Author Topic: mótoroliu pælingar  (Read 6594 times)

Offline Krissi Haflida

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.144
    • View Profile
mótoroliu pælingar
« on: March 21, 2014, 09:36:58 »
Langaði að forvitnast um hvaða mótoroliu menn hafa verið að nota á vélarnar hjá sér.

þið sem eruð komnir með háan gormaþrýsting og flr þar sem mæðir orðið mikið á ventlabúnaði,
og þær vélar sem eru næstum á kill í hverri ferð, hvað hefur verið að koma best út hjá ykkur?

ég sjálfur hef verið að nota valvoline vr1 20w50 og er ekki nógu ánægdur med hana
óþarflega mikið slit á ventlabúnaði sem ég get rakið til oliunnar, veit um eina aðra vél sem notaði sömu oliu
og er bilun þar í ventlabúnaði sem má rekja til oliunnar.


hvað hefur komið best út hjá ykkur?

Kristján Hafliðason

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #1 on: March 21, 2014, 09:43:46 »
ég er mjög sáttur við motul :wink:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Lenni Mullet

  • In the pit
  • **
  • Posts: 73
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #2 on: March 21, 2014, 12:02:53 »
Krissi er 20W50 ekki óþarflega þykk olía ??? Þætti henni ekki betra að vera með 10W40 eða jafnvel þynnra 5W40 eða 5W30

Sjálfur hef ég notað Royal Purple MJÖG ánægður með hana.
XPR olían hefur nefninlega þá eiginleika að hún má blandast með fullt af bensíni áður en það fer að vera issue. geri fastlega ráð fyrir því að þú sért með svona þykka olíu vegna þess að það er að blandast slatti af eldsneyti útí olíuna í svona race mótorum og þá er gott að vera með olíu sem er hönnuð til að taka við einhverju svona sulli...

Mineral olíurnar eru skárri en þessar VENJULEGU synthetisku olíur hvað varðar að þær þoli að blandast bensíni uppað ákveðnu marki.
En svo eru komnar flottar synthetiskar olíur sem þoli meirri blöndun af alskonar svona drasli heldur en gömlu mineral olíurnar

Valvoline VR1 olían er blönduð synthetisk olía sem stendur reyndar ekki utaná brúsunum og svo hafa einhverjir kallar útí hinum stóra stóra heimi tekið þessa VR1 olíu í efnagreiningu og þá kom í ljós að í henni er mun minna af Zink of fosfór og svona góðu stöffi heldur en í flest öllum öðrum Race olíum.

AMC For Live

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #3 on: March 21, 2014, 14:27:32 »
í mínum 632 mótor hef ég notað bæði Valvoline VR1 10/60 og svo 20/50 og hefur þetta ekki sýnt mér neinn vandræði hvorki í valvetrain eða legum.Við höfum verið að nota Valvoline 10/60 og 20/50 á 427 Cleveland mótor líka og einginn vandræði þar heldur.Ég prufa á einum tíma Royal Purpul bæði á vél og kassa í Hulk og það á ég ekki eftir að gera aftur.Eagle Race engines sem smíðaði minn mótor sagði bara nota valvoline 10/60 eða 20/50.Vinur minn á Camaro með 520cid Blown Hemi á alka og hann notar Valvoline 70 einþykktar oliu.Því aðal málið er að halda sveifaránum frá legunnum og þynnri olía blæðir meira út og er því verri á mótora með mikið smur bil.Ég hef séð á þessum keppnum sem ég hef verið á að sumir nota Shell Rotella sem er ætluð á Disel hækjur sérstaklega á Turbo vélarnar.Kv Árni
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Krissi Haflida

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.144
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #4 on: March 21, 2014, 14:43:27 »
Lenni, þykktin er ekki vandamáliðl, vélin er sett saman með það í huga að nota svona þykka oliu. enda var ekki neitt að sjá á legum, slífum eða stimplum ef út í það er farið, bara ventlabúnaðurinn sem er ekki hress með þetta,

enda kem ég til með að nota áfram þessa þykkt af oliu, en ætla að skipta um tegund.

eftir að þetta vandamál kemur upp hjá mér þá fór ég að kynna mér þetta og er þetta víst eitthvað sem er ekki óalgengt að menn
lendií þessu með valvoline vr1 20w50 einmitt vegna þess að búið er minnka magnið af efnunum zink og  fosfór til að hún standist einhverja mengunar staðla 

Stjáni hvaða týpu af motul oliunni hefur þú verið að nota?

Lenni hvaða týpu af roylanum hefur þú verið að nota?

