veit einhver hvaða ´68 camaro þetta var sem var til sölu i fréttablaðinu 15.feb... lumar einhver á myndum af þessum bil eða á upplýsingum um ástand.. eina sem stóð var að hann væri með 350vél og 4gíra beinskiptingu(verð 290þús)
Þetta var ´68 camaro í uppgerð. Það var búið að pússa hann niður og grunna að einhverju leyti.
Það þarf að skipta um öll brettin á honum og húddið er mjög "spes"!
Ég held að vélin sé nokkuð efnileg og hún lítur vel út, búið að mála hana alla upp á nýtt, kominn nýr lofthreinsari, nýir spyrnubúkkar og margt annað nýtt!
En það þarf annars að vinna helling í þessum bíl því að t.d. hefur verið soðið í gólfið á ýmsum stöðum og það þarf að vinna það uppá nýtt til að það sé nógu gott, frekar gróf suða!
Einnig þarf að kaupa ný teppi í gólf, klæðningu í loft, ný hurðaspjöld, nýtt skottlok og sjóða all duglega í skottbotninn!
Fyrir þennan 290þús kall held ég samt að þetta sé fínn díll!