Kvartmílan > Almennt Spjall
Á að breyta kvartmíluspjallinu?
Moli:
Mér datt í hug að gera smá könnunn um hvort að fólk vilji í raun breyta spjallinu aðeins en þá aðeins á betri veg...? :wink:
------------------------------------------------------------------------------------
KVARTMÍLAN
1. Almennt spjall
almennar fyrirspurnir, ábendingar, og spjall um kvartmílu og það
sem henni við kemur
2. Bílarnir og Græjurnar (ekki hljómflutningstæki!!)
fyrirspurnir um bíla og græjur og umræðuefni um bíla sem tengjast kvartmílu!
3. Bifhjól
allt það sem þeim viðkemur
4. Keppnishald / Úrslit og Reglur
allt það sem því viðkemur
5. Hlekkir
þræðir á athugaverða bíla, heimasíður,
góð erlend spjallborð tengd kvartmílu, myndböndum, greinum os.frv
6. Aðstoð
hérna geta meðlimir sett inn fyrirspurnir ef þeir lenda í einhverskonar
vandræðum með bílana sína með vélartengda hluti, drif, ísetningar, rafmagn, os.frv
7. Meðlimir
hérna geta meðlimir spjallsins kynnt sig og bílana sína,
sagt hvað er að gerast hjá sér hverju sinni (jafnvel sett inn mynd)
MARKAÐURINN
1. Til Sölu
allt til sölu sem viðkemur kvartmílu á einn eða annan hátt
t.d. bílar, vélar og ALLIR vélatengdir hlutir, skiptingar, drif, nitro kerfi o.þ.h.
2. Óskast keypt
allt til sölu sem viðkemur kvartmílu á einn eða annan hátt
t.d. bílar, vélar og ALLIR vélatengdir hlutir, skiptingar, drif, nitro kerfi o.þ.h.
3. ANNAÐ TIL SÖLU
flokkast undir t.d. gömul fótanuddtæki, hljómfluttningstæki, bíla og
önnur farartæki sem ekki tengjast kvartmílu á neinn hátt og ALLT
ANNAÐ sem meðlimir spjallsins vilja selja
------------------------------------------------------------------------------------
hvernig líst ykkur á þessa uppsetningu :idea:
Í raun er bara verið að útiloka spjall sem tengist ekkert kvartmílu, og þess vegna ætti það spjall bara að leita annað! Eitt sem mig langar til að benda á.. það væri frábært ef það væri hægt að setja inn myndir eins og tíðkaðist alltaf hérna áður, fólk hefur verið í bölvuðu veseni með að setja inn myndir en ég veit ekki hvort það tengist eitthvað plássinu á "servernum" sem hýsir www.kvartmila.is, ég geri mér auðvitað grein fyrir því að myndir taka sitt pláss og hvert megabæt kostar einhverjar krónur, það væri kannski hægt að hafa myndir inni bara í einn mánuð eða svo og svo yrðu þær teknar út, ég veit að þetta skapar líka vinnu við spjallið, en ég er bara að benda á að það væri mjög mikill kostur ef þetta væri hægt, það myndi eflaust lífga upp á umræðurnar og starta kannski aftur þessum umræðum sem einkendu spjallið fyrir 2-3 árum!!??
hvað finnst ykkur!?!? :o :D :wink:
phoenix:
ég væri allaveganna meira en til í svona breytingu 8)
Moli:
jæja... mér sýnist svo að fólk vilji breytingar... :!: hvað segið þið vefstjórar?? :?:
1965 Chevy II:
Það er voða einfalt að henda inn svona könnun og gera kröfur :evil: Það vilja allir betra spjall það er bara eins með þetta og allt í svona klúbb að það vantar hendur, kunnáttu og tíma til að vinna verkið.
Síðan er í vinnslu,það á eftir að taka langann tíma að gera þetta flott og þið verðið bara að slappa af á meðan og lifa með því sem í boði er.
Moli:
þetta voru engar rosalegar kröfur, bara smá hugmynd og var að athuga viðbrögð hjá vefstjórum, en gaman að vita að þetta á eftir að taka breytingum! :wink:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version