Kvartmílan > Almennt Spjall

Chevy Impala , tölur og upplisýngar ?

(1/3) > >>

siggik:
Var að spá hvort þið vissuð hvort það séu margar gangandi impölur hérna og hvort einhverjar séu í uppgerð og kannski með myndir eða síður ?


alltaf gaman að skoða gamla klassíska bíla á klakanum :wink:

EDIT: tók mynd af þessum í sumar http://www.skonsa.biz/gallery/album03/DSC00029

Moli:
það eru þónokkrar til, ein ef ekki tvær sem ég veit um sem eru til sölu, önnur þeirra er hvít árgerð ´63 með númerið BB-300, hún var til sölu einhverntíman í haust eða vetur og það þurfti að laga hana aðeins til samt ekkert stórvægilegt. Hin er árgerð ´64 og er sett á hana 1.400.000 læt fylgja mynd af henni...

TONI:
Sælir
Er ekki forláta svartur Camaro í myndasafninu hjá þér, væri ekki ónýtt fyrir okkur sem höfum ekkert að gera að vita hvar hann staddur svo við getum eitt okkar tíma í að skoða hann. Kv. TONI

Moli:
sæll Toni, þú ert væntanlega að meina þennan?



er þetta annars ekki ´68 Firebirdinn hans Sævars Péturss. sem stendur núna uppi á gám fyrir utan verkstæðið hans?  :roll:

TONI:
Já það var svo sem auðvitað að þegar maður ættlaði að vera gáfulegur kemur það svona út. Er þetta bíll sem er ónýtur eða hver eru eða verða afdrif hans. Önnur heimskuleg athugasemd, hvar er þetta verkstæði. Kv. TONI

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version