Author Topic: 1995 Camaro Z28  (Read 12191 times)

Offline Kowalski

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 331
    • View Profile
1995 Camaro Z28
« on: August 18, 2013, 23:37:06 »
Þetta spjall er búið að vera svo dautt eitthvað að mér datt í hug að gera þráð um þennan Camaro sem ég keypti haustið 2008 og er búinn að vera að dunda mér í af og til síðan. Ég veit nú ekki alveg hvernig ég endaði í þessu 4th gen dóti en ég sogaðist einhvern veginn inn í þetta og var í nokkra mánuði að leita mér að góðum LT1 bíl og leist langbest á þennan. Leður og T-toppur var skilyrði. Ég var ákveðinn í því að halda í þann bíl sem myndi finna og það kom ekki til greina að kaupa eitthvað handónýtt flak.









Keypti hann svona. Orðinn frekar sjoppulegur en mjög þétt og heilt eintak og lakkið gott fyrir utan framstuðarann. Silfurgrár heillar mig ekkert sérstaklega á bílum sem eiga að skera sig úr en mér finnst bara eitthvað óhemju sexí við f-body í þessum lit með dass af svörtum áherslum.

T-toppur sem lak ekki, tan leður, sjálfskiptur, rafmagn í öllu og optional 3.23 drif. Fluttur inn frá Kanada '96. Stóð í 85þús KM þegar ég keyrði honum heim og ekki búið að eiga mikið við hann, alveg stock fyrir utan skítamixað púst. Vantar reyndar helminginn af pústinu undir þarna á myndunum því gæinn sem ég keypti hann af fílaði læti. En ég reif límmiðadraslið af honum og náði að keyra í mánuð áður en það byrjaði að snjóa og þá var honum hent í geymslu.

Tók hann út um vorið búinn að taka lakk og felgur í gegn. Mun snyrtilegri fannst mér.



Samt rosalega óspennandi eitthvað. Búinn að vera eins í mörg ár líka og kominn tími á smá makeover.

Aldamótin til samanburðar.


Þessar myndir eru frá Danna á svörtu Suprunni sem átti hann þarna og sprautaði silfurlitaðan en hann var upphaflega svartur. Ég geri ráð fyrir að hliðarlistarnir hafi fengið að fjúka þarna í leiðinni sem er bara gott mál. Vélarsalur, undirvagn og gólf var skilið eftir svart og ég er svo old school að það er bara nákvæmlega eins og ég hefði gert það.

Ég lét mála framstuðarann með rétta lúkkinu og afturpanellinn var gerður satínsvartur í leiðinni (Berger panel) og ég skellti svo í glær stefnuljós, Z28 merki, rauðu Chevy slaufumerkin, stainless insert stafi á berger panelinn og eitthvað fleira.

Keypti Hooker Aerochamber hljóðkút og tvöfalda stúta og lét BJB gera nýtt 3“ cat-back, kom mjög vel út. Hooker kúturinn er frekar mildur hávaðalega séð miðað við margt annað en flæðir einna best af því sem er í boði og sándar akkúrat eins og ég vil, djúpt og grimmt.

Alveg svört Z28 merki heilluðu mig ekki því merkið að aftan myndi ekki sjást, svo ég lét EmblemPros.com gera merki fyrir mig í sama stíl og SS merkin, svona með kantinn litaðan.







Svo kom að vetrargeymslu og það var verslað aðeins fyrir næsta sumar á meðan. Hefði keypt felgur ef þær hefðu nú bara verið til í stærðinni sem mig langaði í.

Það var nú ekki vanþörf á nýjum bremsum þarna... fyrri eigandi hafði líka sett sjálfskiptingarvökva á bremsurnar svo það þurfti nýja höfuðdælu. Annars eru þessir Hawk HPS klossar eru alveg málið, sóta nánast ekkert.





LPP long tube flækjur og Y-pipe + cut-out. Stainless að sjálfsögðu. :cool:
Þetta eru stepped flækjur 1-3/4" í 1-7/8" og 3" collector.