« Last Edit: March 21, 2014, 14:45:55 by Krissi Haflida »
Kristján Hafliðason

Offline Lenni Mullet

  • In the pit
  • **
  • Posts: 73
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #5 on: March 21, 2014, 15:37:31 »
Ég nota Royal Purple XPR
AMC For Live

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #6 on: March 21, 2014, 17:29:50 »
Sælir.

Hvað er það sem er að slitna meira en óeðlilegt þykir í ventlakerfinu hjá þér nafni ?
Hve mikill er þrýstingurinn á gormunum, opinn og í sæti ?

Ég hef notað VR1 Valvoline með góðum árangri, oftast 20w50 en líka 10w60.
Prófaði olíu frá Mobil ætlaða fyrir dísel vélar 15w40 og er það eitthvað sem ég nota ekki aftur.

Hvaða olíur eru það sem eru í boði hér á landi sem henta vélum undir miklu álagi og hvar fást þær ?


Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #7 on: March 21, 2014, 21:27:06 »
ég hef verið að nota þessa 300 V 20W50 og það er allt sem nýtt í vél eftir allavega 4 ár án þess að líta á neitt! og ég hefði geta notað legur en þar sem það sér ekkert á þeim. svo ég er meira en sáttur :wink:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Krissi Haflida

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.144
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #8 on: March 21, 2014, 23:07:26 »
Sælir.

Hvað er það sem er að slitna meira en óeðlilegt þykir í ventlakerfinu hjá þér nafni ?
Hve mikill er þrýstingurinn á gormunum, opinn og í sæti ?

Ég hef notað VR1 Valvoline með góðum árangri, oftast 20w50 en líka 10w60.
Prófaði olíu frá Mobil ætlaða fyrir dísel vélar 15w40 og er það eitthvað sem ég nota ekki aftur.

Hvaða olíur eru það sem eru í boði hér á landi sem henta vélum undir miklu álagi og hvar fást þær ?



það sem er óðeðlilegt slit á ventlabúnaði er að hun var búina að naga niður eina undirliftustöng
gorma þrýstingurinn hja mér er mikill 380 í sæti 1040 við opinn
þess heldur að olian þarf að vera góð, brotni ekki undan þessari pressu

hin vélin sem ég minntist á í fyrsta póstinum, hún var hreinlega búin með kambinn á einum stað
og er það full roller mótor.

úrvalið af oliu sem er ætlað í svona notkun er ekki allt of mikið af hér á landi finnst mér eftir að ég fór að kynna mér þetta,

það er eiginlega bara

royal purple
Valvoline
Motul

að ég best veit

bílanaust var með highperformance 20w50 oliu frá Mobil1 en eru hættir að selja hana hér á landi var að spurjast fyrir um það.

var ekki einhver með joe gibbs ?

edilega fleiri að koma með komment á það hvaða oliu þið notið og hafa verið að standa sig?

Kristján Hafliðason

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #9 on: March 22, 2014, 15:51:44 »
Gunni Bjarna er með Joe Gibbs.

En ef kamburinn klárast þegar það er roller lyfta þá er það nú varla olíunni að kenna. Roller þarf sáralitla smurningu undir venjulegum kringumstæðum, þarf fyrst og fremst kælingu. Það sem rollerinn þarf hinsvegar til þess að endast er 100% contact við knastinn allan hringinn, alltaf. Ég er því þeirrar skoðunar að ef roller er notaður með solid lyftum þá eigi að vera rev kit til að halda rollernum við knastinn.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #10 on: March 22, 2014, 17:28:05 »
Afhverju heldur að þetta sé olían Krissi?Ég er með 360lbs í sæti og um 1000 opinn og alltaf verið með Valvoline og not a single problem.Mustanginn er með yfir 700 lift og þetta sull hefur alltaf verið notað á hann og ekkert svona vesen hann með helvíti stífa gorma.Kv Árni
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Krissi Haflida

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.144
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #11 on: March 24, 2014, 23:24:23 »
þegar gormaþrýstingur er kominn yfir 300psi í sæti, ref kit eða ekki þá þarf að vera smur. svo allt fari ekki í steik.

hvað mina vél varðar þá fylgist ég mjög vel með ventlabúnaði, og er þetta eina skíringin sem ég finn á þessum vandræðum hjá mér
ég er ekki að segja neinum að hætta nota þá oliu sem þeir eru ánægðir með, bara að forvitnast um hvað aðrir eru að nota
að sálfsögðu nota menn það áfram sem þeir eru sáttir við og er að koma vel út hjá þeim.




