Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
1971 Chevrolet Nova - uppgerð.
Garðar S:
Þessi verður rosalegur vel gert þú ert að taka þetta alla leið =D>
Trukkurinn:
Sæll Moli.
Þetta er alveg topp vinna á þessu hjá þér. Mikið er gaman að sjá þetta, maður fær bara "flash back" þegar maður skoðar þetta hjá þér. Ég vissi ekkert hver þú værir, en fannst alltaf gaman á sínum tíma að fá þessi notalegu komment frá þér. Ég var hjá pabba þínum í morgun og sá þá fyrst bílinn og fékk að vita hver Moli væri. Ég hef verið alltof rólegur í því að fylgjast með á spjallinu. Það er bara þannig að þegar maður er á kafi sjálfur, þá fylgist maður betur með. En allavegana til hamingju með það sem komið er, þetta er hrikalega flott og vel gert.
=D>
Kv,
Skúli K.
GunniCamaro:
Þetta er flott hjá þér, þú ert að færast nær endapunktinum í bíladellunni þar sem þú ert með hálfbróðir Camarosins og vantar bara að eignast "aðalbróðirinn" :D
Moli:
Sæll Skúli, ég þakka hólið, já pabbi sagði mér að þú hefðir kíkt í heimsókn, þetta er hrikalega skemmtilegt verkefni og alveg pottþétt ekki mitt síðasta. Ég náði að klára að ryðbæta botninn og mála hann í fríinu, það kom sífellt meira og meira í ljós eftir því sem maður kroppaði meira. Læt hér fylgja nokkrar myndir frá því í Maí.
Gaf sjálfum mér þessar Torque Thrust felgur í afmælisgjöf.
Svo var farið að ryðbæta hér og þar, læt fylgja myndir af hluta þess sem ég bardúsaði í.
Önnur festingin fyrir grindina farþegameginn var alveg búinn á því.
Festingarnar fyrir sætisbeltin gat ég slitið úr með höndunum, það var ekki alveg að gera sig.
Skottið kom merkilega á óvart, tvö göt sem þurfti að steikja í þar.
Gólfið.. nýmálað og klárt.
Næst er að koma grindinni og hásingunni undir hann og fara svo í að skipta um hjólaskálarnar og afturbrettin... meira fjör! \:D/
Dart 68:
=D> =D> =D> =D> =D> =D>
ég held bara áfram að klappa fyrir þér :)
kv
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version