staðsettur í ökumannssæti sem þarf að vera á sama stað og upprunalega var gert ráð fyrir.

ÖRYGGISBELTI:
Þryggja punkta öryggisbelti skylda í öllum bílum.   Bílar sem eru komnir niður fyrir 11,99 eða 120mílur, 200km í endahraða verða að vera með viðurkennd fimm punkta belti 3” (7,62cm) breið.

HJÁLMUR:
Sjá Aðalreglur 10:7.

HLÍFÐARFÖT:
Hlífðarföt úr tregbrennandi efnum skylda.   Í bílum sem fara niður í 11,99sek og/eða 120mílur (200km), verða ökumenn að klæðast jakka og buxum, eða samfesting samkvæmt staðli SFI Spec 3-2/A1.   Þegar komið er neðar en 9,99 og í 150mílur verður ökumaður að vera í hlífðarfötum, jakka og buxum eða samfesting sem stenst staðal SFI Spec 3-2A/5.

UPPHITUN:
Sjá aðalreglur 9:10.

ÚTBÚINN GÖTUBÍLAFLOKKUR

FLOKKALÝSING:
Flokkur fyrir bíla sem geta talist hæfir til götuakstursog ekið í almennri umferð, það er bílar með fulla yfirbyggingu og annað sem þarf til að aka megi þeim á götum.   Breyta má nokkrum atriðum til að bíllinn henti betur til spyrnuaksturs, þó með þeim skilyrðum að hægt sé að breyta honum aftur með lítilli fyrirhöfn og færa hann til skoðunar á viðurkennda skoðunarstöð.   Bílar í þessum flokki þurfa að vera á númerum.
Lágmarksþyngd í flokknum er 1300 kíló/2860 lbs með ökumanni á ráslínu.
Bílar skulu auðkenndir með GF/ og númeri ökumanns.

MÁL OG STAÐLAR

VÉL:  1

Skal vera bílvél.   Ótakmörkuð tjúning leyfð, þar með talið nítró.

ÚTBLÁSTURSKERFI:
Opnar flækjur leyfðar.   Útblæstri skal beina frá vagni, dekkjum.

ELDSNEYTI:
Allt leyft þar með talið:  bensín, alkóhól, nítró og nítrómetan.

ELDSNEYTISKERFI:
Sérframleiddir og staðlaðir eldsneytistankar (sellur) skylda í öllum bílum þar sem upprunalegir eldsneytistankar eru ekki  notaðir.   Staðlaðar bensín “sellur” eru skylda í öllum bílum sem fara niður í 9,99sek 140mílur 225km eða neðar í tíma og/eða endahraða.   Sverleiki og fjöldi eldsneytisleiðsla er frjáls en þær verða allar að vera úr viðurkenndum málmrörum eða vírofnum eldsneytisslöngum.   Sjá aðalreglur 1:5.

VÖKVAYFIRFALL:
Skylda er að hafa vökvayfirfall og söfnunarkút tengdann því við kælikerfi á öllum bílum.   Minnsta stærð á söfnunarkút er ½ lítri.

FORÞJÖPPUR:
Kefla og/eða afgas forþjöppur eru leyfðar á öllumtegundum véla og eldsneytis í öllum bílum í þessum flokki.
Sjá aðalreglur:  1:12 og 1:13.

INNGJÖF:
Inngjöf skal stjórnast eingöngu af ökumann og eru öll hjálpartæki við hana hvort sem það eru tölvur, rafmagn, vökvi, loft, osf.   Stranglega bönnuð.
Sjá aðalreglur:  1:14.

DRIFRÁS:  2

TENGSLI, KASTHJÓL, KASTHJÓLSHLÍF.
Tengsli og kasthjól samkvæmt staðli SFI Spec 1.1.  skylda nema að um upprunalega hluti  eða sambærileg frá upprunalegum framleiðanda vélar sé að ræða.   Sprengihellt kúplingshús samkvæmt staðli SFI Spec 6.1  eða 6.2 skylda í öllum bílum sem nota kúplingu.   Sjá aðalreglur 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

DRIFSKAFT:
Baula utan um drifskaft skylda.   Sjá aðalreglur 2:4.

