Author Topic: Húsnæðismál fyrir delluna !!!  (Read 4609 times)

Offline Stefán Hjalti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 86
    • View Profile
Húsnæðismál fyrir delluna !!!
« on: April 26, 2014, 20:30:32 »
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það væri ekki vit í ef klúbburinn og áhugasamir félagsmenn gengjust í það að fá úthlutað hjá Hafnarfjarðarbæ smá spildu, helst við land klúbbsins þar sem byggðir yrðu skúrar/hobbyhúsnæði. Þetta mætti útfæra á einfaldan og ódýran hátt og með kvöðum sem KK myndi setja þannig að einungis menn tengdir sportinu með einum eða öðrum hætti ættu möguleika á að byggja sér þar húsnæði. Þá mætti hugsa sér að þarna væri KK með nokkuskonar húsfélag sem setti reglur varðandi allt í kringum þetta. Þetta væri þó þannig að KK myndi ekki setja í þetta krónu. Ég er sannfærður um að þetta gæti verið lyftistöng fyrir sportið auk þess að auðvelda áhugasömum að komast í þokkalegt húsnæði yfir tækin okkar á skikkanlegu verði.

Ég gæti tekið að mér að hanna þetta, svo leynast örugglega iðnaðarmenn og dugnaðarforkar til að koma þessu upp.

Hvernig hljómar þetta?
Stefán H Helgason

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Húsnæðismál fyrir delluna !!!
« Reply #1 on: April 28, 2014, 10:52:42 »
Þetta fyrirkomulag er í flugklúbbnum í mínum heimabæ, og er eftirfarandi:

9.Grein.
Skýli eru fyrir fisflugvélar félagsmanna svo og tæki og vélar félagsins. Stæði í skýli  skulu leigð út og miðast eingöngu við fisflugvélar. Eitt stæði miðast við með uppsetta vængi og ½ stæði miðast við fis sem er ekki með uppsetta vængi, enda fer mun minna fyrir því. Hætti einhver og byrjar aftur getur viðkomandi ekki krafist þess að fá stæðið sitt aftur ef skýli eru full. Ekki er leyfilegt að áfram leigja stæðið öðrum. Stjórn Sléttunnar sér um að leigja út stæði og skulu undirritaðir samningar þar um.
10.Grein.
Þeir félagsmenn sem eru fullgildir félagar í Fisfélaginu Sléttunni geta byggt einka flugskýli á félagssvæði Sléttunnar ef samþykki meirihluta liggur fyrir, ásamt leyfi frá bæjaryfirvöldum. Byggingar á Sléttu svæðinu eru eingöngu leyfilegar á fyrirfram ákveðnum byggingarreitum samkvæmt skipulagi svæðisins og þurfa að standast allar reglur varðandi burðarþol. Skilyrt er að skýlið sé eingöngu notað til geymslu flugvéla en ekki til leigu fyrir annað eins og t.d. bíla, hjólhýsi eð búslóðir. Útleiga er eingöngu leyfileg fyrir fis eða flugvélar. Skýlið þarf að vera fullgert að utan og snyrtilegt svo ekki skapist hætta vegna foks. Skilyrt er að eigandi skýlisins sé fullgildur meðlimur í  Fisfélaginu Sléttunni. Ef meðlimur gengur úr félaginu er hann skuldbundinn til að selja skýlið á sanngjörnu verði samkvæmt hlutlausum matsmönnum til dæmis fasteignasölum og á Fisfélagið Sléttan forkaupsrétt og síðan gengur næsti kaupréttur til félagsmanna Sléttunnar. Ef ekki semst um sölu skýlis innan tveggja ára þarf eigandinn að sjá um að fjarlægja skýlið.

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: Húsnæðismál fyrir delluna !!!
« Reply #2 on: April 28, 2014, 10:57:35 »
Þetta er góð hugmynd sem vert er að taka til skoðunar við skipulag svæðisins til framtíðar!

Offline Stefán Hjalti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 86
    • View Profile
Re: Húsnæðismál fyrir delluna !!!
« Reply #3 on: April 28, 2014, 23:56:33 »
Þetta er flott Magnús, þarna eru reglurnar komnar. Það sem mætti bæta við þær er að hafa sameiginlegt húsfélag sem héldi t.d. utan um allt viðhald og umgengismál þannig að þetta væri félagsmönnum og klúbbnum til sóma.

