Kvartmílan > Almennt Spjall

Húsnæðismál fyrir delluna !!!

(1/2) > >>

Stefán Hjalti:
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það væri ekki vit í ef klúbburinn og áhugasamir félagsmenn gengjust í það að fá úthlutað hjá Hafnarfjarðarbæ smá spildu, helst við land klúbbsins þar sem byggðir yrðu skúrar/hobbyhúsnæði. Þetta mætti útfæra á einfaldan og ódýran hátt og með kvöðum sem KK myndi setja þannig að einungis menn tengdir sportinu með einum eða öðrum hætti ættu möguleika á að byggja sér þar húsnæði. Þá mætti hugsa sér að þarna væri KK með nokkuskonar húsfélag sem setti reglur varðandi allt í kringum þetta. Þetta væri þó þannig að KK myndi ekki setja í þetta krónu. Ég er sannfærður um að þetta gæti verið lyftistöng fyrir sportið auk þess að auðvelda áhugasömum að komast í þokkalegt húsnæði yfir tækin okkar á skikkanlegu verði.

Ég gæti tekið að mér að hanna þetta, svo leynast örugglega iðnaðarmenn og dugnaðarforkar til að koma þessu upp.

Hvernig hljómar þetta?

maggifinn:
Þetta fyrirkomulag er í flugklúbbnum í mínum heimabæ, og er eftirfarandi:

9.Grein.
Skýli eru fyrir fisflugvélar félagsmanna svo og tæki og vélar félagsins. Stæði í skýli  skulu leigð út og miðast eingöngu við fisflugvélar. Eitt stæði miðast við með uppsetta vængi og ½ stæði miðast við fis sem er ekki með uppsetta vængi, enda fer mun minna fyrir því. Hætti einhver og byrjar aftur getur viðkomandi ekki krafist þess að fá stæðið sitt aftur ef skýli eru full. Ekki er leyfilegt að áfram leigja stæðið öðrum. Stjórn Sléttunnar sér um að leigja út stæði og skulu undirritaðir samningar þar um.
10.Grein.
Þeir félagsmenn sem eru fullgildir félagar í Fisfélaginu Sléttunni geta byggt einka flugskýli á félagssvæði Sléttunnar ef samþykki meirihluta liggur fyrir, ásamt leyfi frá bæjaryfirvöldum. Byggingar á Sléttu svæðinu eru eingöngu leyfilegar á fyrirfram ákveðnum byggingarreitum samkvæmt skipulagi svæðisins og þurfa að standast allar reglur varðandi burðarþol. Skilyrt er að skýlið sé eingöngu notað til geymslu flugvéla en ekki til leigu fyrir annað eins og t.d. bíla, hjólhýsi eð búslóðir. Útleiga er eingöngu leyfileg fyrir fis eða flugvélar. Skýlið þarf að vera fullgert að utan og snyrtilegt svo ekki skapist hætta vegna foks. Skilyrt er að eigandi skýlisins sé fullgildur meðlimur í  Fisfélaginu Sléttunni. Ef meðlimur gengur úr félaginu er hann skuldbundinn til að selja skýlið á sanngjörnu verði samkvæmt hlutlausum matsmönnum til dæmis fasteignasölum og á Fisfélagið Sléttan forkaupsrétt og síðan gengur næsti kaupréttur til félagsmanna Sléttunnar. Ef ekki semst um sölu skýlis innan tveggja ára þarf eigandinn að sjá um að fjarlægja skýlið.

SPRSNK:
Þetta er góð hugmynd sem vert er að taka til skoðunar við skipulag svæðisins til framtíðar!

Stefán Hjalti:
Þetta er flott Magnús, þarna eru reglurnar komnar. Það sem mætti bæta við þær er að hafa sameiginlegt húsfélag sem héldi t.d. utan um allt viðhald og umgengismál þannig að þetta væri félagsmönnum og klúbbnum til sóma.

Það væri gaman að heyra hver áhugi er fyrir þessu, hvort áhugasamir teljist á fingrum annararhandar, þá er þessu sjálfhætt en ef áhuginn er verulegur þá trúi ég því að setja mætti pressu á þetta mál og koma því af stað fyrr en seinna en þar þyrfti KK að vera í forsvari og forgöngu.

Í dag er ódýrasta húsnæði sem í boði er í þessum minni stærðum c.a. 120.000,- kr/m2 (skúrarnir í Móhellu). Með því að útfæra húsnæðið á hagkvæman hátt og að menn geti byggt þetta sem mest sjálfir er nokkuð víst að húsnæðið ætti að geta verið mun hagkvæmara en það.

Harry þór:
Er búinn að ganga með þessa hugmynd innra með mér í mörg ár. Þetta gæti líka sett flottan svip á svæðið.

Mbk harry þór

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version