AFTURÁS:
Nota má hvaða afturás sem er.   Sérsmíðaðir öxlar æskilegir og skylda ef notaðar eru spólulæsingar.   Öxulfestingar út við hjól æskilegar.

SJÁLFSKIFTING:
Frjálst val á sjálfskiftingum og vökvatengslum.

HLÍFÐARSKJÖLDUR FYRIR SJÁLFSKIFTINGAR:
Sprengihlíf á sjálfskiftingu skylda einnig má nota sprengimottu.   Sprengihlíf á “flexplötu” æskileg og skylda ef bíll er kominn niður í 9,99sek og/eða í 140mil 225km endahraða og/eða er með breyttan hvalbak.

BREMSUR OG FJÖÐRUN:

BREMSUR:
Vökvabremsur á öllum hjólum skylda.   Sjá aðalreglur 3:1.

STÝRI:
Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð.   Minnasta þvermál Stýrishjóls er 13”(33,02cm).   Öll stýrishjólverða að standast skoðun hjá skoðunarstöð.

FJÖÐRUN:
Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda.   Minnst einn virkur höggdeifir á hvert fjaðrandi hjól.   Allar breytinga á framfjöðrun leyfðar.
Grind að framan má ekki beyta frá upprunalegu, styrkingar á grind sem eru leyfðar.

SPYRNUBÚKKAR:
Allar tegundir af spyrnubúkkum leyfðar.   Sjá aðalreglur 3:5.

PRJÓNGRINDUR:
Prjóngrindur eru leyfðar en mega þó ekki vera með málmhjólum.    Sjá aðalreglur 3:6.

GRIND:   4

GRIND:
Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki.   Breytingar eru aðeins leyfðar á aftur hluta grindar, nema styrkingar sem má setja hvar á grind sem er.   Fyrir framan hvalbak má ekki breyta grind frá upprunalegu nema með styrkingum.   Breyta má grind að aftan til að koma stærri dekkjum fyrir osf…..

STUÐARAR:
Stuðarar sem eru notaðir verða að hafa verið fáanlegir á viðkomandi ökutæki frá verksmiðju.   Skifta má yfir í plast stuðara ef þeir hafa sama útlit og upprunalegir.

HÆÐ YFIR JÖRÐU:
Minnsta hæð frá jörðu má ekki vera minni en 3”(7,62cm) frá framenda bíls að punkti 12”(30,48cm) aftan við miðlínu framhjóla.   Síðan 2”(5,08cm) það sem eftir er.   Undanskilið er pústkerfi og olíupanna.

VELTIGRIND OG BÚR:
Veltigrind er skylda í öllum bílum semfara  11,99sek og/eða 120mílum (195km) eða betur.   Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 10,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir.   Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

BIL MILLI HJÓLA:
Bili milli fram og afturhjóla skal halda upprunalegu fyrir viðkomandi bíl, frávik er leyft 2” (5,08cm).

HJÓLBARÐAR OG FELGUR:   5

HJÓLBARÐAR:
Slikkar leyfðir.   Framdekk þurfa ekki að hafa DOT stimpil.   Sé svo verða framdekk að vera sérstaklega gerð fyrir spyrnuakstur.

FELGUR:
Allar gerðir af felgum fyrir bíla leyfðar, nema teina og mótorhjólafelgur.   Minnsta felgustærð er 13” nema að bíllinn hafi komið upprunalega á minni felgum og sé með upprunalega vél.

INNRÉTTING:   6

SÆTI:
Öll sæti skulu vera vel fest.   Bílar sem fara 11,99sek og/eða 120míl (160km) eða betur verða að hafa sæti með háu baki.   Bílar sem fara 9,99 og/eða 150mil (240km) eða betur verða að vera með keppnisstól.   Æskilegt  er að allir bílar séu með keppnisstóla.   Bæði framsæti verða að vera í bílnum.
Keppnisstóll er skylda þegar bíll er kominn niður í 11,99sek og/eða 120mph, og skal hann vera viðurkenndur og festur samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

BODDÝSTÁL:
Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál (járn).    Öll málmsmíði í ökumanns og farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg.   Allar breytingar og endurbætur á ökumanns og farþegaklefa verða að vera úr upprunalegum efnum.   Magnesíum bannað.