Cut-outið er reyndar ekki alveg svona framarlega undir bílnum.

Tók vélarsalinn aðeins í gegn áður en hann fór á númer. Flækjurnar ekki komnar í þarna samt. Póleraði allt sem ég gat.


Þegar ég keypti...


Það fór smá tími í milliheddið.


Ekkert matt hér á bæ.

Sprautaði svo ljósarammana og kerin og fullt af litlum bracketum og smádóti og setti í leiðinni í ný samlokuljós fyrir lága og háa geislann og nýjar perur í allt og fl. svoleiðis smotterí.


Aðeins skárra.

 

Fór til BJB og lét þá setja Y-pipe á og tengja það við restina og setja cut-outið undir sem ég opna reyndar aldrei.

Y-pipe virðist vera beyglað þarna á einum stað en það er bara egglaga þarna uppá clearance að gera og speglunin lætur þetta ekkert líta neitt betur út.



Fínt að vera búinn með loftinntak og púst. GM hannaði bæði eins og tappa í trekt svo f-body bílarnir væru ekki "jafn öflugir og Corvettan" með nánast sama LT1 mótor.

Flækjurnar gera hvorki ráð fyrir mengunarvarnarbúnaði né loftdælu svo það var lokað á með block-off plötum og tekið úr E.G.R. og A.I.R. dótið. Eina vitið, snyrtilegra í vélarsalnum líka. Svo er að sjálfsögðu ekki hvarfakútur.

Svona vel tuckaðar long tube flækjur eiga það til að rekast upp í gólfið með gúmmímótorpúðum þannig að það voru keyptir Prothane poly mótorpúðar til að vera safe og reyndar skiptingarpúði líka því orginallinn á það til að rífa sjálfan sig í tvennt. Var búinn að lesa slæma hluti um víbring sem svona púðar leiða út í bílinn en ég tek varla eftir þessu.

Svo var bara tekið létt tune up í leiðinni til að koma honum í áreiðanlegt stand. Nýtt GM kveikju unit, NGK TR-55 kerti, MSD 8.5mm þræðir, LT4 knock module (orginallinn er gjarn á það að pikka upp false knock með flækjum), súrefnisskynjarar, vatnsdæla, vatnslás, rafgeymir, bensínsía, háspennukefli, kveikjuheili, pakkningar í vél og 4l60e greyið tekið í gegn.


Glæru stefnuljósin voru drasl svo ég setti svartbotna í staðinn sem passa líka betur við restina af bílnum.

Var kominn með 98-02 SS spoiler sem ég setti á. OEM spoiler er alltof dýrt dæmi svo ég fékk mér aftermarket stykki sem er mjög vinsælt á spjöllunum úti og er með gott fitment og hægt að kaupa málað fyrir lítinn pening og með sama LED bremsuljósi og SLP notaði á SS bílunum. Ég tók sénsinn og gaf þeim litakóðann á bílnum og fékk síðan bara helvíti góðan spoiler.




Ekki alveg að meika það spoilerlaus.


4th gen borðar 16“ felgur í millimál.



Kíkti á Bruce Willis og upphaflega planið var að skipta um pakkdósir og legur í hásingunni en eftir að hafa skoðað þreyttan drifköggul og smá bling í ógeðslegri olíu var líka keypt nýtt Motive 3.73 hlutfall og Trick Flow lok sem er stærra og tekur meiri olíu, styður við legubakkana og er með drain plug.







Svo fór hann í geymslu þegar leið á haustið og felgurnar sem mig langaði í voru loksins fáanlegar í 18“ allan hringinn.


18x9.5" og 18x10.5" C5 Deep Dish black/machined lip.


315/30/18 Toyo R888. Fínasta breidd á þessu. Svo er 275/35/18 Nitto NT555 að framan.


Verið að máta... allt annað.







