Author Topic: Mustang sýningin 20.apríl  (Read 2746 times)

Offline Mustang Klúbburinn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 20
    • View Profile
    • Íslenski Mustang Klúbburinn
Mustang sýningin 20.apríl
« on: April 12, 2013, 11:42:09 »
Ford Mustang sýningin verður haldin laugardaginn 20. apríl, í fimmta skipti. Rúmlega tuttugu bílar, sem flesta daga ársins eru vandlega geymdir innandyra, verða samankomnir í Ford salnum.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá sjaldséða bíla.

Sýningin verður í Ford salnum,
Bíldshöfða 6, á milli kl. 10 og 16.

Kveðja Stjórnin
« Last Edit: April 12, 2013, 14:55:28 by SPRSNK »
Íslenski Mustang Klúbburinn

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Mustang sýningin 20.apríl
« Reply #1 on: April 12, 2013, 12:57:33 »
20. Apríl.  :wink:
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Buddy

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 482
    • View Profile
Re: Mustang sýningin 20.apríl
« Reply #2 on: April 13, 2013, 13:51:41 »

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Mustang sýningin 20.apríl
« Reply #3 on: April 21, 2013, 11:17:04 »
Hvenær ætlum við fara standa saman og passa uppá að bílasýningar eiga að fara fram að frumkvæði KK. Skil ekki afhverju Mustang klubburinn er að styðja Brimborg. Svona syningahald er KK mjög mikilvæg tekjulind. Ef það væri eitthvað vit i okkur þá er  markaður fyrir risa syningu á 2ára fresti , allir klubbar og spes bílar frá umboðum.

Sameinaðir stöndum vér,sundraðir föllum vér.

Mbk Harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline Buddy

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 482
    • View Profile
Re: Mustang sýningin 20.apríl
« Reply #4 on: April 22, 2013, 13:36:34 »
Mustang sýningin er samstarfsverkefni Brimborgar og Mustang klúbbsins. Klúbbinn styrki Brimborg ekki fjárhagslega og nær allur kostnaður sýningarinnar og markaðsetning fellur á Brimborg, eini kostnaður klúbbsins er prentun á sýningarplöggum og öll vinna við sýninguna af hálfu klúbbsins er sjálfboðavinna. En að sjálfsögðu er þetta alveg gríðarlega góð auglýsing fyrir Brimborg og svo lengi sem Brimborgarmenn eru til í lána klúbbnum húsnæðið sitt munu þessar sýningar halda áfram að vera árlegur viðburður.
Þess má geta að á næsta ári verður Mustanginn 50 ára og í tilefni þess mun sýningin tvöfaldast í magni bíla og sýningardaga  8-)
Mustang sýningin er mun minni í sniðum en sýningar KK, rúmlega 23-25 tæki, meðan að KK sýningar er margföld sú tala og bjóða upp á mun víðara svið sýningartækja. Sýningar Mustang klúbbsins eru eins og nafnið gefur til kynna, einbeitar á eina gerð bíls.
KK sýninganar hafa alltaf verið með fulltrúa ýmissa klúbba og fyrirtækja á sýningum sínum og ég get ekki séð að sýningar Mustang klúbbsins séu hafa tekjur af KK, þvert á móti ætti svona sýningar auka á þorsta fólks að skoða klassíska bíla og virkja það í að kíkja á bílaviðburði.
Til dæmis Muscle car dagar KK er með fleiri bíla en Mustang sýningin, þannig ef litið er á fjölda bíla á sýningunni þá er hún minni viðburður en hver annar KK viðburður  :wink:
Stóri munurinn liggur í fjölda fólks sem sækir sýninguna.
Kveðja,

Björn
« Last Edit: April 22, 2013, 13:38:51 by Buddy »