KLÆÐNING:
Mælaborð skal vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og á upprunalegum stað.   Bæta má við mælum að vild.   Aftursæti má fjarlægja en loka verður snyrtilega gati því sem það skylur eftir sig.   Skylda er að hafa eldvegg úr amk. 0,8mm stáli eða úr 1,2mm áli, milli farþega og farangursrýmis ef aftursæti hefur verið fjarlægt.    Æskilegt er að gólfteppi séu ekki fjarlægð.   Breyta má hurðaspjöldum en þau verða að hylja amk sama flöt og upprunaleg.

GLUGGANET:
Glugganet er æskilegt í alla bíla en skylda ef bíll er kominn niður í 10,99sek og/eða 140mil (225km) hraða eða betur.   Sjá aðalreglur 6:3.

YFIRBYGGING:   7

YFIRBYGGING:
Upprunalegt útlit verður að haldast.   Þó má setja á brettakant lækka topp osf.   Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar.   Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður.   Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.

BRETTI:
Öll bretti skulu vera til staðar.   Nota má plast bretti eða samtæður svo framarlega að þær séu með sama útlit og upprunalegir hlutir.   Innribrettum að framan má breyta eða þau fjarlægja, þó ekki þar sem þau eru hluti fjöðrunarkerfis eða demparafestinga, nema að viðeigandi styrkingar komi í staðinn.   Hjólskálum að aftan má breyta að vild ss. Til að koma undir stærri dekkjum, þú verða allar breytingar að vera unnar úr sambærilegum efnum og upprunalega.

HVALBAKUR:
Hvalbakur skylda og skal vera upprunalegur eða líta eins út  og vera úr samskonar efnum með sömu efnisþykkt.   Hvalbakur verður að vera á upprunalegum stað.   Breyta má hvalbak vegna vélaskifta og verður það þá að vera gert úr sambærilegum efnum og upprunalega og skal hann líta út sem næst hinum upprunalega.   Vél má þó ekki staðsetja aftar en svo að fremsta kerti sé í miðlínu spindla.   Breyttur hvalbakur skal eftir sem áður uppfylla ofangreind skilyrði um efnisval.

GÓLF:
Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda.   Bannað er að hækka gólf.   Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki.   Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum osf…   Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var.

GÖTUBÚNAÐUR:
Öll ljós skulu vera virk.   Götubúnaður skal vera til staðar og vera virkur.   Sleppa má þurkum miðstöð og loftkælingu.

VÆNGIR OG VINDKLJÚFAR.
Leyfðir svo framarlega að þeir brjóti ekki regluna um lágmarks hæð frá jörðu.  

FRAMRÚÐA OG GLUGGAR:
Allar rúður verða að vera til staðar og úr upprunalegum efnum.  

RAFKERFI:   8

RAFGEYMAR:
Mest tveir rafgeymar leyfðir.   Mega vera sýru og/eða þurrgeymar.   Rafgeymar mega ekki vera staðsettir í ökumannsrými.   Sjá aðalreglur 8:1, 8:4, 8:5.

TÖLVUR OG GAGNASÖFNUN:
Tölvur og önnur tæki sem afla gagna um viðkomandi ökutæki leyfð.   Þau mega hinns vegar ekki hafa nein áhrif á ræsingu, inngjöf, tengsli, “tranbrake” eða annað í bílnum sem hjálpar við stillingar eða ræsingu eða neitt það sem kann að hjápa eða hindra ökumann eða vélbúnað ökutækis í ferð.   Sjá aðalreglur 8:2.

BIÐBOX OG HJÁLPARTÆKI:
Leyfð.

KVEIKIKERFI
Öll kveikikerfi leyfileg nema tímastill kveikibox (stutter box), magnetu kveikjur bannaðar.

HÖFUÐROFI:
Höfuðrofi er skylda í öllum bílum.

AFTURLJÓS:
Allir bílar verða að hafa afturljós sem virka.

STUÐNINGSFLOKKUR:  9

DRÁTTARTÆKI:
Öll dráttartæki eru bönnuð.

