Gámalausnin er líka fáránlega dýr þegar hún hefur náð að uppfylla kröfur og byggingareglugerðir!!!
Bogahúsin/braggarnir eru örugglega hagkvæmasta lausnin ef byggja á sjálfstæð hús og þegar menn vilja byggja sér rúmgott hús fyrir fleiri en einn eða tvo bíla, gæti líka trúað að það gæti komið skemmtilega út á svæðinu (ákveðinn fortíðarsjarmi yfir braggabyggð) auk þess þá gætu menn mögulega stækkað húsin/lengt eftir því sem bætist í safnið
Hinn möguleikinn er að horfa til skúranna í Móhellu, þ.e. stálgrindarhús byggð í lengju þannig að hver aðili myndi reisa einn gaf, þak og tvo veggi (nema sá fyrst), væntanlega ódýrara en bogahúsin í byggingu og rekstri en ekki eins sveigjanlegt þ.e. menn væru rammaðir inn í upphafi. Þessi leið myndi örugglega henta þeim betur sem væru að horfa eftir litli plássi þ.e. fyrir einn eða jafnvel tvo bíla.
Kannski bland af hvoru tveggja kæmi til greina en þó þannig skipulagt að sómi væri af!