Skelltum okkur nokkrir á þessa mögnuðu Bílasýningu í Carlisle í Pennsylvaniu um daginn. Sýningin sem var haldin um sl. helgi var All-Ford Nationals og eins og titillinn segir voru þetta aðeins bílar úr smiðju FoMoCo. Sýningarsvæðið er Carlisle Fairgrounds þar sem margar bílasýningar eru haldnar yfir sumrið, sjá hér ---->
http://www.carlisleevents.com/events GM-All Nationals er einmitt um næstu helgi, og MOPAR Nationals seinna í Júlí.
Sýningin í heildina var frábær og mikið af bílum sem maður hafði aldrei séð áður, og eins mikið af óuppgerðum og dýrum bílum, Swap-Meetið stórt og ef þig vantaði eitthvað í Ford þá fannstu það, sérstaklega ef þú áttir 65-73 Mustang. Einnig kom mér hálfpartinn á óvart hvað það var mikið af original Shelby dóti á Swap-Meetinu. Shelbyarnir voru þarna í bunkum og ekki þverfótað af öllum kynslóðum Mustang. Fengum grenjandi rigningu á föstudeginum sem varð til þess að það var minna af fólki á Swap Meet-inu, en það rofaði til á Laugardeginum og fengum glampandi sól og 25°C hita alveg fram á síðasta dag.
Þetta er Bílasýning sem enginn bílaáhugamaður ætti að missa af, sérstaklega ef hann á Ford.
1970 Mercory Cougar Eliminator óuppgerður (með BOSS 302 vél)
'70 GT-350 Shelby.
Kanarnir voru ekki mikið fyrir að láta sjá sig í rigningunni en það var betra fyrir okkur íslendingana sem eru alvanir henni.
2013 Ford Mustang Cobra-Jet, bíll #20 af 50 framleiddum.
2013 JLP Cobra Jet Mustang Huge Wheel Stand'68 GT-350 Shelby.
'68 GT-500 Shelby.
Daytona Coupe.
...meira til, '68 GT-350 Shelby.
Í þessu tjaldi, frá vinstri: 1970 BOSS 302 sjúskaður og óuppgerður til sölu á 31.000$, '66 Shelby GT350-Hertz, '67 GT350, '70 BOSS 302 uppgerður (59.000$)
Late Shelbys.
Eitthvað fyrir Aua.
...og Bigga.
2013 BOSS 302.
Hilmar var vinsælasti maðurinn á svæðinu þegar fólk komst að því að hann hefði tekið Saleen bílinn með sér alla leið frá Íslandi!!
Original Thunderbolt Fairlane.
Orignal 427 AC Cobra.
Bíllinn sem notaður var hvað mest í Starsky & Hutch myndinni frá 2005.
Hér er svo bíllinn sem notaður var í þáttunum frá því um 1980.
427 SOHC
Óuppgerður '66 GT-350 Shelby sem nýlega var keyptur af upphaflegum eiganda, ég kíkti í myndaalbúmið við bílinn og hann var gjörsamlega á kafi í drasli í einhverri hlöðunni í 25 ár.
'65 AC Cobra sem hefur gengið í gegn um ýmislegt á lífsleiðinni.
"K" code, High Performance Mustang Fastback.
'66 Shelby GT-350 Hertz, sjaldan séð jafn sléttan bíl.
Flott project, amk. skráningin.
1968 Ford Mustang Fastback 428 CobraJet, ekki margir svona til.
Saleen 351 Prototýpa.
1967 Shelby GT-500, óuppgerður.
Shelby Stage-1, klikkaði reyndar að taka mynd framan á hann.
'67-GT350.
'66 GT-350Hertz
'68 og '69 Shelbys.
Hluti af svæðinu.
Allt til í Ameríku.
Fairlanes, Victoriur & Crown Victoriur.
Burnout Keppni.
Steve Saleen að kvitta á plaköt og knúsa Saleen eigendur.
3x '70 BOSS 302's.
Vaughn Gitten Jr. driftkóngur.
Hann lék smá listir á svæðinu á Laugardeginum.
Vaughn Gitten Jr. Drifting @ Carlisle Ford Nationals 2013Splunkynýr 2013 GT-500 bíl.
Redneckarnir voru líka mættir.
Rúsínan í pylsuendanum, '69 BOSS 429 KK#1945, óuppgerður bíll, allur original, ekin 22.000 mílur og EINN eigandi. Ásett verð var 250.000$. Skv. eigandanum heldur hann því fram að einhver frá Kar Kraft (sem breyttu bílunum í BOSS 429) hafi lent í að tjóna hann aðeins í reynsluakstri. Merki þess er á innri brettum bílsins sem og original replacement húddi.