Kvartmílan > Aðstoð

Að draga úr eyðslu.

(1/3) > >>

runar-79:
Sælir.
Ég er með 4,7 Dodge Durango og er að velta fyrir mér hvernig maður getur aðeins dregið úr eyðslunni.  Maður er aðeins búin að studera þetta  hjá kananum og þeir benda alltaf á kertin og K&N síu.  Er það málið strákar.

Hvað segja hörðustu V8 menn um þetta,

radiogaga81:
hvað er hann að eyða núna hjá þér

Hr.Cummins:
K&N kills MAF :!:

Annars er bara að vera léttur á fætinum... best væri að slíta V8 úr og setja í hann Cummins ;)

4BT væri fínn í Durango 8) ekkert svaka sprækur stock... en fínn með smá tjúni ;)

rowing through the gears

69 Cummins Camaro 4bt drag

runar-79:
Hann er í rúmum 20 á hundraði.

Kills MAF: Sorry fáfræðina en hvað er MAF.  Nenni nú ekki að fara að standa í því að skipa um vélin í kvikyndinu.

Lindemann:
Það er loftflæðiskynjari.


Ég myndi fara varlega í töfralausnir til að byrja með. Helst ættiru að fullvissa þig að það sé allt í góðu standi, kerti góð og einnig að yfirfara loftsíu, bensínsíu.

Þá er náttúrulega mikilvægt atriði að gæta að loftþrýstingi í dekkjum. Oft fer ekki alveg saman hagstæðasti loftþrýstingurinn fyrir bensíneyðsluna og dekkjaslitið, því verður að fara milliveg í því. Myndi þó frekar hafa hærri þrýsting en lægri.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version