Það væri gaman að heyra hver áhugi er fyrir þessu, hvort áhugasamir teljist á fingrum annararhandar, þá er þessu sjálfhætt en ef áhuginn er verulegur þá trúi ég því að setja mætti pressu á þetta mál og koma því af stað fyrr en seinna en þar þyrfti KK að vera í forsvari og forgöngu.

Í dag er ódýrasta húsnæði sem í boði er í þessum minni stærðum c.a. 120.000,- kr/m2 (skúrarnir í Móhellu). Með því að útfæra húsnæðið á hagkvæman hátt og að menn geti byggt þetta sem mest sjálfir er nokkuð víst að húsnæðið ætti að geta verið mun hagkvæmara en það.
Stefán H Helgason

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Húsnæðismál fyrir delluna !!!
« Reply #4 on: April 29, 2014, 13:46:59 »
Er búinn að ganga með þessa hugmynd innra með mér í mörg ár. Þetta gæti líka sett flottan svip á svæðið.

Mbk harry þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: Húsnæðismál fyrir delluna !!!
« Reply #5 on: April 29, 2014, 14:00:23 »
Svipuð hugmynd hefur komið upp áður í sambandi við uppbyggingu á svæðinu, þeas að byggja bílskúra við pittinn sem keppendur gætu haft til afnota.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline stebbsi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Húsnæðismál fyrir delluna !!!
« Reply #6 on: April 29, 2014, 22:40:48 »
Ég hef einmitt verið að skoða hvernig (og hvar) ég gæti komið mér upp ódýrum skúr og hef verið að hugsa þetta útfrá gámum eitthvað í þessa áttina..
Auðvitað endalausir möguleikar í gámum og ódýrt..



Eins og á myndinni er hægt að ná slatta af fermetrum með því að opna hliðarnar sem snúa að hvor annarri, henda nokkrum kraftsperrum á milli og loka á milli endanna með veggjum og hurð.
Stefán Ingi Ingvason

1969 Dodge Dart GT

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Húsnæðismál fyrir delluna !!!
« Reply #7 on: April 29, 2014, 23:23:20 »
Stebbsi, það einmitt svona klambur sem myndi ekki sóma sér á svæðinu.

Mbk harry þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Húsnæðismál fyrir delluna !!!
« Reply #8 on: April 29, 2014, 23:58:07 »
Sælir, ég held að svona bogahús gætu hentað vel í þetta. Þetta hlýtur að vera með ódýrari lausnum í skúramálum:
http://hysi.is/bogahus-braggar/verdlisti-bogahus/
http://hysi.is/bogahus-braggar/varanleg-bogahysi/

.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Stefán Hjalti

  • In the pit
  • **
  • Posts: 86
    • View Profile
Re: Húsnæðismál fyrir delluna !!!
« Reply #9 on: April 30, 2014, 09:27:19 »
Gámalausnin er líka fáránlega dýr þegar hún hefur náð að uppfylla kröfur og byggingareglugerðir!!!

Bogahúsin/braggarnir eru örugglega hagkvæmasta lausnin ef byggja á sjálfstæð hús og þegar menn vilja byggja sér rúmgott hús fyrir fleiri en einn eða tvo bíla, gæti líka trúað að það gæti komið skemmtilega út á svæðinu (ákveðinn fortíðarsjarmi yfir braggabyggð) auk þess þá gætu menn mögulega stækkað húsin/lengt eftir því sem bætist í safnið :)

Hinn möguleikinn er að horfa til skúranna í Móhellu, þ.e. stálgrindarhús byggð í lengju þannig að hver aðili myndi reisa einn gaf, þak og tvo veggi (nema sá fyrst), væntanlega ódýrara en bogahúsin í byggingu og rekstri en ekki eins sveigjanlegt þ.e. menn væru rammaðir inn í upphafi. Þessi leið myndi örugglega henta þeim betur sem væru að horfa eftir litli plássi þ.e. fyrir einn eða jafnvel tvo bíla.

Kannski bland af hvoru tveggja kæmi til greina en þó þannig skipulagt að sómi væri af!
Stefán H Helgason