Author Topic: Óska eftir.... ráðum  (Read 2441 times)

Offline ivarorn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 21
    • View Profile
Óska eftir.... ráðum
« on: February 11, 2004, 16:12:27 »
Vantar góð ráð í kaupum, uppgerð og tjúningum á chevy small block.


Ætla að fara að vinna í því að gera svona mótor skotheldan og hafa hann twin turbo.
Aftur á móti þekki ég ekkert þessi amrísku merki og nöfn og þarf ráð í því hvað er betra en annað, hvaða ása er gott að nota, af hverju skiptir það meira máli að vera með 4 bolta frekar en 2ja o.s.fv.

Endilega komið með sem flest komment um þetta mál.


p.s. ég er svoldið að spá í að láta mótorinn snúast duglega (7000 rpm+) og vera með c.a. 15psi á túrbínu.
p.s.s. Hvernig er að nota blöndung saman við túrbínu. Er það ekki vonlaust. Verður maður ekki að hafa beina inspítingu?
Ef svo er þá er ég að spá hvort að það sé hægt að setja innspítingu á hvaða árgerð af vél sem er.

Endalaust af ráðum vel þeginn.

Offline snæzi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 414
    • View Profile
Óska eftir.... ráðum
« Reply #1 on: February 11, 2004, 16:59:01 »
John Lingenfelter on Modifying Small-Block Chevy Engines

Þessi bók á víst að hafa ágætiskafla um SBC turbocharging

faður bara á amazon/summit
"The weak will perish"

Offline Doctor-Mopar

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 111
    • View Profile
Óska eftir.... ráðum
« Reply #2 on: February 12, 2004, 15:25:37 »

Það er talað um að vél sé 4 bolta þegar 4 boltar eru notaðir til þess að festa niður höfuðleguklossana.

Yfirleitt eru bara tveir boltar í hverjum klossa.
Einnig eru sumar vélar 4 bolta "cross bolted" en þá eru höfuðleguklossarnir boltaðir með tveim boltum neðanfrá og tveim á hliðunum gegnum blokkina.

Þannig útfærsla er sterkust og ég mæli með að vera með slíka blokk ef þú ætlar að nota twin turbo.

Ef þú ætlar að nota blöndung og turbo þá eru til tvær útfærslur.

Sú fyrri er kölluð "suck through" Þá sogar túrbínan loftið gegnum blöndunginn og blæs því niður soggreinina.

Hin aðferðin er kölluð "blown through" Þá  sogar túrbínan loft utanfrá og blæs því niður gegnum blöndungin.

Fyrri aðferðin er auðveldari í útfærslu vegna þess að blöndungur vinnur á sogi og vacumi við að skaffa bensín þannig að ef túrbínan sogar loft gegnum blöndungin hefur það lítil áhrif á virkni hans.

Hin aðferðin er erfiðari í útfærslu vegna þess að túrbínan myndar þrýsting inni í blöndungnum og það getur ekki gengið.

Menn hafa leist það með því að setja box utanum blöndunginn til að halda jöfnum þrýstingi inni í honum og fyrir utan.

Ég mæli með því að sleppa blöndungnum og nota innspítingu. Þá notaru seinniaðferðina "Blown through" semsagt túrbínan sogar loft að utan og blæs niður "throttleboddiið"

Ef þú ætlar að nota blöndung þá er mjög svipuð kraftaukning hvort sem þú notar "suck through" aðferð eða "blown through"

Það eru nokkrir aðilar sem framleiða innspítingar fyrir 350 chevy mótora td
http://www.edelbrock.com/automotive/index.html

Einnig er mikilvægt að velja rétta stærð og gerð af túrbínum.

Gangi þér bara vel í þínum tilraunum

kv
Þórhallur Kristjánsson

Offline Árni S.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 123
    • View Profile
turbo
« Reply #3 on: February 12, 2004, 18:34:26 »
Ég mæli með að þú fáir þér eins mikið lesefni og þú kemst yfir, það er til ógrynni af bókum um sbc. Í sambandi við turboið þá hef ég aðeins verið að kynna mér þetta og það sem virðist virka langbest er aftermarket innspýting, ef þú notar orginal innspýtingu þá þarf að eyða miklum tíma í að programma tölvuna upp á nýtt. Í þremur síðustu HotRod blöðum voru greinar um túrbínur, þessar greinar eru einnig á vef HotRod. Mæli virkilega með greinunum í HotRod.
Kv. Árni Samúel Herlufsen
Never mind the nameplate... Fast is fast!!!!!!
Technology is the replacement for displacement
Combine the two and you're in business!!!
Heimasíðan hjá kallinum