Full jeppalegur fyrir minn smekk og ég byrjaði að safna dóti í nýja fjöðrun. Það vatt upp á sig.

Lét síðan filma afturrúðuna með 5% filmu og skipti loftnetinu út fyrir styttra.

Datt í einhvern skrúffíling þegar spilarinn hætti að lesa diska og ég reif helling innan úr honum. Vildi sjá hvort það væri ryð einhvers staðar en svo var ekki þannig að ég nýtti bara tækifærið og þreif allt vel og skipti um plaststykkið sem er yfir tökkunum á bílstjórasætinu, ekki það merkilegasta en gamla var brotið og ég var fáránlega lengi að finna svona stykki.











Það er mjög takmarkað planað í innréttingunni nema þá kannski mottur með einhverju skemmtilegu logoi og svona smádót.



Ég tek aldrei myndir af vélarsalnum af einhverjum ástæðum en hérna er skásta sem ég fann með flækjunum og nýjum olnboga á throttle bodyinu. Ég er með flott ventlalok sem ég þarf að henda á og er líka spenntur fyrir fuel line relocation og ABS delete.

En í sambandi við fjöðrunina, þá byrjaði ég að skoða lækkunargorma og dempara og það endaði með því að ég skipti eiginlega öllu út nema mótorbitanum. Fyrir peninginn sem fór í þetta hefði ég getað endað í vel hressum heads/cam pakka, en þá væri ég aftur á móti á bíl með þreytta og leiðinlega fjöðrun sem þótti ekki einu sinni góð þegar þessir bílar voru nýir + ljótt fender gap + almennt þunglyndi. Þetta var bara no brainer. 



Koni Sport "Yellows" gasdemparar með Strano lækkunargormum er svona nokkurn veginn standardinn fyrir bæði besta handling og daily akstur á 4th gen f-body og auðvitað varð maður að kaupa það... Dempararnir eru stillanlegir hvað varðar rebound (mjúkt/stíft) og það þarf ekki að taka þá undan til þess að fikta í þeim. Strano gormarnir lækka um 1.2“ og spring rate-ið á þeim var þróað út frá nokkurra ára trial/error af autocross keppnum úti.


Verkið hafið.


Eitthvað að gerast. Allt svona temmilega fast saman nema caster boltinn bílstjórameginn, hann var á einhverju allt öðru leveli.


BMR lækkunarspyrnur að framan sem lækka um 1“ til viðbótar við gormana en hafa samt ekki áhrif á slaglengd fjöðrunarinnar.


UMI tubular efri spyrnur.


Nýja dótið á standby. Hafði sprautað bracketið og sett á milli þess og gormsins nýtt OEM gúmmí.


Timken hjólnöf.


Þokast áfram. Gerði bremsudælurnar fínar og sprautaði spindlana.


UMI 35mm ballansstöng að framan vs. 30mm OEM.


Bracketin fyrir ballansstöngina að framan eiga það til að bogna eða brotna með sverara dóti. Keypti sterkari.

Aftari ballansstöngin á það líka til að rekast í driflokið á lækkuðum bílum svo ég keypti sérsmíðuð bracket að aftan sem miða við lækkun og halda réttri stöðu á stönginni.


Ekkert skrýtið að OEM dótið skemmist. Eitt var nú bara skakkt þegar ég tók það undan.


Allt klárt að framan. Var svo klár með Moog innri og ytri stýrisenda sem fóru undir þegar ég fékk tíma í hjólastillingu.


Kláraði rest inní skúr. Smá sverleikamunur.


Strano gormur með "hose mod" vs. OEM gormur með þykka isolator stykkið. Smá lækkun til viðbótar með þessu.


Tubular UMI stífur að aftan.


UMI 22mm ballansstöng að aftan vs. 19mm OEM.

35mm að framan og 22mm að aftan er alveg eftir uppskriftinni og er mjög sannreynt kombó.


Stillanleg UMI skástífa sem færir hásinguna hægri/vinstri. Hún var smá off-center nú þegar og var varla að fara að skána með lækkun.



