Sælir félagar.
Smá komment hérna.
Þetta er ágætis hugmynd og hefur verið framkvæmd af flestum þulum KK síðan á síðustu öld!
Ég var þulur í nokkur ár á brautinni og klúbburinn má eiga gömlu möppuna mína þar sem ég er með upplýsingar um öll keppnistæki á nokkura ára tímabili bæði sem þulur og keppnisstjóri.
Ætli maður þurfi ekki að gramsa í miklu dóti til að finna þetta en þær eru til.
Hins vega held ég að flest þau tæki sem voru þá í keppni séu löngu dottin út í dag og ný tekin við (sem betur fer).
Eins og ég hafði þetta á sínum tíma þá urðu allir keppendur að fylla út blað um tækin við skráningu og þulur fékk síðan blöðn til þess að nota við sitt starf og þau gögnuðust síðan öðrum stafsmönnum ef á þurfti að halda.
Ég vona svo sannarlega að þetta komist á aftur, en Jón Bjarni er að standa sig mjög vel sem þulur en ég verð að viðurkenna að ég öfunda hann stundum af skiltunum sem ég og mínir samtímamenn höfðum ekki.
Við verðum líka að athuga það að góður þulur getur gert keppni skemmtilega þú svo að lítið sé að gerast og það þarf ekki að fara lengra en til Vals Vífilssonar til að sjá það.
Kv.
Hálfdán.