Author Topic: OF index  (Read 10683 times)

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
OF index
« on: June 22, 2015, 21:09:28 »
Ný index reiknivél hefur litið dagsins ljós eftir að við höfum dregið lappirnar allt of lengi við að uppfæra indexið, sama slóð og áður: http://foo.is/calc/of-index.plp
Einnig er hér í þágu gegnsæi Excel skjalið sem ég setti upp til þess að reikna þetta.
Aðferðin sem er notuð er sú að fyrir flokkana gas dragster, econo dragster og altered eru tekin uppgefin lágmarks pundafjöldi per kúbiktommu fyrir alla undirflokka sem hafa það hlutfall 10 eða lægra og sett upp graf með skráð met í þessum flokkum frá síðasta ári sem fall af þyngd per kúbik og miðað aðeins við skráð met skv National Dragster en ekki "minimum" færslur. Síðan er búin til best fit trendlína sem sker þetta graf.
Þetta er sú aðferð sem ég fæ best skilið að sé rétt miðað við það litla sem um aðferðina er skrifað í reglum fyrir OF flokk. Telst þetta hér með frá vera eina rétta aðferðin nema einhverjar athugasemdir berist fyrir fyrstu umferð íslandsmótsins.

Ný formúla leiðir af sér að bílar með pund/cid yfir 10 ættu nú að fá 1/4 kennitímann 8.52 í stað 9 sek eins og áður var.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #1 on: June 22, 2015, 21:33:11 »
Glæsilegt!

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #2 on: June 22, 2015, 22:01:08 »
Frábært strákar.

 Geturðu sagt okkur sem erum ekki með þyngdir og vélarstærðir og fyrra index annarra keppenda á hreinu, hvort hallinn á línunni hafi breyst?

 Á að keyra þetta index næstu helgi?

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #3 on: June 22, 2015, 22:06:17 »
Frábært strákar.

 Geturðu sagt okkur sem erum ekki með þyngdir og vélarstærðir og fyrra index annarra keppenda á hreinu, hvort hallinn á línunni hafi breyst?

 Á að keyra þetta index næstu helgi?

Já, gera má ráð fyrir því að þetta verði notað um helgina!

Hér er þráður með gamla indexa og vísi að nýjum: http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=69480.0

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: OF index
« Reply #4 on: June 22, 2015, 22:24:24 »
Já þetta er talsverð breyting og hallinn hefur minnkað. Gamla línuritið frá 2010 var með hallatölu upp á 0.403 en það nýja með hallatölu upp á 0.287. Hallatalan væri enn lægri ef ég hefði ekki tekið út flokka sem voru með yfir 10 í þyngdarhlutfall.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #5 on: June 22, 2015, 22:26:57 »
Já talsverð breyting er rétta orðið..

 Kryppan lækkar í indexi um 0.62 sek
 Skjóli lækkar í indexi um 0.3 sek

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #6 on: June 23, 2015, 22:19:01 »
Baldur, það var ég sem útfærði þetta OF línurit á sínum tíma. Í raun er þetta meðaltalslína úr Competition flokkunum sem við höfum notað við ákvörðun á kennitíma (Index) hingað til. Þessi aðferð sem þú ætlar að nota er af öðrum grunni og kollvarpar í raun þessu viðmiði sem hefur verið notað frá því OF flokkurinn var stofnaður. Þetta er alltof rótækt hjá þér að mínu mati og í raun ekki meðaltalið eins og reglurnar í OF segja að skuli vera viðmið. Ég mæli eindregið til þess að þessi nýja aðferð með hallatölu sem er ekki í samræmi við meðaltalið verði ekki notað. Ég er með orginal línuritið á A3 blaði sem er nauðsynlegt að hafa ef meðaltalslinuna þarf að uppfæra. Meðaltal í Competiton hefur ekki breyst það mikið að það hafi einhverjar afgerandi breytingar í för með sér. Ég tel best að bíða með að framkvæma þessar breytingar. Skoða málið betur.
kveðja, Gretar Franksson   
Gretar Franksson.