Síkkunarbracket á hásinguna svo stífurnar haldi réttum halla eftir lækkun.


Þarna var maður að verða sáttur.


Allt að verða klárt. Átti bara eftir láta hann setjast á hásinguna og herða allt draslið.



Bíllinn þakkaði fyrir sig með því að drepa svissbotninn. Svissinn fastur í OFF úti á götu, það var hresst... veðrið var allavega gott.



En munurinn á bílnum eftir þetta. :lol:

Ég hugsa að þetta sé svipaður munur og á vatnsrúmi á hjólum og go-kart bíl. "On rails" er frekar klisjukennt hugtak en þetta er bara nákvæmlega það, gjörsamlega límt við veginn. Það kom mér reyndar lítið á óvart en ég bjóst samt eiginlega ekki við því að hann yrði eins þægilegur í akstri og hann er. Hann er náttúrulega mjög stífur en samt ekkert leiðinlega hastur, veit ekki hvernig ég á að lýsa því betur? Koni dempararnir hafa örugglega mikið um það að segja.

















Svona hefur hann verið síðan í fyrra. Planið var náttúrulega fyrst og fremst að gera bílinn að skemmtilegum akstursbíl og ég er mjög sáttur með hann svona og er ekki að fara að breyta neinu. Það eru komnir 8þús KM á þessa fjöðrun og maður var orðinn vanur honum svona lágum á fyrsta degi.

Ég er kominn með svolítið af dóti sem ég á eftir að setja í hann og svo ætla ég að panta eitthvað meira skemmtilegt og reyna að vinna í honum í vetur ef ég hef aðstöðu til þess. Annars verða bara teknir nokkrir all nighterar um páskana. Planið eftir það er að að klára útlitið með nýju húddi og ákveða svo hvort maður eigi að safna fyrir óhóflegri hestaflaaukningu eða reyna að komast yfir 68-72 A-body.
Egill Arason

1995 Chevrolet Camaro Z28

Offline Kristján Stefánsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 685
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #1 on: August 19, 2013, 00:07:36 »
Hrikalega stílhreinn bíll, flottur  :D

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #2 on: August 19, 2013, 00:59:10 »
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #3 on: August 19, 2013, 07:57:18 »
Smekklega gert... :)
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #4 on: August 19, 2013, 09:49:30 »
bara flott að sjá hvað þú leggur í þetta og vandar til verks =D>
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline binni kall

  • In the pit
  • **
  • Posts: 95
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #5 on: August 19, 2013, 15:26:40 »
þetta er sko allveg til fyrirmyndar  =D>

Offline Gilson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.102
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #6 on: August 19, 2013, 21:18:10 »
Virkilega snyrtilegt  8-)
Gísli Sigurðsson

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #7 on: August 19, 2013, 22:30:53 »
Flottur bíll og snyrtilegur!

Gaman að sjá þegar menn leggja metnað í hlutina  :)
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #8 on: August 19, 2013, 23:23:07 »
Vel gert!

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #9 on: August 19, 2013, 23:56:52 »
BARA FLOTTUR, þessi fór klárlega úr því að vera GIMP CAR í það að vera PIMP CAR :!:

Verulega flott og smekklegt, klárlega lúkkið sem að ég væri að eltast við með grá-an Camaro 8)
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Yellow

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 534
  • MOPAR & BMW !!!!!
    • View Profile
    • Facebook
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #10 on: August 20, 2013, 03:49:38 »
Vá hvað ég elska svona þræði,,, bara vel gert hjá þér,,, og já, þetta er flottasti 4th gen Camaro á landinu :)  8-)
Gunnlaugur Berg Sturluson

Drauma Bílanir:
1969 Dodge Charger R/T 426 HEMI
1970 Chevrolet Chevelle SS 454
1968 Ford Mustang 390 FastBack 2+2

Offline Kowalski

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 331
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #11 on: August 20, 2013, 14:04:47 »
Takk fyrir góð orð félagar! :D

Ferlið hefur verið frekar hægt en þetta kom allt saman betur út en ég þorði að vona. Ég hélt t.d. að hann yrði ókeyranlegur í þessari hæð með long tube flækjurnar en ég tók sénsinn. :mrgreen: Svo hef ég alveg nokkrum sinnum verið með kortið klárt og SS húdd í körfunni en alltaf hætt við og keypt eitthvað annað. Þetta hlýtur að gerast fyrr eða síðar.

