Time attack á laugardaginn
Þátttökugjald er 5000 kr.
Mæting keppenda klukkan 11:30
Skráning fer fram í stjórnstöð.
Milli klukkan 12 og 13 verður farið yfir öryggisatriði, labbaður hringurinn sem keyrður verður og ekinn prufuhringur með undanfara.
Keyrsla hefst klukkan 13 og verður keyrt til klukkan 17.
Keyrðar verða 10 mínútna lotur.
Skipt verður milli hjóla og bíla, 3 lotur í senn.
Keppendur eru að keppa við sinn eigin tíma.
Öryggispunktar:
Tryggingarviðauki er skylda fyrir ökutæki á númerum. Óskráð sérsmíðuð keppnistæki þurfa að vera með tryggingar.
Þátttakendum er bent á að notast við nýjan bremsuvökva með hærra suðumark(keppnis bremsuvökva).
Hjálmaskylda - hjálmur þarf að vera löglegur samkvæmt fyrirmælum AKÍS.
Dekk þurfa að vera í góðu ástandi.
Bílar á númerum þurfa að hafa staðist bifreiðaskoðun hjá skoðunarstöð.
Engir vökvar mega leka úr tækjum sem taka þátt. Ekki fæst rásleyfi ef leki kemur upp á ökutæki.
Leyfi þarf hjá keppnisstjóra fyrir myndatöku utan áhorfendasvæða.
Góða skapið skylda og munið að allir eru að læra, ökumenn sem og starfsfólk!
https://www.facebook.com/events/1650345158538665/