Kristján Hafliðason

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #12 on: March 26, 2014, 08:26:48 »
Það þarf að mota synthetic á Solid Roller eða 250lbs seat(Synthetic á allt flat tapped) og upp þar sem Mineral olúrunar eru ekki með jafna molecule uppbyggingu og brotnar hratt niður en gerðin skiptir nánast engu sé um þekkt merki að ræða

Sennilega er ekki rétt upp settur ventlabúnaður eða herslan á knastinum léleg/of þunn en þegar um mikið LSA þarf custom core knast
Einnig er stundum munir á málmblöndum í knasti og á liftu hjólum sem virka illa saman

Oft er um dry startup að kenna hvernig fer með núningshluti

Rev kit er plástur á lélegt ventlakerfi og er óþarft sé um rétt samsettan ventlabúnað að ræða
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #13 on: March 26, 2014, 16:19:13 »
það eru margar fínar olíur til. Motul oliu eru þó afar þó einna sérhæfðastar. Hér eru smá uppl. sem ég hef pælt í. Motul 300V er 100% syntetisk, (fyrstir í heiminum til að búaa til 100% synt mótoroliu)sem þýðir að öll molíkúl eru eins að lögun og jafnstór, það er aðeins örfá fyrirtæki sem búa til 100% syntetiska olíur í heiminum, fully synt er t.d. ekki það sama, þar eru frávik í boði. 300V er Ester core olía sem gerir það að verkum að olían hefur alltaf meiri smureiginleika í kaldstarti og þolir miklu mun meiri hita. Ef vél með Motul 300V er opnuð t.d. 3-4 mánuðum eftir að hún var stöðvuð síðast eru allir fletir löðrandi í olíu , það er Ester.  Olíuvélaverkfræðingar halda því fram að 83% af vélarsliti fari að meðaltali fram í kaldstarti. http://www.motul.com/is/en/fluidsearch?utf8=✓&fluidsearch%5Bq%5D=300v
í hittifyrra sat í námskeið hjá Motul þar sem keppnisoliuvélaverkfræðingur frá þeim kom til íslands. Það var mjög fróðlegt mikið hægt að læra. En annars er það meira en 10 ára reynsla sem skiptir mig miklu máli og því vil ég nota Motul.

Held að þeir séu að undirbúa annað svona námskeið.
 
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline GGe

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 26
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #14 on: April 25, 2014, 14:12:34 »
Langaði að forvitnast um hvaða mótoroliu menn hafa verið að nota á vélarnar hjá sér.

þið sem eruð komnir með háan gormaþrýsting og flr þar sem mæðir orðið mikið á ventlabúnaði,
og þær vélar sem eru næstum á kill í hverri ferð, hvað hefur verið að koma best út hjá ykkur?

ég sjálfur hef verið að nota valvoline vr1 20w50 og er ekki nógu ánægdur med hana
óþarflega mikið slit á ventlabúnaði sem ég get rakið til oliunnar, veit um eina aðra vél sem notaði sömu oliu
og er bilun þar í ventlabúnaði sem má rekja til oliunnar.


hvað hefur komið best út hjá ykkur?



Svona án gríns (því ég veit að hér eru margir fróðir menn um olíur og bætiefni út í smurolíur sem eiga eftir að skjóta mitt komment í kaf)... prufaðu að nota bætiefni fyrir smurolíur sem kemur frá PowerUP. Það er selt inni á www.itis.is . Kostar ekki það mikið.  Ég veit allt um það að það eru til milljón tegundir af bætiefnum fyrir olíur sem gera nákvæmlega ekkert, nema jafnvel gera góða smurolíu verri. En þetta tiltekna bætiefni var gerð alveg mikil prófun á í lokaverkefni í skólanum mínum. Notað var saman við olíu sem reyndar telst ekki hágæða olía en samt nokkuð góð. Það var hægt að sanna bætingu við þetta. Meira afl frá vél, ekki mikið en þó aðeins og hærri túrbínuþrýstingur ... sem var vegna minna núningsviðnáms . :)
Guards Red Porsche 944

Offline GSX-R

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 37
    • View Profile
Re: mótoroliu pælingar
« Reply #15 on: April 26, 2014, 21:33:24 »
Hérna er olía sem þið ættuð kannski að skoða.
Hún fæst á smurstöð Shell Laugavegi 180.

Kv,
Þórður.

http://www.epc.shell.com/Docs/GPCDOC_GTDS_Shell_Helix_Ultra_Racing_10W-60_(SN_CF_A3_B4)_(en)_TDS.pdf