Hæ
Það er talað um að vél sé 4 bolta þegar 4 boltar eru notaðir til þess að festa niður höfuðleguklossana.
Yfirleitt eru bara tveir boltar í hverjum klossa.
Einnig eru sumar vélar 4 bolta "cross bolted" en þá eru höfuðleguklossarnir boltaðir með tveim boltum neðanfrá og tveim á hliðunum gegnum blokkina.
Þannig útfærsla er sterkust og ég mæli með að vera með slíka blokk ef þú ætlar að nota twin turbo.
Ef þú ætlar að nota blöndung og turbo þá eru til tvær útfærslur.
Sú fyrri er kölluð "suck through" Þá sogar túrbínan loftið gegnum blöndunginn og blæs því niður soggreinina.
Hin aðferðin er kölluð "blown through" Þá sogar túrbínan loft utanfrá og blæs því niður gegnum blöndungin.
Fyrri aðferðin er auðveldari í útfærslu vegna þess að blöndungur vinnur á sogi og vacumi við að skaffa bensín þannig að ef túrbínan sogar loft gegnum blöndungin hefur það lítil áhrif á virkni hans.
Hin aðferðin er erfiðari í útfærslu vegna þess að túrbínan myndar þrýsting inni í blöndungnum og það getur ekki gengið.
Menn hafa leist það með því að setja box utanum blöndunginn til að halda jöfnum þrýstingi inni í honum og fyrir utan.
Ég mæli með því að sleppa blöndungnum og nota innspítingu. Þá notaru seinniaðferðina "Blown through" semsagt túrbínan sogar loft að utan og blæs niður "throttleboddiið"
Ef þú ætlar að nota blöndung þá er mjög svipuð kraftaukning hvort sem þú notar "suck through" aðferð eða "blown through"
Það eru nokkrir aðilar sem framleiða innspítingar fyrir 350 chevy mótora td
http://www.edelbrock.com/automotive/index.htmlEinnig er mikilvægt að velja rétta stærð og gerð af túrbínum.
Gangi þér bara vel í þínum tilraunum
kv