Author Topic: AUTO-X - 4. maí 2016 kl. 19:30  (Read 2782 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
AUTO-X - 4. maí 2016 kl. 19:30
« on: May 03, 2016, 16:26:17 »
Fyrsta AUTO-X æfing Kvartmíluklúbbsins sumarið 2016 verður haldin miðvikudagskvöldið 4. maí 2016. Byrjað verður að keyra kl 19:30 og keyrt til 22:00
 Settar eru upp þrautir í brautina með keilum og jafnan er brautin þrengri og styttri en hringakstur - reynir á ökuleikini ásamt hraða - villur í braut gefa víti til hækkunar tíma !

 Til að taka þátt þarftu að hafa:
 Hjálm
 Gilt ökuskírteini
 Skoðaðan bíl
 Vera félagsmaður í félagi innan vébanda AKÍS
 Tryggingarviðauka

 Verð:
 1.500 kr. fyrir félagsmenn KK (frítt fyrir GULL félagsmenn KK)
 3.000 kr fyrir félagsmenn annara klúbba
 1.000 kr fyrir áhorfendur (frítt inn fyrir félagsmenn KK)

https://www.facebook.com/events/521658078038366/
« Last Edit: May 03, 2016, 16:28:12 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AUTO-X - 4. maí 2016 kl. 19:30
« Reply #1 on: May 04, 2016, 03:20:51 »

AUTO-X eða Autocross gæti fengið heitið Bílaþrautabraut í Google Translate

Í Autocross er keppt á þrautabraut sem er afmörkuð á aksturíþróttasvæði klúbbsins með gúmmíkeilum.
Í brautinni er einn bíll í einu og er hún keyrð með það markmið að ná sem minnstum tíma.
Algeng lengd á braut er 1 – 1,5 km með um 25-50 breytingum á akstursstefnu og ætti að taka u.þ.b. 55-90 sekúndur fyltar af adrenalíninngjöf líkamans.
Hraði í braut er á bílinu 30 – 120 km/klst.

Autocross er kjörinn vettvangur fyrir bæði byrjendur og lengra komna í akstri sem samstillir færni og getu ökumanns og bíls.
Byrjandinn getur bætt ökuhæfni sína og lærir betur á bíli sinn og eiginleika hans.
Reynslumeiri ökumenn og keppendur geta nýtt kosti sína og hæfni til að reyna sig í þrautabrautinni að ystu mörkum til að lágmarka tíma bílsins og hámarka sjálfstraust sitt.
Oft eru bílar flokkaðir í keppni en hægt er að taka þátt á venjulegu bílum sem og sérsmíðuðum keppnistækjum.

Það sem þarf til að geta tekið þátt er vilji ökumanns og geta bíls.
Ökumaðurinn þarf að vera í góðu líkamlegu ástandi og bíllinn þarf að vera skoðaður eða standast lágmarksskoðun á staðnum.
Löglegur hjálmur og venjuleg bílbelti eru lágmarks öryggisbúnaður.

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AUTO-X - 4. maí 2016 kl. 19:30
« Reply #2 on: May 04, 2016, 23:12:55 »
Klúbburinn þakkar þeim sem mættu og keyrðu í kvöld!

Sérstakar þakkir fá bræðurnir Björn og Birgir Kristinssynir fyrir að gera þetta mögulegt.

Gaman væri að heyra í ykkur sem viljið aðstoða klúbbinn að halda fleiri æfingar í sumar
- okkur vantar fleiri sjálfboðaliða fyrir Auto-X