Kvartmílan > Almennt Spjall
mótoroliu pælingar
Krissi Haflida:
Langaði að forvitnast um hvaða mótoroliu menn hafa verið að nota á vélarnar hjá sér.
þið sem eruð komnir með háan gormaþrýsting og flr þar sem mæðir orðið mikið á ventlabúnaði,
og þær vélar sem eru næstum á kill í hverri ferð, hvað hefur verið að koma best út hjá ykkur?
ég sjálfur hef verið að nota valvoline vr1 20w50 og er ekki nógu ánægdur med hana
óþarflega mikið slit á ventlabúnaði sem ég get rakið til oliunnar, veit um eina aðra vél sem notaði sömu oliu
og er bilun þar í ventlabúnaði sem má rekja til oliunnar.
hvað hefur komið best út hjá ykkur?
Kristján Skjóldal:
ég er mjög sáttur við motul :wink:
Lenni Mullet:
Krissi er 20W50 ekki óþarflega þykk olía ??? Þætti henni ekki betra að vera með 10W40 eða jafnvel þynnra 5W40 eða 5W30
Sjálfur hef ég notað Royal Purple MJÖG ánægður með hana.
XPR olían hefur nefninlega þá eiginleika að hún má blandast með fullt af bensíni áður en það fer að vera issue. geri fastlega ráð fyrir því að þú sért með svona þykka olíu vegna þess að það er að blandast slatti af eldsneyti útí olíuna í svona race mótorum og þá er gott að vera með olíu sem er hönnuð til að taka við einhverju svona sulli...
Mineral olíurnar eru skárri en þessar VENJULEGU synthetisku olíur hvað varðar að þær þoli að blandast bensíni uppað ákveðnu marki.
En svo eru komnar flottar synthetiskar olíur sem þoli meirri blöndun af alskonar svona drasli heldur en gömlu mineral olíurnar
Valvoline VR1 olían er blönduð synthetisk olía sem stendur reyndar ekki utaná brúsunum og svo hafa einhverjir kallar útí hinum stóra stóra heimi tekið þessa VR1 olíu í efnagreiningu og þá kom í ljós að í henni er mun minna af Zink of fosfór og svona góðu stöffi heldur en í flest öllum öðrum Race olíum.
ÁmK Racing:
í mínum 632 mótor hef ég notað bæði Valvoline VR1 10/60 og svo 20/50 og hefur þetta ekki sýnt mér neinn vandræði hvorki í valvetrain eða legum.Við höfum verið að nota Valvoline 10/60 og 20/50 á 427 Cleveland mótor líka og einginn vandræði þar heldur.Ég prufa á einum tíma Royal Purpul bæði á vél og kassa í Hulk og það á ég ekki eftir að gera aftur.Eagle Race engines sem smíðaði minn mótor sagði bara nota valvoline 10/60 eða 20/50.Vinur minn á Camaro með 520cid Blown Hemi á alka og hann notar Valvoline 70 einþykktar oliu.Því aðal málið er að halda sveifaránum frá legunnum og þynnri olía blæðir meira út og er því verri á mótora með mikið smur bil.Ég hef séð á þessum keppnum sem ég hef verið á að sumir nota Shell Rotella sem er ætluð á Disel hækjur sérstaklega á Turbo vélarnar.Kv Árni
Krissi Haflida:
Lenni, þykktin er ekki vandamáliðl, vélin er sett saman með það í huga að nota svona þykka oliu. enda var ekki neitt að sjá á legum, slífum eða stimplum ef út í það er farið, bara ventlabúnaðurinn sem er ekki hress með þetta,
enda kem ég til með að nota áfram þessa þykkt af oliu, en ætla að skipta um tegund.
eftir að þetta vandamál kemur upp hjá mér þá fór ég að kynna mér þetta og er þetta víst eitthvað sem er ekki óalgengt að menn
lendií þessu með valvoline vr1 20w50 einmitt vegna þess að búið er minnka magnið af efnunum zink og fosfór til að hún standist einhverja mengunar staðla
Stjáni hvaða týpu af motul oliunni hefur þú verið að nota?
Lenni hvaða týpu af roylanum hefur þú verið að nota?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version