Kvartmílan > Almennt Spjall
King of the Street
SPRSNK:
Í hverju felast breytingarnar fyrir keppnina í ár!
Keyrð er 1/8 míla (pro tree startað á jöfnu)
Allt eldsneyti er leyft
Æfingarferðir og tímatökur verða saman - allar ferðir teljast tímatökuferðir
ótakmarkaður fjöldi ferða, þó er skylda að fara að lágmarki tvær ferðir.
Flokkum er breytt
bílum skipt upp eftir dekkjategund (ekki vélartegund)
skráð og óskráð tæki saman í outlaw (spennandi að sjá þessi tæki saman)
hjólum skipt upp breytt/óbreytt
Radial: Einungis leyfð radial dekk (ekki soft compound).
DOT: Öll D.O.T. merkt dekk leyfð
Outlaw: Öll dekk leyfð, skráð og óskráð tæki leyfð.
Fyrir hjólin eru eftirtaldir flokkar:
Standard: Óbreytt hjól (farið er eftir skilgreiningu á götuhjólaflokki)
Modified: Allar breytingar leyfðar, skráð og óskráð hjól leyfð.
Innifalið í keppnisgjöldum er keppnisskírteini AKÍS, aðgangur fyrir einn aðstoðamann (aðstoðarmaður skal koma með keppanda á svæðið) og grillveisla í lok keppni fyrir keppanda.
Dagskrá hefst seinna en oft áður og hefjast tímatökur/æfingaferðir kl 14:00
Kjarri:
Þetta er flott fyrirkomulag :D
SupraTT:
Finnst flokkarnir fínir enég persónulega myndi vilja að það væri keyrt 1/4 mílu. Held lika að flestir áhorfendur séu meira til i að horfa a fólk fara alla brautina
PGT:
Ég er ekki hrifinn.
Keppnin heitir King of the Street. Það sem var aðlaðandi við þá keppni var að um götulöglega bíla á götudekkjum á venjulegu bensíni var að ræða. Eitthvað sem menn gátu tengt við.
Allar aðrar keppnir eru fyrir óskráð tæki á slikkum og racegasi.
Hvað 1/8 vs. 1/4 varðar þá er það kannski bara "smekksatriði" en ég held að 1/4 trekki alltaf meira að.
En eins og ég segi... King of the street með óskráðum ökutækjum á slikkum og racegasi?
Á svo að keyra útslátt í endann og krýna king of the street? Sem verður þá væntanlega dragster?
Þessi keppni ber ekki nafn með rentu lengur.
P.s. Kannski ágætt að koma því að að þessi neikvæði póstur snýr ekki að starfsfólki eða klúbbnum sjálfum. Svæðið og starfsfólkið er FRÁBÆRT í alla staði.
Kristján Skjóldal:
þið eru eitthvað að miskilja þetta ! það eru fleyri flokkar þarna svo þú þufir ekki að keppa við dragga á fólksbíl. svo held ég að 1/8 eða 1/4 skifti ekki svo :-k bara á hvað þú villt horfa :mrgreen:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version