jæja þá er ég búinn að fá mér Mopar.... LOKSINS
Ég er búinn að vera að leita mér að Dodge Challenger núna í smá tíma, þar sem ég bý í þýskalandi þá bað ég pabba um að reyna að finna fyrir mig bíl á íslandi og eftir nokkur símtöl þá loksins fundum við einn aðila sem var tilbúinn að selja, þó svo hann hafi ekkert endilega verið til sölu og aldrei verið auglýstur.
Bíllinn sem í boði var, er bíllinn hans Bjarna Runólfssonar.
Ég lét pabba alfarið um að tala við og semja við Bjarna og eftir nokkur símtöl fram og til baka þá var hann til búinn að láta bílinn.
Við fórum svo til hans á miðvikudag og gengum frá eigendaskiptum, en það er skondið að segja frá því að í gamla daga þegar Bjarni kaupir bílinn þá var það 11/12/82-83 og ég kaupi hann 11/12/13
Það var svo á laugardag sem við fórum og náðum í bílinn og fluttum hann í Mopar City (HFJ), verðrið var nú ekkert spes en þetta gekk vel og bílinn komin í geymslu.
Ástand bílsins er eins og við er að búast eftir ca. 30 ár í bílskúr, lakkið nokkuð gott (hefði samt gott af smá yfirhalningu) og lítið um ryð en það er líka margt sem þarf að laga.
Það þarf að mála og bletta í hann á nokkrum stöðum.
Skipta um Flexplötu við skiptinguna sem brotnaði síðast þegar hann var keyrður.
Skipta líklega um þetta sixpack sem er á honum og setja í hann nýtt millihedd og 4ra hólfa blöndun og svona ýmislegt fleira.
Þetta er samt nokkuð gott eintak og gott dæmi um "Barn Find" eins og kaninn myndi orða það
Læt eitthvað af myndum fylgja með frá flutningnum