Author Topic: Sumarið 2016  (Read 3119 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Sumarið 2016
« on: May 22, 2016, 04:06:34 »
Í dag er 22. maí og starfið hjá klúbbnum hefur verið blómlegt frá því að keppnistímabilið hófst 16. apríl. Tíu keppnir og æfingar hafa verið haldnar; Íslandsmót í kvartmílu, Íslandsmót í götuspyrnu mótorhjóla, Bikarmót 1/8 míla, Time Attack, kvartmíluæfing, Drift æfing, Auto-X æfing og nokkrar kappakstursæfingar mótorhjóla og bíla. Skoðunardagur KK og Frumherja var haldinn í gær og tókst vel.

2016 lofar góðu hjá Kvartmíluklúbbnum enda aðstaðan stórbatnað, og möguleikar félagsmanna til að stunda akstursíþróttir fjölbreyttir.

En það vantar alltaf áhugasama sjálfboðaliða til að gera þetta að veruleika með aðstoð við æfingar og keppnir. Við höfum starfandi eða erum að setja á laggirnar deildir til að dreifa álaginu:

Kvartmíludeild
Mótorhjóladeild
Kappakstursdeild
Auto-X deild
Drift deild
Muscle Car deild

Áhugasamir aðilar geta gefið sig fram við stjórn KK, með skilaboðum hér á spjallsíðu klúbbsins eða tölvupósti til: kvartmila@kvartmila.is.