Kvartmílan > Almennt Spjall

mótoroliu pælingar

<< < (2/4) > >>

Lenni Mullet:
Ég nota Royal Purple XPR

Kristján Stefánsson:
Sælir.

Hvað er það sem er að slitna meira en óeðlilegt þykir í ventlakerfinu hjá þér nafni ?
Hve mikill er þrýstingurinn á gormunum, opinn og í sæti ?

Ég hef notað VR1 Valvoline með góðum árangri, oftast 20w50 en líka 10w60.
Prófaði olíu frá Mobil ætlaða fyrir dísel vélar 15w40 og er það eitthvað sem ég nota ekki aftur.

Hvaða olíur eru það sem eru í boði hér á landi sem henta vélum undir miklu álagi og hvar fást þær ?

Kristján Skjóldal:
ég hef verið að nota þessa 300 V 20W50 og það er allt sem nýtt í vél eftir allavega 4 ár án þess að líta á neitt! og ég hefði geta notað legur en þar sem það sér ekkert á þeim. svo ég er meira en sáttur :wink:

Krissi Haflida:

--- Quote from: Kristján Stefánsson on March 21, 2014, 17:29:50 ---Sælir.

Hvað er það sem er að slitna meira en óeðlilegt þykir í ventlakerfinu hjá þér nafni ?
Hve mikill er þrýstingurinn á gormunum, opinn og í sæti ?

Ég hef notað VR1 Valvoline með góðum árangri, oftast 20w50 en líka 10w60.
Prófaði olíu frá Mobil ætlaða fyrir dísel vélar 15w40 og er það eitthvað sem ég nota ekki aftur.

Hvaða olíur eru það sem eru í boði hér á landi sem henta vélum undir miklu álagi og hvar fást þær ?



--- End quote ---

það sem er óðeðlilegt slit á ventlabúnaði er að hun var búina að naga niður eina undirliftustöng
gorma þrýstingurinn hja mér er mikill 380 í sæti 1040 við opinn
þess heldur að olian þarf að vera góð, brotni ekki undan þessari pressu

hin vélin sem ég minntist á í fyrsta póstinum, hún var hreinlega búin með kambinn á einum stað
og er það full roller mótor.

úrvalið af oliu sem er ætlað í svona notkun er ekki allt of mikið af hér á landi finnst mér eftir að ég fór að kynna mér þetta,

það er eiginlega bara

royal purple
Valvoline
Motul

að ég best veit

bílanaust var með highperformance 20w50 oliu frá Mobil1 en eru hættir að selja hana hér á landi var að spurjast fyrir um það.

var ekki einhver með joe gibbs ?

edilega fleiri að koma með komment á það hvaða oliu þið notið og hafa verið að standa sig?

baldur:
Gunni Bjarna er með Joe Gibbs.

En ef kamburinn klárast þegar það er roller lyfta þá er það nú varla olíunni að kenna. Roller þarf sáralitla smurningu undir venjulegum kringumstæðum, þarf fyrst og fremst kælingu. Það sem rollerinn þarf hinsvegar til þess að endast er 100% contact við knastinn allan hringinn, alltaf. Ég er því þeirrar skoðunar að ef roller er notaður með solid lyftum þá eigi að vera rev kit til að halda rollernum við knastinn.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version