Ég nennti eiginlega ekki að skrifa meira þarna í endann, en varðandi hestöflin, þá er heldur ekkert úr myndinni að fara í aðeins grófara setup og láta það duga. Menn eru að gera mjög góða hluti úti með aðeins heitari ás og góðan converter.
Egill Arason

1995 Chevrolet Camaro Z28

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #12 on: August 20, 2013, 14:45:52 »
þá er heldur ekkert úr myndinni að fara í aðeins grófara setup og láta það duga.
:smt040
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #13 on: August 21, 2013, 18:33:19 »
will it drift ??
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Kowalski

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 331
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #14 on: August 21, 2013, 23:08:47 »
Hehe sjálfskiptur 4th gen mun náttúrulega seint teljast hentugur í eitthvað alvöru driftdæmi, en annars hef ég nú varla gert heiðarlega tilraun til þess raunverulega drifta eitthvað á þessum R888 dekkjum. Þau fíla það ekki. O:) Samt, gott steering response, mjög fyrirsjánlegur, stífur, fínt hp/tog... gæti alveg verið gaman.
Egill Arason

1995 Chevrolet Camaro Z28

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #15 on: August 21, 2013, 23:42:42 »
Það var nú það sem að ég var að hugsa... ótrúlegt hvað gaurnum á þessum Trans-Am þarna tekst að halda honum.... væri til í að sjá þetta benskipt með stuttu hlutfalli.... en sjálfskipt með 4.10 gengur ábyggilega flott líka 8)

svona upp á að ná lengri driftum í þyngri gír.... T56 er með svo extreme overdrive í 6gír að það er lítið mál að gíra skemmtilega með svoleiðis kassa... gætir farið í 4.56 og það væri samt praktískt :lol:

Myndi ábyggilega vera geðveikt að nota 17" BBS / Style 5 sem spólfelgur, þá kemuru allavega 255/50R17 að aftan til að mökka á.... gripið að aftan verður að vera eitthvað meira en bara smá.... verður að vera controllable...
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline motors

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 944
  • * Plymouth Valiant V8 1975*
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #16 on: August 22, 2013, 11:36:11 »
Glæsilega að verki staðið,flottur svona. 8-)
.
                   Birgir Ellertsson
                     
Plymouth Valiant Brougham 2drht, V8  árg 1975.

Offline 66MUSTANG

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 122
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #17 on: August 26, 2013, 19:37:25 »
Það stendur ofar í þræðinum "Kíkti á Bruce Willis" :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: bara snild Hef ekki ekið eftir því áður en Eddi K líkist bara Brúsaranum slatta =D> Loksins fann ég eithvað cool við kallinn :lol: :lol: :lol: sorry off topic En flottur bíll hjá þér
LOOKS LIKE PONY DRIVES LIKE STALION.
Bjarni Halfdanarson

Offline Kowalski

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 331
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #18 on: September 05, 2013, 00:15:41 »
Þeir eru nokkuð líkir kallarnir. :wink:
Annars sjást myndirnar aftur fyrir alla sem klikkuðu á þráðinn og sáu ekkert. :)
Egill Arason

1995 Chevrolet Camaro Z28

Offline Gísli Camaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 859
    • View Profile
Re: 1995 Camaro Z28
« Reply #19 on: October 22, 2013, 18:13:59 »
Þetta er Keppnis. gaman að skoða svona þræði
Gísli Rúnar Kristinsson
S:895-6667