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #7 on: June 23, 2015, 22:27:44 »
Þetta eru OF-reglurnar

Kennitími er valinn með því að slagrími vélar (cid) er deilt í heildarþyngd ökutækis (USA-pund, 454gr.=1pund) pund á rúmtommu.
Miðað er við meðaltal út frá tölum sem birtast í National Dragster.
Meðaltalslína er notuð til ákvörðunar á kennitíma. Sjá línurit.
Dæmi: a)1760 pund(784kg.) grind með 360cid vél. 1760:360 = 4,8pund/cid.Kennitími:7,65 sek b)3200 pund(1454kg.)bíll með 427cid vél 3200:427 = 7,5pund/cid. Kennitími 8,45 sek

 1.  Allar vélar og tjúnningar leyfðar. Tjúnning breytir ekki kennitíma.
 2.  Allir gírkassar og skiptingar leyfðir.
 3.  Bensín og alkahól leyft.
 4.  Nitro leyft.
 5.  Allar breytingar leyfðar.
6.  Ef ökutæki séu með hærra hlutfall en 10 pund/cid fær ökutæki kennitímann 9.00 sek
 7.  Um öryggisatriði sjá reglur um spyrnukeppnir.

8.  OF-línuritið verði uppfært árlega miðað við tölur í Competition. (eins og var) þannig að meðaltalslínan miðast við nýjustu tölur ásamt því að miðað verði við flokkana Econo Dragster og Altered.
 9.  Skuli ökutæki fara niður fyrir kennitímann sinn lækkar kennitíminn í samræmi við það sem að gerist í COMP (Competition) flokknum


10. OF er keyrður í hreinum útslætti (einungis þarf eina ferð til að vinna)


Er ekki verið að endurreikna linuritið m.t.t. til þeirra reglna sem gilda fyrir OF?

1) meðaltal út frá tölum sem birtast í National Dragster
2) Meðaltalslína er notuð til ákvörðunar á kennitíma
3) OF-línuritið verði uppfært árlega miðað við tölur í Competition ..... ásamt því að miðað verði við flokkana Econo Dragster og Altered
« Last Edit: June 23, 2015, 22:31:16 by SPRSNK »

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #8 on: June 23, 2015, 22:36:45 »
Sæll, nei það er ekki tekin meðaltalslína eins og við höfum notast við hingað til. Við ættum að skoða þetta saman með línuritið og nýlegt National Dragster blað.
kveðja, Gretar Franksson
Gretar Franksson.

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #9 on: June 23, 2015, 23:01:22 »
Það er excel skjal sem sýnir nýja línuritið sem farið er eftir hér að ofan.
Það er fundur með keppendum í félagsheimilinu á morgun og þá ættu menn að bera saman bækurnar - Baldur verður þar vonandi líka og útskýrir breytinguna.

Ég er bara sendiboðinn :-)


Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #10 on: June 24, 2015, 09:10:55 »
Flott sápuópera þetta  =D> =D>



....enda álíka fáránlegt og Bold and the Beautiful  :smt017
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #11 on: June 24, 2015, 10:19:29 »
Flott sápuópera þetta  =D> =D>



....enda álíka fáránlegt og Bold and the Beautiful  :smt017

Hvað er svona fáránlegt við þetta að þínu mati?

Fáránleikinn er kannski sá að ekki hefur verið hugað að því að reikna þetta árlega eins og reglur kveða á um.
Hér er engin breyting á ferðinni heldur einungis verið að fara eftir reglunum loksins!

