Kvartmílan > Almennt Spjall
Tilnefning aksturíþróttamanns í spyrnu.
Gretar Franksson.:
Ok. Stefán skoðum aðeins staðreyndir svona fyrir utan val á keppendum. Það var svo mikið af þjöppuðum leir í brautinni að nýju skófludekkin hjá mér skrippluðu ofan á harðri brautinni og náðu ekki almennilegu gripi, þó er 2falt keflar í skóflunum, og það sá verulega á þeim eftir eina keppni. Stjáni Skjól náði heldur ekki almennilegu gripi á nýjum skófludekkjum þær einfaldlega gáfu eftir og svignuðu aftur. En þetta voru kjör aðstæður fyrir "götudekk" þ.e. rosa gróf 4hjóla dekk, það mætti líkja aðstæðum við malaveg frekar en sandbraut. Þannig að ef þessi braut verður lagfærð og sett meira af sandi í hana eins og til stendur þá verður erfitt að ná svipuðum tímum í þessum flokkum sem nota "götudekk"
kv, GF.
Dr.aggi:
Undarlegt að 100% sigur í öllum keppnum í mílu og sandi dugi ekki til útnefningar til akstursíþróttamanns ársins.
Þarf ekki að setja einhverjar verklasreglur fyrir þessa nefnd?
Eins er ég að velta því fyrir mér hvort það þurfi ekki að skerpa á öryggisreglum varðandi það að menn getti ekki sett hvaða gúmmí sem er undir.
Hef reyndar ekki aflað mér uppl. Um það hvort fjórhjóladekk hafi burðargetu fyrir áttagata kagga en eru eflaust DOT stimpluð.
Kv.
Aggi
Kristján Skjóldal:
það er búið að hella sér yfir þessi fjórhjóladekk :idea: þaug eru lögleg. sem leingi sem þaug eru DOT þá má nota þaug .það stendur ekkert í okkar reglum um að þaug þurfi að standast skoðun á skoðunarstöð :idea: svo þaug sleppa. og þaug gera flokkinn skemtilegri sem veitti ekki af ! það var orðið þreitt að sjá bíla fasta á ráslínu ár eftir ár og keyra 10 sek :mrgreen: svo er kominn tilaga um að leifa frjálsan skurð á dekkjum í þessum flokki því ef eitthvað dekk virkar voða vel. þá fara bara allir á svoleiðis og ekkert kæru vesen.
Dodge:
Það verðu leifður dekkjaskurður í fólksbílaflokki á næsta ári svo menn geti skorið til túttur sem þeir eiga til og mætt fyrir lítið fé...
En ég ætla nú ekki að segja meira um þessi mál en það er alveg með ólíkindum hvað menn ætla að væla mikið yfir þessu!
Jú vissulega Aggi þá dugar þessi árangur Grétars fyllilega til að verðskulda tilnefningu en það þíðir ekki að aðrir geti ekki hafa staðið sig betur..
Ég held að menn ættu bara aðeins að fara að slaka á í að hrauna opinberlega yfir annara manna árangur. Þessir þrír kandidatar stóðu sig allir frábærlega en þessi varð fyrir valinu af ástæðum sem er búið að greina frá hér að ofan.
Og btw alveg slakir á "við í KK erum ósáttir með þessa ákvörðun".. spyrnuráð skipa 2 frá KK og 1 BA eins og áður hefur komið fram.
1965 Chevy II:
Hér skrifa menn vissulega ekki fyrir hönd allra í KK ! Leiðinlegt að sjá menn gera lítið úr flottum árangri félaga í spyrnu hér á opinberum vettvangi!
Grétar var hefði vissulega verið vel að þessu kominn en Danni ekki síður greinilega og menn hafa örugglega lagst vel ofan í þetta hjá AKÍS og ekki verið með einelti á superstjörnurnar í OF flokk í huga.
Ég óska Danna til hamingju með frábæran árangur og styð þessi dekkjamál líka, mjög gaman sjá götubíla mokast áfram. =D>
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version