Author Topic: Við erum að leita að áhugasömum félagsmönnum og konum til starfa  (Read 4397 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Til að takast á við aukin verkefni leitar Kvartmíluklúbburinn að sjálfboðaliðum til starfa fyrir klúbbinn á breiðum vettvangi.

40 ára afmælisnefnd hefur mikið verk fyrir höndum við undibúning og skipulagningu á afmælishátíð í júníbyrjun.  
Hilmar Jacobsen, Sigurjón Andersen, Ingólfur Arnarson og Ingimundur Helgason eru frá stjórn KK.
Það er mikil þörf á sjálfboðaliðum til að gera afmælishátíðina veglega og eftirminnilega.

Reglunefnd hefur verið falið að fara yfir reglur King of the Street keppninnar, huga að nýju keppnisfyrirkomulagi í klúbbnum og uppfæra reiknitöflu fyrir OF index.
Baldur Gíslason leiðir vinnu nefndarinnar frá stjórn KK ásamt Jón Bjarna Jónssyni. Þá hefur Kristján Stefánsson bæst i hópinn.
vantar klúbbinn am.k. tvo félagsmenn til viðbótar í þessi verkefni.

Öryggisnefnd eru mikilvægur þáttur í öllu starfi klúbbsins.
Jakob Bergvin Bjarnason leiðir vinnu hópsins frá stjórn KK og mun Hálfdán Sigurjónsson hafa boðið fram krafta sína á þessum vettvangi, enda öryggisfulltrúi klúbbsins.
Unnar Már Magnússon hefur bæst í hópinn.
Klúbbinn vantar a.m.k. 2-3 félagsmenn til viðbótar í þetta verkefni.

Brautarstjórn hefur verið falið að setja stækkandi akstursíþróttasvæði KK nýjar brautar-, keppnis- og umgengnisreglur. Auk þess að skipuleggja, samræma og stjórna notkun akstursbrauta.
Jón Bjarni Jónsson leiðir hópinn frá stjórn KK og hefur Unnar Már Magnússon boðið fram krafta sína á þessum vettvangi.
Friðrik Daníelsson hefur bæst í hópinn.
Það vantar 2-3 félagsmenn í þennan hóp.

Keppnistjórn fær nýja stjórnstöð til afnota í vor skipuleggur keppnishaldið í sumar. Fyrirhugað er að stækka þennan hóp töluvert.
Jón Bjarni Jónsson og Baldur Gíslason eru frá stjórn KK og hefur Friðrik Daníelsson boðið fram krafta sína við keppnishaldið.
Þörf er á sjálfboðaliðum á keppnisdögum í hin ýmsu verkefni.

Tækjanefnd hefur umsjón með búnaði og tækjum klúbbsins. Nýtt geymsluhúsnæði hefur verið tekið í notkun en framkvæmdum lýkur þar á næstu vikum.
Jakob Bergvin Bjarnason frá stjórn KK leiðir þennan hóp og þarf með sér 2-3 félagsmenn.
Bjarni Hálfdánarson hefur bæst í hópinn.
Klúbburinn hefur í hyggju að kaupa 2-3 Jr. Dragstera til að nota við kynningu og nýliðun í kvartmílu og mun tækjanefndin annast þá.

Mannvirkjanefnd hefur umsjón með skipulagningu og mótun keppnisbrauta, mannvirkja og umhverfis akstursíþróttasvæðis Kvartmíluklúbbsins.
Frá stjórn KK eru í mannvirkjanefndinni Ingólfur Arnarson, Ingimundur Helgason og Jón Borgar Loftsson. Þá hafa ökukennarar lýst áhuga á að taka þátt í starfi nefndarinnar.
Það vantar 2-3 félagsmenn í þennan hóp sem gert er ráð fyrir að starfi til lengri tíma en frá ári til árs.

Muscle Car deildin skipuleggur bílahitting og sameignlegan rúnt.
Einnig heldur deildin úti FBsiðu með skemmtilegum myndum og myndbrotum https://www.facebook.com/groups/645939148763796/
Sigurjón Andersen kemur fra stjórn KK. B&B Kristinssynir, Björn og Birgir og Magnús Sigurðsson eru virkir í þessu starfi ásamt Jóni Þór Bjarnasyni.

Viltu taka þátt í starfi klúbbsins?

Sendu tölvupóst á ingimundur@shelby.is til að bjóða fram krafta þína og segðu okkur hverju þú hefur áhuga á að starfa við.
« Last Edit: February 20, 2015, 02:07:35 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Við bendum félagsmönnum á að þegar við óskum eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir klúbbinn þá skapar það þeim sem vilja hafa áhrif, tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum og skoðunum á framfæri.