Upplýsingar um Mustang 1985 7.0 lítra.
Samkvæmt skýrslum frá Autocheck og CARFAX hafði honumverið ekið um 11350 mílur þegar hann var fluttur til Canada frá Texas seinni part árs 2005.
Bíllinn kom til Íslands í Október 2006 og hefur verið ekið um 2400 mílur síðan.
Búnaður:
Vél: 429 Rúmtommur (CID) eða 7000 rúmsentrimetrar CC (7.0 lítrar), árgerð 1970 sérbyggð með mikið unnum heddum og stórum ventlum.
Þjappan er um 11,5:1
Kambás er ca. 240°/244° við ,050“ lift með 0,530“/0,550“ lift og mikið overlap (75-80°).
Ásinn er með vökvaundirliftum.
Millihedd er Holley Dominator, Dual Plane með Holley 1050 Dominator blöndungi.
Pústflækjurnar eru frá Holley (Hooker S/C) og síðan er 3“ pústkerfi með opnum 3“ Box hljóðkútum.
Kveikjan er Mallory Unilite ljósnemakveikja með MSD 6 kveikjumagnara og Mallory Hyfire háspennukefli.
Vélin er fest í bílinn með 8mm stálplötu að framan (motorplate) og er þar af leiðandi ekki með neina mótorpúða.
Vatnskassi er 4 raða ál vatnskassi með tveimur 9“ rafmagnsviftum.
Sjálfskipting er C6 með mjög lausum 10“ converter sem læsir á ca 3500 snúningum.
Hásingin er 8,7“ Ford með 3,93:1 hlutfalli og læsingu.