Markaðurinn (Ekki fyrir fyrirtæki) > Varahlutir Til Sölu

Feedback á Camaro-kaup ?

<< < (2/4) > >>

Ívar-M:
það er orðið hægt að fá 93-95 z28 camaroa á undir milljón í dag og ég myndi aldrei borga nema helmingin af verði v8 bíls fyrir v6 bíl þar sem v6 bíllin er gjörsamlega máttlaus og drekkur bensín eins og gamall big blockari, veit að þú ert eflaust búin að fá að heyra þetta oft  en góð vísa er aldrei of oft kveðin, fáðu þér z28 hægt að fá þá á undir milljón ekkert dýrari í rekstri og miklu skemmtilegri bílar.

diddzon:
Ég er búinn að skoða nokkra bíla, þar á meðal tvo Trans Am(útjaskaðar druslur), og það virðist enginn af þessu vera í toppstandi, nema að það sé sett á þá vel yfir milljón.

Ég fann þennan bíl sem er allur rosalega heill, fáir eigendur og virtist ganga einsog klukka. Það finnst mér skipta mjög miklu máli þar sem ég er ekki mikill viðgerðakall og hef enga bílskúrsaðstöðu.

Ertu að segja að það sé nánast enginn munur á eyðslu á þessum bílum ? 3.4 vs 5.7 ?

Ívar-M:
mín reynsla er sú að 8cyl bíllin sé bæði fær um minni og meiri eyðslu, s.s ef þú ert að gefa honum stöðugt sé hann þyrstari en hann býður uppá minni eyðslu í eðlilegum akstri og langkeyrslu, flestir þeir 6gata amerísku bílar sem ég hef umgegist hafa drukkið bensín,

er með 350cid vettu sem eyðir mun minna en 3.9l v6 dakota sem er á heimilinu.

camaroz28:
bíllin hjá mér er að eyða 9-10 í langkeyrslu og svona 15-17 innabæjar og það er 5.7 v8 camaro 93 :D  ég held að v6 bíllinn sé áð eyða svipuðu

Kiddi:
ég get nú ekki sagt að 3.4 sé að eyða eins og gamall big blockari.. það er lang í frá... Bíllinn minn er ekki að eyða miklu t.d. (3.4L '94 Firebird), ég hef reyndar enga reynslu af LT1 eyðslu en ég stór efa það að hún sé að eyða svipuðu.. Bíllinn minn er reyndar ekki keyrður nema um 40 þús. mílur sem hefur líka eitthvað að segja......
En þetta fer náttúrulega mjög mikið eftir hvernig þú keyrir bílinn :idea:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version