Kvartmílan > Aðstoð

Að draga úr eyðslu.

<< < (2/3) > >>

Nonni:
Þetta með MAF er urban myth sem söluaðilar hafa aldrei getað bakkað upp.  Það er auðveld leið til að forðast ábyrgð að benda á einhvern annan.  K&N var (og kannski er) með sérstakt símanúmer sem maður átti að hringja í ef söluaðili reyndi að fyrra sig ábyrgð vegna þessa.

Endilega lesa: http://www.knfilters.com/MAF/massair.htm

Ég hef notað K&N á bæði inspítingar og blöndungsbíla (veit að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim) lengi án vandræða.  Innspítingarbílarnir eru 1993 og 2003 módel af Jeep Grand Cherokee.  Eldri bílinn (L6, 4,0 L) keyrði ég örugglega 50-60 þús mílur með K&N og gekk fínt þegar ég seldi hann (þá var bíllinn farinn að nálgast 200 þús. mílur).  Ég setti K&N í þann yngri (V6, 3,7 L) þegar hann hefur staðið í ca. 20-30 þús. km og nú er hann kominn í nærri 95 þús. km án vandkvæða (einn þvottur á síu).

Ég veit ekki hvort aflið hafi aukist eitthvað smotterí eða hvort eyðslan hafi minnkað (hvortveggja er örugglega svo lítið að það skiptir ekki máli) en ég hef þó ekki þurft að kaupa pappasíur relgulega til að skipta :)

Hr.Cummins:
Það þarf ekki að skoða nema bara E39 M5 bíla landsins... þeir sem að nota K&N síur / eða aðrar olíubornar síur skipta um MAF skynjara oftar en þeir skipta um dekk, á meðan að þeir sem að nota þær ekki fara 4x sjaldan að skipta um þetta...

baldur:
Hljómar eins og MAFinn í E39 M5 sé bara ónýtt rusl ef það þarf almennt einhverntíman að skipta um hann á líftíma bílsins þótt hann sé ekki með K&N síu. Í allflestum bílum endist MAF alveg auðveldlega hálfa milljón kílómetra, jafnvel heila milljón.
Það er hinsvegar alveg rétt að K&N sía síar ekki jafn vel og pappasía, en olían er ekkert mikið að yfirgefa síuna ef réttur skammtur er notaður, það væri líklegra að óhreinindi (rykkorn) væru að fara svona illa með MAFinn.

Halli B:
Svo a eg eitt stk aquatune vatnsinnspýtingu fyrir þig :)..  easy install meira power og minni eyðsla... getur lesið um þetta á aquatune.com

Kostar
770$ uti.. getur fengið stk á 35 kall hjá mer ef þu tekur það strax

svenni bmw:
Það er reyndar staðreynd að ryk og sandur skemma loftflæðiskynjara en þeir eru misviðkvæmir, denso og hithachi skynjarar þola td, mun meira en bosch skynjararnir, Japönsku skynjarana má t.d þrífa en ALLS ekki þann þýska, svo eru sumar smurstöðvar með aftermarket loftsíur sem flugur komast í gegnum og líta eins út þó að menn keyri tugþúsindir kílómetra og gömul borðtuska myndi gera meira gagn...............kveðja svenni

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version