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: OF index
« Reply #12 on: June 24, 2015, 10:31:19 »
Það er náttúrulega ámælisvert að reglurnar skuli ekki hafa útlistað með hvaða hætti þetta línurit yrði til.
Ein villa sem ég kom auga á er að National Dragster birtir ekki lengur indexin eins og þau eru notuð í Comp Eliminator, heldur er þau að finna á vef NHRA http://www.nhra.com/competition/classindexs.aspx
Hinsvegar með því að nota aftur sömu aðferð þá fæst mjög svipuð hallatala ef miðað er við indexin frekar en metin.
Athugasemdir um að aðferðin sé röng eru að engu gagnlegar nema þeim geti fylgt upplýsingar um hver reikniaðferðin sem hingað til hefur verið notuð er.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #13 on: June 24, 2015, 11:51:48 »
Það er þá bara flott að sumir lækki um 1/10 og aðrir um 7/10... og það á hálfri braut !?!?!?


En hinsvegar fagna ég því að það sé verið að reyna að eyða þessum flokk, enda á hann ekki heima á meðal viðvaninga á Íslandi.
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #14 on: June 24, 2015, 14:06:12 »
Það gengur ekki að kollvarpa viðmiðum og miða við annað en meðaltals línuna sem fundin er út frá Competition. Ingólfur formaður hefur alla tíð vitað hvar upplýsingar um útreikningana er að finna.  Það er ekki nógu gott að fá mann til að reikna þetta upp á nýtt og þekkir ekki nægilega til málana, óupplýstur. Það þarf að skoða þetta betur. OF- flokkur hefur verið keyrður í mörg ár með góðum árangri. Ekki er nokkur ástæða til að umbreyta grundvöll meðaltals línunar. Það skiptir svo sem ekki máli hvort tímar Competition koma beint frá NHRA (netinu) eða blaði þetta var byrt í National Dragster, sama niðurstaða þar. Eins og Baldur nefnir þá er lítil breyting á þessu línuriti ef sama meðaltals aðferðin er notuð. (Baldur nefnir sem hallatölu).
kveðja, Gretar Franksson   
Gretar Franksson.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #15 on: June 24, 2015, 16:49:17 »
Gott að sjá þig fagna og gleðjast Kiddi. Við vorum eiginlega allir búnir að gleyma þér.

Takk Grétar.

Það er eitthvað búið að breyta reikningunum.

Við sjáumst hressir bold and the beautiful viðvaningarnir í kvöld.


Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: OF index
« Reply #16 on: June 24, 2015, 17:23:14 »
Ég er búinn að vera að garfa aðeins í þessu og sýnist að við síðustu uppfærslu sem ég hef gögn um hafi verið notast við Altered flokkinn og þá eingöngu venjulegu N/A undirflokkana, ekki alla undirflokka Altered, alla undirflokka Econo Dragster og alla undirflokka Gas Dragster. Ef ég nota eingöngu þá flokka, frá A/A upp í L/A og ekki flokka þar á milli sem fjalla um sértilfelli, þá fæ ég út formúluna 0.3236x + 5.86
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #17 on: June 24, 2015, 20:00:49 »
Baldur, það er einn punktur þarna 3.4/7.08 sem breytist lítið miðað við gamla línuritið. Þetta er eini punkturinn sem er langt út úr öðrum sem verður þess valdandi að létt keppnistæki með stóra vél lækka mun minna Index.. en önnur keppnistæki. Þessi punktur breytir meðaltalslinunni svo mikið þarna neðst.
kv, Gretar Franksson
Gretar Franksson.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #18 on: June 24, 2015, 21:14:00 »
það er alltaf flott og gott mál að sjá fólk sem er ekki og ætlar ekki að keppa í OF vera skifta sér af þessu :mrgreen:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: OF index
« Reply #19 on: June 24, 2015, 22:47:15 »
Ég á bíl sem hefur keyrt 3/100 frá fyrra OF indexi.. á pump gas, 28" radial dekkjum, tryggđur á númerum og keyri bílinn svo heim í skúr....

Dugir þađ til? Ekki lengur miđađ viđ nýjustu gögn.

Atvinnumennsku þarf til  :wink:
8.93/154 @ 3650 lbs.