Kvartmílan > Almennt Spjall

Húsnæðismál fyrir delluna !!!

<< < (2/2)

baldur:
Svipuð hugmynd hefur komið upp áður í sambandi við uppbyggingu á svæðinu, þeas að byggja bílskúra við pittinn sem keppendur gætu haft til afnota.

stebbsi:
Ég hef einmitt verið að skoða hvernig (og hvar) ég gæti komið mér upp ódýrum skúr og hef verið að hugsa þetta útfrá gámum eitthvað í þessa áttina..
Auðvitað endalausir möguleikar í gámum og ódýrt..



Eins og á myndinni er hægt að ná slatta af fermetrum með því að opna hliðarnar sem snúa að hvor annarri, henda nokkrum kraftsperrum á milli og loka á milli endanna með veggjum og hurð.

Harry þór:
Stebbsi, það einmitt svona klambur sem myndi ekki sóma sér á svæðinu.

Mbk harry þór

1965 Chevy II:
Sælir, ég held að svona bogahús gætu hentað vel í þetta. Þetta hlýtur að vera með ódýrari lausnum í skúramálum:
http://hysi.is/bogahus-braggar/verdlisti-bogahus/
http://hysi.is/bogahus-braggar/varanleg-bogahysi/

Stefán Hjalti:
Gámalausnin er líka fáránlega dýr þegar hún hefur náð að uppfylla kröfur og byggingareglugerðir!!!

Bogahúsin/braggarnir eru örugglega hagkvæmasta lausnin ef byggja á sjálfstæð hús og þegar menn vilja byggja sér rúmgott hús fyrir fleiri en einn eða tvo bíla, gæti líka trúað að það gæti komið skemmtilega út á svæðinu (ákveðinn fortíðarsjarmi yfir braggabyggð) auk þess þá gætu menn mögulega stækkað húsin/lengt eftir því sem bætist í safnið :)

Hinn möguleikinn er að horfa til skúranna í Móhellu, þ.e. stálgrindarhús byggð í lengju þannig að hver aðili myndi reisa einn gaf, þak og tvo veggi (nema sá fyrst), væntanlega ódýrara en bogahúsin í byggingu og rekstri en ekki eins sveigjanlegt þ.e. menn væru rammaðir inn í upphafi. Þessi leið myndi örugglega henta þeim betur sem væru að horfa eftir litli plássi þ.e. fyrir einn eða jafnvel tvo bíla.

Kannski bland af hvoru tveggja kæmi til greina en þó þannig skipulagt að sómi væri af!

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version