Author Topic: TS: E34 525i 1993 5spd  (Read 2218 times)

Offline Axel_V8?

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
TS: E34 525i 1993 5spd
« on: May 26, 2013, 23:47:26 »
Þessi er til sölu, 525i árgerð 1993 ekinn 251.000km í dag, mótor er í topp standi, hreyfir ekki olíu og virkar mjög vel, ég kaupi bílinn 2009 með ónýtt hedd og ég fékk ég notað hedd í hann sem var tekið í gegn áður enn ég setti svo saman, þá var bíllinn ekinn 216.000km þá setti ég í hann nýja vatnsdælu, kerti og allar pakkningar í efri hluta mótors. Svo skipti ég um kúplingu í honum 2011, hún er enn í mjög fínu standi. Það er í honum svört leður innrétting með manual sportstólum frammí og armrest afturí með hólfi. Það er manual topplúga í bílnum.


Einnig setti ég í hann nýja dempara og gorma, frammdempararnir eru frá Super Sport og rideið er virkilega fínt, 60mm lækkunargormar að framan og svo að aftan eru KW demparar með 40mm BavAuto gormum. Það er í honum núna soðið drif með 4,27 hlutfalli sem hentar reyndar mjög vel í driftið uppá braut, enn krús hraðinn er í hærra lagi eða 3500RPM @100kmh með fylgir 3,23 drif með ónýtri læsingu.

Ég skipti um alla spindla í honum fyrir rúmelga ári síðan og núna um daginn millibilsstöng og stýrisenda svo að hjólabúnaður er í topplagi, einnig er ný hjólalega v/m að aftana og diskar og klossar að framan og aftan eru nýlegir líka.


Það er opið púst undir honum, búið að fjarlægja hvarfakútana og kominn tvöfaldur opinn endakútur svo að það heyrist svoldið almennilega í honum.



Gallar:

Lakkið er ekki gott, og það eru dældir og ryðbólur hér og þar enn svosem ekkert eitthvað hræðilegt, það er smá gat á öðrum síls eftir að hann rann til á tjakk, ekki vegna ryðs. Ég á 4x hurðar sem eru í góðu standi enn öðrum lit sem fylgja honum, hann er með V8 húdd enn það fylgir honum líka orginal húddið sem er í sama lit og bíllinn. Skottlokið er í öðrum lit með OEM M5 spoiler.

Handbremsa virkar ekki, það þarf að skipta um rykhlífarnar að aftan sem halda handbremsuborðunum.
Rafmagn í rúðum framan og aftan, virkar ekki h/m aftan og samlæsingarmótor þeim megin virkar ekki heldur.

Þetta er 20 ára bíll svo að það er hitt og þetta sem mætti fara betur enn það er alveg mjög fínt að keyra hann og gaman að "Drifta" á honum svo að þetta er tilvalið fyrir einhvern í driftið eða grunnur að góðu projecti.

Hann selst á 15" style 2 álfelgum á skítsæmilegum dekkjum.
Hann er með 0 í endastaf svo að hann er skoðaður til 31.12.2013

Ásett verð 399.000 eða besta tilboð, það er margt mjög gott í þessum bíl og slatti potential í eitthvað apparat. 

Uppls í síma 695-7205 ég nenni ekki að svara SMS skilaboðum, menn geta hringt ef þeir hafa áhuga á að vita meira eða koma skoða.


Hér eru nokkrar myndir, þessar 18" felgur fylgja ekki með.







Ford F-150 Lariat 5.4 V8 2006 Í notkun
Ford Bronco II 2.9 V6 1986 Í notkun
E34 BMW 525i 2.5 I6 1990 Í notkun
Chevrolet Camaro V6 3.4 SFI 1994 Vetrardvali
Chevrolet Blazer K5 5.7 V8 1988

Offline Axel_V8?

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Re: TS: E34 525i 1993 5spd
« Reply #1 on: May 27, 2013, 23:51:12 »
Er rosalega spenntur fyrir skiptum á Trans AM, Firebird eða Camaro (4thgen)  :mrgreen:
Ford F-150 Lariat 5.4 V8 2006 Í notkun
Ford Bronco II 2.9 V6 1986 Í notkun
E34 BMW 525i 2.5 I6 1990 Í notkun
Chevrolet Camaro V6 3.4 SFI 1994 Vetrardvali
Chevrolet Blazer K5 5.7 V8 1988

Offline Axel_V8?

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Re: TS: E34 525i 1993 5spd
« Reply #2 on: May 29, 2013, 07:19:16 »
Staðgreiðslutilboð í boði :)
Ford F-150 Lariat 5.4 V8 2006 Í notkun
Ford Bronco II 2.9 V6 1986 Í notkun
E34 BMW 525i 2.5 I6 1990 Í notkun
Chevrolet Camaro V6 3.4 SFI 1994 Vetrardvali
Chevrolet Blazer K5 5.7 V8 1988