Þetta var frekar skrítinn dagur, dálítið svona einn af þessum dögum þar sem hlutirnir ganga ekki upp...
Allir keppendur sem mættu voru alveg til fyrirmyndar og keyrðu margir flott, en eins og áður kom fram þá voru aðstæður ekki alveg uppa sitt best.
Það var búið að vera rigning um morgunin og kom meðal annars skúr ofaní trackbiteið meðan það var að "þorna". Það er svosem í lagi ef það nær að hitna eitthvað a´eftir en veðrið var bara ekki okkur í hag hvað þetta varðar.
Fljótlega gerði lítilsháttar bilun vart við sig í tímatökubúnaðinum og eftir að við höfðum skipt um tímasellu útí enda í hægri braut töldum við að þetta væri komið í lag, en seinna um daginn kom í ljós að bilunin var annars eðlis og sennilega einhversstaðar útleiðsla í köplum eða tengidósum sem við fundum ekki.
Miðað við þetta allt fór keppnin þó vel fram og vil ég þakka öllum sem að keppninni komu með einum eða öðrum hætti fyrir sinn þátt!