Kvartmílan > Almennt Spjall

King of the Street

<< < (2/5) > >>

Lindemann:
Það hafa áður verið keyrðir flokkar í King of the street fyrir óskráð tæki, sem hafa þá ekki keppt beinlínis til titilsins King of the street.
Outlaw flokkurinn heitir það af þeirri ástæðu að þar geta mæst óskráð sem skráð tæki sem eru mjög öflug og passa ekki í hina flokkana.

1/8 jafnar út hina flokkana þar sem dekkin eru takmarkandi þátturinn. Menn geta mætt á götudekkjum á 1500ha bíl án þess að eiga endilega möguleika á að stinga alla af eftir 200m

Daníel Hinriksson:
Eru þá sigurvegarar í Radial, DOT og Outlaw keyrðir saman í restina og sá sem vinnur er hann þá King of the Street?

Eða verða þeir KOTS meistarar í sínum flokk?

SPRSNK:
Hver flokkur skilar KOTS meistara
- dekkjategund aðgreinir bílaflokkana
- breytingar aðgreina hjólaflokkana


1965 Chevy II:
Ég hefði búið til nýjan viðburð með þessu fyrirkomulagi en ekki breytt þessari skemmtilegu götubíla keppni í hálfgert grudge race, það vantar fleirri viðburði aðra en KOTS og íslandmeistaramót í flóruna, það er ekki svo mikið um að vera hjá okkur !

Svona 1/8 allir á móti öllum keppni hefði verið fín viðbót, engin ástæða til að breyta KOTS í 1/8 keppni loksins þegar brautin er komin í fulla breidd og með lengri bremsukafla.

Sammála PGT með að það sé slæmt taka út dælubensínið, það jafnaði leikinn töluvert milli n/a og bíla með power adder, eins að hafa engar takmarkanir á dekkjastærð finnst mér ekki sniðugt. 1000-1500hp er ekki stórmál á többuðum bíl á 33X18.50-15LT ET Street DOT dekki svo að dekkin eru ekki lengur takmarkandi þáttur.

Ef þetta er eins og búið er að kynna að það verði ekki útsláttur milli allra flokka (fyrir utan Outlaw) eins og verið hefur þá finnst mér það alveg glatað, flott að veita mönnum bikar fyrir fyrsta sætið í sínum flokk en svo þarf að vera "allt flokkur" í restina eins og verið hefur til að krýna kónginn..,,það er jú bara einn kóngur.



Ingó:
KOTS hefur verið að dala ár frá ári undanfarin ár.
Það eru til 2-3 bílar sem geta ekið ¼ á 8 sek 150mph + hraða og eru á númerum.
Það eru trúlega til 2-4 bílar sem geta ekið á 9 sek á 140mph +  hraða.
Það eru trúlega til 5-10 bílar sem geta ekið á 10 sek á 130mph + hraða.
Trúlega sviðað magn af bílum sem komast í 11 sek og mun fleiri sem komast í 12 sek.
Bíll sem ekur á 150 mph hraða fer 66 metra á sek ef hann keppir við 10 sek bíl sem er verulega líklegt þá gæti bilið á milli bílana verið 50-100 metrar. Bíllin sem er að aka á 10 sek er mun líklegri að vera raunverulegur götubíll þ.a.s. að hann sé hugsaður sem götubíll og geti tekið þátt í kvartmílu. Bílarnir sem geta ekið á 8-9 sek eru mun frekar smíðaðir sem kvartmílubílar sem geta ekið á götunni.

KOTS var í upphafi stofnuð fyrir raunverulega götubíla sem eru notaðir til götuaksturs geta ekið á kvartmílu.
Þróun KOTS hefur verið á hinn veginn þ.a.s. menn hafa smíðað kvartmílubíla sem passa í KOTS. Það er reyndar það sem mátti búast við og ekkert óeðlilegt við það en það hefur drepið keppnina smátt og smátt. Það má áætla að menn sem eiga verulega spræka götubíla sem geta ekið kvartmílu á 10-11 sem eins og KOTS var sett upp fyrir í upphafi hafi ekki brennandi áhuga á að keppa við bíla sem skjótast af stað á 1,3xx 60 fetum (sem einungis sér smíðaðir kvartmílubílar ná) og koma síðan í mark 100metrum á eftir þeim sem keppt er við.
KV Ingó.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version