ÖKUMAÐUR:  10

ARMÓLAR:
Leyfðar, sjá aðalreglur 10:3.

RÉTTINDI:
Gillt allmennt ökuskýrteini skylda.

STAÐSETTNING ÖKUMANNS:
Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda viðkomndi ökutækis eða samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda þeirra keppnisstóla sem notaðir eru.

ÖRYGGISBELTI:
Þryggja punkta belti skylda í bílum að 11,99sek og/eða 120mil (190km). Bílar 11,99sek og/eða 120mil (190km)og undir, verða að hafa viðurkennd og stöðluð fimm punkta öryggisbelti þriggja tommu breið.

HJÁLMUR:
Skylda sjá aðalreglur 10:7.

HLÍFÐARFATNAÐUR :
Í öllum keppnisbílum er tregbrennandi fatnaður skylda,(ekkert nælon eða flís).
Í bílum sem fara undir 11,99sek og/eða 120mílur (190km), jakki og buxur, eða samfestingur samkvæmt staðli:  SFI Spec 3-2/A1 skylda.
Bílar 9,99sek og/eða 150mil (240km) og undir.   Jakki og buxur, eða samfestingur samkvæmt staðli SFI Spec 3-2A/5, skylda.

UPPHITUN:
Sjá aðalreglur 9:10.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
3.Reglur Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #1 on: March 26, 2004, 13:41:56 »
gildandi reglur fyrir Rs flokkinn ´04?

alltaf sama villan þarna með að maður má ekki skipta úr blöndungi yfir í innspýtingu og öfugt og svo neðar má maður það :D , ákveða sig!!! mér vantar að spara mér 6 kg með að skipta um kerfi eða finna aðra leið að losa mig við 6 kg.. þess vegna af mér 8) :lol:
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
3.Reglur Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #2 on: February 21, 2005, 20:36:14 »
Er ekki rétt að rétt sé rétt. í MC.


Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Öll diagonal dekk verða að vera minnst 6 strigalaga. Ofangreint gildir líka um framdekk.

Kv.
Aggi
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
..
« Reply #3 on: March 08, 2007, 16:54:17 »
Síðustu opinberu reglur sem eru í gildi :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
3.Reglur Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #4 on: March 12, 2007, 18:00:16 »
eru þetta reglunar?
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Reglur
« Reply #5 on: March 12, 2007, 18:20:04 »
Sælir félagar. :)

Sæll Alli.

Já Þetta eru gildandi reglur.
Þær eru samþykktar á aðalfundi 2004 og settar inn á netið, sem kallast opinber birting í mars 2004.
Það hafa aldrei verið bornar undir atkvæði breytingar á þeim og stjórn(ir) KK hafa ekki leyfi samkvæmt lögum KK til að breyta þeim, hvort sem kosningar eru taldar ólöglegar eða ekki, þá er það mál aðalfundar að skera svo úr um og þá láta kjósa upp á nýtt.

Quote
7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubeytingum í fundarboði til aðalfundar.


Sem sagt þessar reglur hér að ofan eru í gildi :!:  :idea:  :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
3.Reglur Kvartmíluklúbbsins.
« Reply #6 on: March 12, 2007, 18:34:32 »
Hæ Hálfdán

Semsagt ef maður mætir á aðalfund er þá enþá hægt að gera tilögu um að breyta reglonum t.d eins og allt græna letraða sem nóni póstaði hér fyrir stuttu? svona frekar glataðar reglur að það megi ekki breyta þjöppuni í nienum af þessum flokkum  :?
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Reglubreytingar
« Reply #7 on: March 12, 2007, 19:37:31 »
Sælir félagar. :)

Sæll aftur Alli.

Þar sem aðalfundi var frestað þá þarf að auglýsa hann aftur og með hálfsmánaðar fyrirvara.
Þess vegna hlýtur sama staða að vera komin upp aftur og fyrir fyrri auglýsinguna.
Sem sagt þú getur komið með reglubreytingatilllögu þar til hálfur mánuður er í aðalfund.
Allavega samkvæmt lögum klúbbsins sem við verðum jú öll að fara eftir :!:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.