Author Topic: Klúbburinn þinn  (Read 2145 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Klúbburinn þinn
« on: February 18, 2015, 01:38:00 »
Framundan er eitt umfangsmesta starfsár í sögu Kvartmíluklúbbsins.

Klúbburinn verður 40 ára þann 6. júní n.k. og fyrirhugar að halda veglega afmælishátíð dagana fyrir og eftir afmælisdaginn.
Á hátíðinni verður haldin vegleg bílasýning, til landsins kemur Fire Force Jet Car keyrir á brautinni og verður til sýnis á hátíðinni.

Framkvæmdum við hringakstursbraut verður haldið áfram auk þess sem að hafist verður handa við breikkun og malbikun kvartmílubrautarinnar.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í vor.

Lokið verður við frágang á geymsluhúsnæði og stjórnstöð gangsett.

Malbikun og breikkun kvartmílubrautarinnar bætir keppnisaðstöðu og eykur öryggi.

Hringakstursbrautin eykur notagildi aksturssvæðis KK með aukinni fjölbreytni.

Ökukennsla hefst um leið og ökugerðishluti framkvæmdanna verður tilbúinn.

Klúbburinn vonar að áhugi félagsmanna aukist og fleiri komi til starfa með okkur.

« Last Edit: February 18, 2015, 02:48:26 by SPRSNK »